Færsluflokkur: Bloggar

Britney segir A og A yfir gítarkalli og eirrauður Eiki

Ekki margt að frétta, sjitt.

Nema af mbl.is.  Hræðilegar fréttir af sjóslysi fyrir vestan. Tveir fórust. Hræðilegt.

Svo var einhver dúddi sem dró sér dollara sem samsvöruðu 250 þúsund kalli spurður í rétti hvort hann ætti börn og svaraði að það væru sex á leiðinni. Með sex konum. Maður á ekki að stela péningum en halló, nauðsyn brýtur lög. Duglegur strákur. Samt væntanlega hálfviti. Væntanlega myndarlegur hálfviti samt.

Britney er skotin í gítarleikara sem er með henni í meðferð. Hvað er í gangi? Þó bara lítil klausa. Var í New York í byrjun nóvember með Ingu Rún frænku og öðru skemmtilegu fólki. Var að horfa á kosningasjónvarp á hótelinu. Var eins og silfur egils á öllum stöðvum. Fullt af fólki, yfirleitt ríflega miðaldra kallar, að tjá sig um hvað myndi gerast o.s.fr. þegar allt í einu, blúbbs, kosningasjónvarpið rofið og vel sminkuð kerla tilkynnti að gera þyrfti hlé á dagskrá vegna áríðandi skilaboða. Jebb, Britney hafði ákveðið að sækja um skilnað við hann dúdda og dansara Federlane. Velt sér upp úr því og svo aftur kosningasjónvarp. Sem var auðvitað ekki forsíðufrétt því Britney var að skilja.

Svo er allt að fara á hliðina þvi Eiki var ekki mjög rauður í vídeóinu. Sá hann um daginn, eirrauður hnakkinn hafði ekkert breyst. The big red kemur til með að eiga sviðið. Vinnur samt ekki. Öfunda hann af því að eiga svona auðvelt með að safna hári. Get það sjálfur ekki lengur.

Annars er miklu meira en nóg að gera og það er fínt. Venlig hilsen....


Ittoqqortoormiit

Jamm, best að lufsast að lyklaborði.

Númer eitt: Fór á Stranglers. Algjört stööð. Þéttir og góðir og engin helgislepja yfir hinum miðaldra pönkurum.

Númer tvö: Fór á árshátíð Pennans í Súlnasalnum á Hótel Sögu. Fínt. Matur í meðallagi og félagsskapurinn skemmtilegur. Kristján Freyr stjórnaði samkundunni eins og honum eiginlega einum er lagið, ekkert yfirdrifinn en alltaf fyndinn. Fullt af happadrætti sem var ekkert happ fyrir mig, Geirfuglarnir léku fyrir þá sem innbyrt höfðu danshvetjandi drykki og svo var dreypt fram eftir nóttu. Sunnudagurinn þreyttur.

Númer þrjú: Er að plana Grænlandsferð sem verður að öllum líkindum snilld. Fer ásamt þeim Óla Kolbeini forseta Kátu biskupanna og Írisi Randvers til Scoresbysunds og dveljum við þar, eða kannski réttara sagt í Ittoqqortoormiit, í viku, einmitt þá síðustu í mars. 128 grunnskólabörn þar fá skáksett og kennslu í skák og allt útlit fyrir að okkur verði vel tekið í skólanum þar. Hef farið þrisvar til Austur-Grænlands en aldrei svona norðarlega. Ótrúlega skemmtilegt og gefandi starf og Grænlendingar eru frábært fólk og krakkarnir þar ótrúlega duglegir. Hrókurinn hefur staðið fyrir skáklandnámi þarna síðan 2003 og farnar hafa verið sjö eða átta ferðir og bráðum eiga öll börn á Austur-Grænlandi skáksett. Mörg hundruð krakkar. Hann Hrafn Jökuls, eldhuginn einstaki, kom þessu á koppinn eftir að hafa drukkið einhvern dúndurkaffibolla á kaffihúsi i miðbænum þar sem þessi hugmynd poppaði upp. Sakna þess pínulítið að hafa ekki Stefán Herberts með, formann Kalak sem er vinafélag Íslands og Grænlands. Þvílíkur dugnaðarforkur og leiðangursstjóri upp á tíu. Við reddum þessu nú samt þremenningarnir og ég heppinn að þau Óli og Íris voru að kenna í Kulusuk í vetur, við bætum hvort annað upp í þessu dæmi.

Meira um það þegar spenningurinn fer að gera vart við sig og enn meira að aflokinni ferð.

Venlig hilsen - þarf að fara að æfa dönskuna....


Eitt lítið uppáhalds

 Vinur minn

Vinur minn kemur til mín

og segir

ég gleymi jafnóðum

því sem ég les

og segi

hafðu ekki áhyggjur af því

þegar þú ferð á dansleik

manst þú ekki eftir öllu fólkinu

þegar heim er komið

en kannski sástu fallega stúlku

og manst eftir henni

 

Þetta er eftir Pálma Örn Guðmundsson sem þjáðist af geðsjúkdóm - og snilligáfu -                                                                                                        


hvernig fer 007 með okkur???

Jebb, jebb.

Ég líka. Þar sem litli greinarhöfundurinn er farinn að berjast um í mallanum mínum (maður segir ekki litli rithöfundurinn svona strax) þá ætla ég að leigja í bloggheimum þar sem þverpólítísk samstaða er um að vera öllum meira og minna ósammála. Hlakka til að taka þátt í þessu fjölmenningarsamfélagi og verð væntanlega enn duglegri við að rífa kjaft á annarra manna síðum.

Annars sá ég í fréttum að Villi burgmeister vill spilasali í Örfirisey. Á ekki líka að senda drykkjufólk og ógæfusama sem lengst frá miðbænum? Kannski byrjunin á átakinu í að gera Reykjavík að hreinustu borg í heimi sem Gísli Marteinn er að vinna i og tjáði sig um á Rás 2 í dag? Æi, ég hef bara orðið fyrir töluverðum vonbrigðum með aðferðir nýrrar borgarstjórnar og vinnubrögð en ég  sagði við sjálfan mig fyrir kosningar að það væri í lagi  að Sjallarnir tækju borgina því hnökrar voru á vinnubrögðum R listans en.... skilyrðið væri auðvitað að ný ríkisstjórn tæki við í vor, með væna vinstri slagsíðu.

Annars hendi ég inn uppl. + myndum og svoleiðis þegar tíminn og kunnáttan eru meiri.

Gleðilegt ár, samt...


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband