Færsluflokkur: Bloggar
Vorum ad tafli fra kl. 10 til 5 og fjørutiu krakkar og nokkrir kennarar tefldu a fullu. Voru ad æfa sig fyrir mót a morgun sem verda kl 3 og 7 um kvøldid. Vinningar fyrir alla sem standa tilbúnir og uppstilltir og allir vilja fá. Krakkarnir ötrúlega duglegir ad læra, sum hafa aldrei séd skákbord fyrr.
Fundur med bæjarstjora a morgun og stofnadur verdur skákklúbbur, margir munu leggjast a eitt vid ad halda honum úti. Thetta er bara frábært og ekkert annad.
Thad hefur verid snilldarvedur, kallt en sól og logn ad mestu og fegurdin algjør. Spád er thó hvøssu og mínus 25 sem mér líst ekki á. Ísbirnir farnir ad gera sig heimkomna i litlu thorpi her rétt hjá, fólk ekki sátt vid thad en their eru óhugnanlega nálægt bænum. Hundarnir redda okkur, vonum vid og trillum um bæinn medal barna og stædilegra sledahunda.
Fram til sigurs.
Bloggar | 2.4.2007 | 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ittoqqortoormiit er glæsilegt thorp. Ríflega 500 íbúar og eins og í flestum thorpum a Grænlandi er madur alltaf á leid upp eda nidur brekkur. Bærinn tók á móti leidangursmønnum í sínum fegursta skrúda, sól, logn og um 17 grádur. Børnin eru úti frá morgni til kvølds, jafnvel midnættis, og rúnta um á hundasledum medan fullordna fólkid fer um á vélsledum. Sterkbyggdir hundarnir eru út um allan bæ og liggja i breidum á ísi løgdu sundinu og passa ad ísbirnirnir vogi sér ekki i bæinn en sjø stykki hafa sést á sundinu nýlega. Magnadur bær, magnad fólk, magnad land.
Børnin eru ofsa dugleg ad tileinka sér mannganginn i skakinni. Høfum heimsótt 3.-11. bekk og suma tvisvar. Tvø mót fyrirhugud a thridjudaginn. Allir fá vinninga sem flestir eru i bodi Glitnis. Vid munum koma tví i kring ad stofnadur verdi skákklúbbur og er undirbúningur hafinn. Vonandi munu sem flestir nemendur og fullordnir láta sjá sig, en thad eru vinningar fyrir alla, blødrur og nammi thannig ad allir eru i fínum málum...
Bloggar | 1.4.2007 | 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 29.3.2007 | 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jamm, hef mig á loft vel fyrir hádegi, westur um haf. Eða eiginlega beint norður. Fékk póst um að það væri ótrúlega fínt veður í dag, ekki nema fimm stiga frost. Ittoqqortoormiit, 50 km með þyrlu, frá Scoresbysundi. Flugvöllurinn heitir Constable Pynt. Jamm, stuð.
Þessu verða gerð góð skil á godurgranni.blog.is
Tugir skáksetta með i för, nokkrar klukkur og vinningar handa krökkunum því það verður sko stofnaðu skákklúbbur og stórmót í endann. Fyrst tek ég fjöltefli við 50 krakka. Á þó yfirleitt í ótrúlegu basli við að redda mér maður á mann, jú, nema að það séu börn sem eru að byrja...
En þetta verður kúl, Glitnir gaf fullt af dóti sem við færum krökkunum, svo fengum við blóm (sem sjást ekki þarna á veturna) og fleira sem kemur að góðum notum.
Óli Kolbeinn, forseti í Hafnarfirði, Íris spúsa hans, ritstjóri og yfirtúlkur og málamanneskja verða í gírnum og við trillum um borð í Fokker við hvatningaróp vina frá Hróknum og Kalak.
Fram til sigurs....
Bloggar | 27.3.2007 | 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Synir mínir eru að reyna að koma mér út. Ágætispiltar, en ruglaðir. Undir einhverjum kynhverfum áhrifum frá minni litlu bróðurómynd, honum Ingvari. Þeir semsagt fóru á einkamál og nánast stofnuðu fyrir mig síðu. Þorðu bara ekki að ýta á "senda", enda laugardagur og nammi hefði verulega verið skorið við nögl, hefði þetta helvíti verið sent. En mér fannst þetta svolítið fyndið og set það inn...
Landshluti: höfuðborgarsvæðið Kynhneigð: Tvíkynhneigð(ur) Flokkur: BDSM ÚTLITHæð (í cm) 170 Þyngd (í kg) 70-75 Hárlitur: grárAugnlitur: gef ekki upp
AUGLÝSING Hæj. Ég er miðaldra kjell frá höfuðborgasvæðinu!!!Yeah! Addi tískulögga mættur á svæðið!!! Draumakarlinn minn... er með ógeðslega mikið af bringuhárum... og slatta af hárum á bakinu.Hann verður að vera með sæt og lítil græn augu og verður að prumpa eggjafýlu. Hann má ekki kaupa fötin sín á karlabúðum og verður að vera með ógeðslega sætt og mikið skegg. Draumakonan mín er með yfirvaraskegg og verður að vera með nokkur grá hár... það bara er töff! ;)og hún verður að fíla bíómyndir einsog cody banks... Ég á tvö börn. Einn strák sem heitir Jökull og eina stelpu sem heitir Atli! Ég vinn sem gangster... og er rappari á haustin!!! (Mc Addoz) Ég hef verið giftur þrisvar... en það er allt stór mistök sem ég mun örugglega ekki gera aftur.Ég á það til að prumpa mikilli eggjafýlu seint um næturnar og sæki þá börnin og hendi þeim undir sængina og hef þau þar þangað til að lyktin er farin og þau verða alveg "ómægad pabbi, klukkan er 3 um nótt og það er skóli á morgunn!" Hahahahaaha... skóli schmóli.
Ég hef áhuga á bíómyndum og mínar uppáhalds eru; EPIC MOVIE, HAPPY FEET,CHARRO! og svo auðvitað Pokemon 2. Ég fylgist líka mikið með sjónvarpsþáttum á borð við; Melroze place, Everybody loves Raymond, Brummi, og Sex and the city... Lykilorð: everybody lufs me Netfang: addimegababe@hotmail.com Þess má geta að ég er algjörlega á lausu...á íbúð og bíl, þ.e.á obbolítinn hlut á móti íbúðalánastofnun. Er á móti stækkun hjá Alcan og tala norðurlandamálin. Á tvo yndislega syni sem eru, ja, ruglaðir...Bloggar | 24.3.2007 | 23:05 (breytt kl. 23:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sá MK sigra MH. Skemmtilegt og ég fékk a.m.k. 5 stig. Vissi Cujo, Sköllóttu söngkonuna, Inter Milan, og eitthvað fleira. Eitthvað svona já eða nei spurningar. Þykir meira vænt um MH og hélt með þeim, tók einingar þar. En jafnt og spennandi og mikill fróðleikur, m.a. um durex.
Simmi á x-inu er sko ekkert Simmi á x-inu lengur. Auðvitað enginn unglingur lengur og ef hann væri ekki á þokkalegum launum í Kastljósi væri boðið í hann hægri vinstri frá skólastjórnendum framhaldsskólanna. Hann er skemmtilegur og viðkunnanlegur eina stundina en þá næstu er það bara þegiði krakkar og vúbbs, salurinn dettur í dúnalogn. Fleiri hundruð hormónakraumandi stykki þora varla að anda. Draumur skólastjórans.
Simmi má eiga það að hann er flinkur að skrifa. Kíki stundum á bloggið hans, sem og annarra, en nýjasta færslan hans er um samsettar fjölskyldur. Hann á sem sagt einhver börn með einhverjum konum sem eiga líka einhver börn með einhverjum körlum, eins og til dæmis Tóta hinum margfróða, Grænlandsfara og fyrrum bensínafgreiðslumanns, þeim hinum sama og greip Dorritt þegar hún féll í yfirlið (kannski bara vegna þess að hún var við hliðiná Tóta)!
Mér fannst Laddi vera að syngja: "ég er afi minn" þegar ég las greinina. En þetta var skemmtilegt, svona fyrrum stjúpmömmur sem eru stjúpmömmur hálfsystkina þeirra sem áttu stjúpmömmuna fyrst. Eða bara mömmur þeirra. Sjitt, þetta var svo flókið. Gott bara að börnin muni þetta.
Málið var semsagt að einhverjir hafa verið að pirra sig á hvað Simmi er strangur. Sem hann getur verið. En þetta er ekki bara glens og grín, ég meina, fólk grætur eftir þessar keppnir. Úr gleði. Þó mest úr sorg. Þetta er lífsins alvara.
En ég kíki líka á önnur blogg en Simma. Tulugaq er hættur en ég mæli með, svona fyrir utan vini mína hér til hliðar:
vglilja.blog.is, heilsteypt manneskja með mikla réttlætiskennd, don.blog.is, skákkallinn Hrannar, pælari mikill og bíónörd dauðans, og svo er haugur um pólítik, fótbolta og aðra lífsnauðsynlega hluti.
![]() |
MK og MR mætast í úrslitum Gettu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.3.2007 | 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær fór ég á afríkanska sýningu í Þjóðminjasafninu. Hún var skemmtileg enda mikill áhugamaður um afríkulist, ekki síst grímur og styttur. Sýningin var ekki stór, þ.e. ekki umfangsmikil en mikið af myndum. Reglulega áhugaverð og alltaf gaman í þjóðminjasafni. Líka hægt að kíkja á sverð og brynjur, beinagrindur og gamlar gersemar.
Í kvöld fór ég í Múltí Kúltí að Ingólfsstræti 8. Þar voru tælenskar stúlkur að sýna dans og Indlandsvinir voru þónokkrir. Að mínu áliti var aðalatrið þó að hlýða á Stefán Herbertsson, hinn mikla leiðtoga og formann Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, flytja erindi um, jú einmitt, Grænland. Maðurinn er fjölfróður um land og þjóð og skemmtilegast fannst mér að hlýða á sögu landsins og sjá hvernig byggðin dreifist. Grænland er nefnilega tuttugu sinnum stærra en Ísland, með 56.000 íbúa og eru nær 10.000 þeirra Danir. Byggð er eins og sjá má ansi dreifð og þetta er merkilegt land með merkilega íbúa og merkilega sögu. Ætla einmitt að fara að lesa "the first crossing of Greenland" um ferð Fridtjof Nansen. Um 4000 manns búa á Austur-Grænlandi, flestir í vestri og nokkrir í suðri. Örfáir í norðri, í Thule en um 500 norðarlega á austurströnd, við Scoresbysund i bænum Ittoqqortoormiit. Þangað fer ég eftir viku og er bara spenntur. Þarf að fara að huga að hlýjum nærfatnaði, föðurlöndum og sokkum í veglegum mæli. Það er bara nýfarið að birta þarna og mér er bara kallt að þegar ég hugsa svona langt í norður. En það verður svaka stuð, enda að ferðast með Óla Kolbeini forseta. Forseta hinna Kátu biskupa í Hafnarfirði sem er nú fallegur bær. Svo er Íris með, verðandi kona hans, sem er hin hressasta einnig og mun hafa orð fyrir tríoinu, enda fúlbífær í dönsku. Við piltarnir erum nokkuð sleipir líka og betri með hverjum bjór.
En þetta er í þvílíkri vinnslu og ég kem með komment síðar.
Áfram Afríka. Áfram Grænland. Fram til sigurs.....
Bloggar | 21.3.2007 | 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ó hvað lítið markvert gerðist i dag. Vakna, sturta, raka sig og brennt i Mál og menningu. Afgreiddi fullt af frægu fólki. Skemmtilegast að spjalla við Mireyju Samper og hennar spúsa. Hún er kraftaverkapía og ógeðslega flink að mála. Dugleg þegar sundkrakkarnir svokölluðu komu frá Austur-Grænlandi í haust, gistu í Kópavogi og lærðu að synda. Líka að tefla. Mireya.is
Svo horfði ég reyndar á West Ham vinna Blackburn. La la skemmtun en óska Bóa og HeimsferðaTomma til hamingju. Jú, og Gylfa Orrasyni dómara sem ég þekki ekki en veit að er harður Hammari. Man ekki eftir fleirum!
Át pasta og pepperoni. Skrapp á rsk.is og kíkti á skattaskýrsluna. Sýnist að þetta lið hafi gjörsamlega allar upplýsingar um mig þannig að það er sennilega nóg að ýta bara á "senda". Þar sem ég fæ alltaf hland fyrir hjartað út af þessum skýrslum, þó strangheiðarlegur sé, þá ýtti ég bara á "sækja um frest". Frestunaráráttan er í fullu blússi og ég bara glaður.
Úpps, Halldór Ottó, hinn góði piltur, málari og fiskeldisfræðingur, sem orðinn er Hvergerðingur, hringdi í miðri færslu og við tjöttuðum í tuttuguogtvær mínútur. Um vinnu, bíó, bjór og sílíkon. Margt fleira sosum. Góður drengur hann Dóri litli.
Asskolli er hægt að skrifa mikið um ekki neitt. Samt hættur núna.
Bloggar | 17.3.2007 | 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrapp á Litla-Hraun. Með í för voru verðandi stórmeistarar, Róbert Lagermann Hellisbúi og Íslandsmeistari, og Davíð Kjartansson, Haukamaðurinn frái. Þeir eru með samtals 4670 Elo stig, svona sirka. Sem þýðir að við vorum allir til samans með sirka 4670 Elo stig. Jamm, ungmennafélagsandinn verður að vera með í för, það geta ekki allir unnið, þetta er nú bara leikur, skák er skemmtileg og svoleiðis frasar. Skák er nú samt skemmtileg nema kannski þegar maður fellur á tíma og ég féll semsagt þrisvar á tíma í kvöld, tvisvar að vísu kominn í bévaðan bobba en einu sinni með unna skák og ég fíla það ekki vel. Þarf að hrista upp í sellunum og fá þær til að virka. Þessar slöppu þvælast greinilega fyrir þessum frísku og það er bara eitt ráð við því. Drekka meira.
Slógum upp móti, fimm mínútur á kjaft. Fimm umferðir. Davíð var að fara í fyrsta sinn og fór varfærnislega í þetta enda svoddan molar sem sátu á móti honum. Hann var imponeraður af snilli þeirra nokkurra. Sættist á jafnan hlut oftar en einu sinni. Robbi kallinn er hinsvegar alvanur heimsóknum þessum og er illa við að láta menn eiga inni hjá sér. Vann mótið. Fær samt engan vinning, þeir eru fyrir þá sem þarna dvelja. Tímabundið og mislengi.
Þetta var nú alþjóðlegt mót enda teygir alþjóðavæðingin sig sig um allt land. Reykjavík, Kárahnjúkar, frystihús um öll krummasker og auðvitað Eyrabakki. Þetta var eins og alltaf hin fínasta stund og allir bara býsna hressir. Hrafn Jökuls tók upp á þessum heimsóknum fyrir nær þremur árum og annan hvern föstudag er brunað austur og teflt í svona eins og einn og hálfan tíma. Margar heimsóknir, mörg mót og Hróksfólk stendur sig vel i þessu sem og svo mörgu öðru. Helstu kanónur í skákvæðingunni fyrir austan eru, auðvitað Hrafn sjálfur, Róbert Lagermann, lengi vel var Kristian Guttesen driffjöðurin, Henrik Danielsen hefur verið duglegur sem og Máni Hrafns og undanfarið ár höfum við Hrannar Jónsson, hinn ótrúlega káti biskup verið ansi ferðaglaðir yfir heiðar.
Grænlandsferðin komin á hreint. 28. mars - 4. apríl. það verður sko teflt í Ittoqqoortormiit fyrir páska og vonandi sem aldrei fyrr um páskana enda verða þá glæný skáksett, svona eins og 140 stykki á borðum bæjarbúa sem eru að ég held um fimm hundruð. Peter von Staffeldt, ledende skoleinspektör er barasta hinn spenntasti yfir komu okkar og ætlar ásamt konu sinni, Ullu, að hýsa Óla Kolbein og Írisi. Opnar skólann upp á gátt fyrir okkur og þó börnin séu komin í páskafrí seinnipart ferðar þá fáum við bara skólann fyrir okkur, og auðvitað börnin 128 á grunnskólaaldri og skákklúbburinn í Ittoqqortoormiit, sem þá verður alveg glænýstofnaður, heldur stórmót. Þetta verður auðvitað ekkert annað en snilld.
Fram til sigurs.
Bloggar | 16.3.2007 | 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þekki fólk sem bókstaflega elskar ketti. Knúsar þá og kyssir og finnst fínt að þeir nái sér í þresti og snjótittlinga. Þekki líka fólk sem bókstaflega hatar ketti. Einn heitir Ingvar. Litli bróðir minn. Ekki stór, samt stærri en ég. Við erum báðir miklir menn. Ekki feitir eða svoleiðisssss, bara mikilmenni. Viðar litli líka, sá stærsti á lengdina.
Hugleiðingin var að ég ætti kannski að skipuleggja ferðir til Grænlands fyrir þá sem illa þola ketti. Þar eru ísbirnir og selir og haugur af hundum. Og ég meina haugur af hundum. Engir kettir. Man ekki eftir þeim allavega en þeir yrðu hundafóður hvort sem er. Ég er skíthræddur við þessa hunda enda stórir, sterkir, loðnir og með blá augu. Ekki aldir upp til að vera neinir kjölturakkar.
Semsagt, skipulagðar veiðiferðir, aðallega silungsveiði því vötn um víðan völl og fullt af silungi. Selshreifar í morgunmat og spik á kvöldin.
Ég hef ýmislegt skrýtið borðað á ferðum mínum. Sniglar til dæmis er bara eins og laugardagsnammi. Ísbjarnarkjöt er ágætt, pínu seigt. Ísbjarnarhjarta er furðu gott, eins og lifur. Manni líður eins og maður heiti Gísli Súrsson nýkominn af hól eftir að hafa höggvið mann í herðar niður þegar maður ræðst á svona veitingar. Selur er ......feitur og söltuð náhvalshúð er eins og leður. Samt hálfgert snakk. Leðursnakk.
Var í Færeyjum og tók þátt í grindhvaladrápi. Fyrst tuttuguogníu stykki. Blóðugt. Svo sjöhundruð stykki. Úllala. Tuttuguogátta hvalir komu á mitt heimili. Við vorum fjórir af 105 manns sem tóku þátt. Tuttuguogátta stykki. Matur í tvö ár. Grindhvalakjöt er eins og lamb. Grindhvalsnýru er ógeð. Eins og körfubolti búinn til úr teygjum. Viðbjóður. Drepa sjöhundruð hvali á einum degi og éta nýrun um kvöldið. Þvílíkur dagur.
Færeyingar eru nánast hættir þessu enda langt um liðið. Þegar ég var ungur, sætur og grannur. Í þá gömlu góðu daga. Ummmmmmmmmmmmmmmmmmmm.
Bloggar | 15.3.2007 | 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar