Færsluflokkur: Bloggar

Allir dagar eru ljóðadagar, ljóð með geðraskanir..

Set inn eitt eftir einn af mínum uppáhalds. Setti þetta í nokkur jólakort hér um árið. Algjör snilld sem og margt sem kom frá honum Pálma Erni Guðmundssyni:

 KONA Í NÆSTA HÚSI

Hún átti gamla eldavél                                                                     

í henni steikti hún sunnudagssteikina.   tom-and-jerry

Hún átti sjö börn

sem öll pissuðu undir.

Skeiningar voru ekki uppáhald hennar

þegar hún fór í blárósótta sunnudagskjólinn.

Samt ætlar hún einhvern tíma til útlanda

með bláum concord.

Svo situr hún á kvöldin

og horfir á skothvellina í sjónvarpinu

sem hún hefur kært fyrir barnaverndarnefnd.

Í bréfi sem hún skrifaði velvakanda

fór hún hörðum orðum um tomma og jenna.

Þegar hún verður fertug

ætlar þessi kona að fá sér hund.


Blond, Barry Blond

Samúðarkveðjur til Ingveldar litlu systur minnar. Barry Nelson, látinn. Saddur lífdaga en hann var fyrsti Blondinn í bandarískri sjónvarpsmynd. Ingveldur hefur alltaf verið skotin í Blond, öllum. Connery mest og svei mér þá ef ekki bara Daniel Craig næst mest. Þar af leiðandi hefur hún líka verið skotin í Barry kallinum.  En hann ákvað ekkert að die another day, lét sig bara hverfa í aðra vídd.

KrabbiKrabbi: Pældu í þessu: Hvers vegna að trúa í tölfræðilegar upplýsingar þegar þær geta aldrei sagt til um útkomu eins einstaklings? Þú ögrar líkunum, hvort sem þú veist hverjar líkurnar eru eða ekki.
Stjörnuspáin mín í dag. Hún er nú reyndar stundum sú sama dag eftir dag á mbl-inu.
Líkurnar á því að ég verði áttatíuogníu eins og Barry eru fyrir hendi. Það er kúl. Ætla samt að setja inn eina mynd því ég er búinn að vera að dútlast með myndir af og á usb og diskum og fælum alveg eins og leðurblaka í dag og í gær. Var þó að vinna í dag í M og M og það sleit algjörlega í sundur tímann hjá mér en það er nú alltaf næs að vera þar. Og eyða peningum.DSC01843

mbl.is Fyrsti Bond-leikarinn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slagsmál og hressir fiskar

Var að slást. Við grænlenska krakka. En það var um daginn. Og bara djók. Langaði bara að sýna myndina...

Annars var ég að lesa blogg hjá Tolla, gamla drykkjufélaga, nú og félaga, þar sem hann talar um vellíðan fiska. Öllum á jú auðvitað að líða vel. Veit að fiskeldisfræðingurinn hann Halldór Hvergerðingur er sammála Tolla.

Svo er reyndar ekki rahóf í bala að frétta. Rífst við Ingvar bróðurómynd á moggabloggi. Það er það mest spennandi í tilverunni akkúrat nú. Sjitt. En annars er ágætt að hafa það rólegt. Eins og sagði í málshættinum mínum.

CIMG1819

Slaka annars mynd af okkur Ólafi Kolbeini, hinum bráðhressa forseta Kátu biskupanna í Hafnarfirði. Hann er sjúkur í skák. Meira að segja á Punktinum. Flugvellinum þar sem ekkert er. Á norðurheimskautinu. Hvítu hrókarnir hans hjálpuðu honum að véla sigur. Sjitt. CIMG1779


Betri er bið..

..en bráðræði.hugsuðurinn

Málsháttur minn í egginu sem ég var að opna áðan, enda bara þriðji í páskum. Helvedde er samt gott að fá ekki eitthvað svona "drífa í hlutunum" dæmi. Mér líður miklu betur. En ég varð semsagt var við það í dag að páskafríið er búið. Neyddist i vinnu eldsnemma. Karlfinkan okkar á Hverfisgötunni lést í morgun, saddur lífdaga. Samt sorg.

En munið að betri er bið en bráðræði.


einu sinni var...páskafrí

Var að senda honum Peter von Staffeldt, skólastjóra í Scoresbysundi smá pistil og segja hvað við vorum ánægð með ferðina. Nú skal planað sem aldrei fyrr, fara aftur og taka góðan hundasleðatúr, kíkja á ísbirni og tefla á grilljón við börn og fullorðna. Þvílíkur staður.

ejnar m a skole  ittskoleAnnars eru piltarnir mínir tveir og Ingvarssonur eldri búnir að vera hér í súkkulaði og Grand Theft Auto að drepa íbúa heillar borgar yfir helgina, jafnvel þó þeir hafi lofað að drepa ekki marga af því það voru páskar! En þetta hefur nú verið letilíf, maður safnar bara bumbu og horfir á Dexter og fóbbolt. Rúllaði reyndar eldri pilti austur yfir heiðar til sinna heimahaga í dag og var sko aldeilis ekki einn á ferð, það var bíll við bíl frá Litlu kaffistofu og heim í stofu. En það var ok, Rokkland í útvarpinu og gus gus á grilljón svo maður var bara í þvílíkum swingandi fíling. Annars er það bara Bob Dylan akkúrat nú á meðan vellan veltur frá manni yfir lyklaborð.

Svo bara Atli kútur, var að tala við hann Árna frænda þinn og við vorum að pæla og plana veiði í norðlenskum stórám í sumar. Veitt á flugu og þá horfi ég bara á og fer í berjamó. Annars hef ég ekki meira að segja, búinn að bulla nóg með því að kommenta á aðra í kvöld.

En hafið góðar hægðir eftir eggin.

 


súrir málshættir

"það einasta sem sumar konur vita um eldamennsku er hvernig eigi að koma mönnum á suðupunkt". Þetta er sosum óvitlaust en sonur minn eldri fékk þennan eftir að hafa hlaupið um alla íbúð í leit að egginu. angry

Sá yngri fékk einhvern svipaðan sem einhver kall sem greinilega var súr út í kellu sína hafði samið, um þolinmóða veiðimenn - kvænta. En helvedde voru þeir snöggir að dæla þessu í sig, drengirnir. Atli fór heim eftir hádegi enda biðu hans þar tvö stykki í viðbót. Jebb.

Jökull þarf ekkert að flýta sér enda át hann eitt áður en ég sótti hann á föstudag. Endurtek, áður en ég sótti hann á föstudag. Það var númer fimm. Nýbúinn að steikja egg og beikon sem var krafist í dag. Ekkert nema bloddí egg og ég fer örugglega að kíkja í mitt bráðum. Númer þrjú, lítið og sætt. Sennilega ógeðslega sætt. Svona eins og ég.......


Egg, Egg og beikon

jebb, páskar kláskar.

Tilkynnti sonum mínum, hrekkjalómum, að páskaeggin hefðu verið búin í Bónus og því yrði bara beikon og egg á páskadag. Þeir eru hér semsagt yfir hátíðir og færa sig úr tölvunni yfir í playstation. Svo aftur til baka.... Þeir semsagt heimta beikon og egg á morgun þannig að ég mátti þvælast í búð og kaupa beikon í miklu magni til að halda upp á páskana.

Hún Inga Rún flygverdinne, frænka mín og ferðafélagi, kom við í dag með fulla skál af litlu súkkulaðinammi okkur til gríðarlegrar ánægju, enda nammidagur og stóræfing fyrir morgundaginn. Það eru nefnilega hugsanlega til einhver súkkulaðistykki steypti í mót á heimilinu sem verða falin í fyrramálið. En ég vil þessa páskakanínu og ekkert múður. Fann hana á netinu, þó ekki á einkamálpunkuris þar sem piltarnir ætla sér að skrá mig á fölskum forsendum.

Jebb, Gleðilega páska.easter_bunny

 


kúrekinn kominn af ísnum

KrabbiKrabbi: Þegar þér líður eins og einmana kúreka eftir langan og rykugan reiðtúr er kominn tími til breytinga. Þú þarft að opna fyrir nýjum hlutum inn í líf þitt. Gerðu eitthvað óvenjulegt til að krydda tilveruna.

stjörnuspáin mín á mbl.is

Samt bara að huxa um að fara að ryksuga og sona...


Tårnet, skákfélag heldur sitt fyrsta skákmót

Gærdagurinn var rosalegur. Um fjørutiu krakkar ad tefla strax fra kl. 10 i skólanum. Fórum á fund Otto Christensens, gjaldkera kommúnunnar, sem lýsti hamingju sinni med komu leidangursmanna. Jarl Jensen, formadur bæjarráds kom svo og setti fyrsta skákmót hins nýstofnada skákélags sem stýrt var styrkri hendi af Knud Eliassen, formanni DSC02035Tårnet, sem er akkúrat Hrókurinn sjálfur.

32 tóku thátt og tefldar voru fimm umferdir. Sigurvegari var Akila, sautján ára, Kamilla Lorensen vard ønnur og Jónas Madsen og annar ungur piltur urdu thridju. Allir fengu vinninga, boli, húfur, tøskur og fleira frá Glitni en their efstu taflsett eda skáktølvur. Happadrætti var einnig med flottum vinningum og gledin skein ur hverju andliti.

13 ára piltur, Paulus Napatok, sem blindur hefur verid fra fædingu fékk stutta kennslustund og nádi undraverdum árangri. Hann ekur um á hundasleda eda hjólar um bæinn, gengur upp og nidur trøppur sem alsjáandi sé og er undrabarn sem á eftir ad slá i gegn. Meira um thad sídar...

Eftir glæsilegan kvølverd hjá Jørgen Thomsen, hjálparhellu okkar númer eitt, var brunad i skolann ad undirbua mót fyrir thá eldri sem eru ad størfum a daginn, i versluninni, póstinum eda a sledahundum um allar trissur, og mættu tuttugu manns, danir, svíar og grænlendingar og voru nokkrir afar efnilegir thátttakendur. Thetta var bara snilld og ekkert annad.

Formadurinn i Tårnet, hann Knud, 'asamt frú sinni henni Elnu, baud fulltrúum hins islenska Hróks heim i Kampavin um kvøldid thannig ad thad var hátíd i bæ.

Ad morgni midvikudagsins, i dag, fórum vid i barnaheimili bæjarins, færdum Dorit, yfirstýru thar, boli, húfur og annad dót, ásamt skáksetti. Slógumst svo vid børnin í snjónum og Óli og Íris ætludu ad taka einn med heim. Hættu thó vid a sidustu stundu.

Búin ad tékka inn a pósthusinu og thyrlan fer eftir tvo tíma. Margir hafa bodid adstod komi Hróksmenn aftur i Ittoqqortoormiit, sem their vissulega munu gera sídar og hver veit hvort thad verdi ekki bara heljarinnar mót á nyrsta byggda bóli austur Grænlands, adeins Thule er nordar og er thad vestanmegin lands.

Jamm, madur sefur vel vid ýlfur úlfhundanna á nóttunni medan ísbirnirnir trítla um a ísiløgdu sundinu. Loftid verdur ekki ferskara.....

Fram til sigurs.....ekki spurning.

AV


barn, hundar og sledi

Tharna eru their.ísbirnirni.  Á ísiløgdu sundinu. 3 saman á vappi um daginn. 7 i vikunni. barn hundar sledi flott myndEn myndir segja meira en....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband