Færsluflokkur: Bloggar

álfar og gambía

saa_alfurjamm og jæja, þá hefst helgin og ég ætla að sofa  út. Atli er hér en Jökull ekki, hann ætlar að tjútta eitthvað um helgina, enda gelgja. Við feðgar vorum annars að selja álfinn fyrir sáá. Gengur bara vel og drengurinn að safna fyrir ferð á N1 mótið fyrir norðan í júli.

Annars hefur allt verið á útopnu við að safna fyrir geðsjúkrahús í  Banjul í Gambíu. Við í Vin höfum tekið það að okkur en Reykjavíkurdeild Rauða krossins er í góðum tengslum þar og hefur unnið margt gott verkið. Jú, eins og að senda gám fullan af allskyns  fínu dóti eins og einu sinni á ári.

Lifi álfurinn. Lifi Gambía (ég er alltaf að reyna að plögga því að ég verði sendur). Lifi ég góðu lífi...


taktu mark á mér

 

KrabbiKrabbi: Þú ert í forsvari fyrir hópnum. Miðill múgsins með frábæra samskiptahæfileika. Sem óopinber ráðgjafi allra sem þú hittir, meintu það sem það segir og áhrif orða þinna tífaldast.

 

stjörnuspáin mín á mbl.is     mogginn lýgur ekki...


gott hjá þeim

ég er nú bara ánægður með þetta. Mér finnst reyndar miklu lengra síðan að þeir voru þarna uppi, ekki bara fimm ár. Gott að ekki fóru öll liðin upp sem fóru niður síðast, en Sunderland og Birmingham eru klár í slaginn. ég ætla að senda Derby hlýja strauma. derby Sem er ekki gott fyrir þá því ég er Leedsari..... og varaliðið var Charlton......... sjitt.

Man samt bara eftir einum Derby kalli hér. Stefán Ólafs, sjúkraþjálfari og KA maður. Hann er örugglega löngu búinn að svíkja þá og heldur örugglega með skums eða Liverpúl eða einhverjum svoleiðis vibba. Áfram Leeds og pínulítið áfram Derby.......County. rammy lukkudýr

og þetta er Rammie lukkudýr.


mbl.is Derby upp í úrvalsdeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnir áðí

Jæja, tónleikarnir búnir, ég líka og piltarnir sofnaðir enda allir finídó sko. Uriah Heep voru flottir, rokkuðu feitt, voru reyndar allir orðnir feitir og flottir enda komnir við aldur. Fíla Uriah Heep. Purple voru voða mikið að leika sér, með ungan og úberflinkan gítarleikara, Steve Morse, ef ég man rétt og hljómborðsleikarinn er útlærður píanókall svo þetta var klassísk stemning á milli. Gillan stóð sig vel miðað við aldur en hann var eins og hengdur upp á þráð þegar hann tók háu tónana, kallkvölin. deepPurple

En mér fannst gaman, drengjunum fannst ofsagaman og hinum fimmþúsund hoppandi og organdi gestum, frá fimm ára og upp í eitthvað mikið fannst greinilega svakagaman. Tilganginum náð en maður spreðaði í boli og plötur og svona. Tilgangi náð hjá sölufulltrúum.

Annars var ég í Mál og menningu í morgun, til fjögur. Það vissu greinilega ekki margir af því að það væri opið, bara útlendingar sem ráfuðu inn og keyptu póstkort. Brjálað í gær, dapurt í dag. Svona er þetta og svo verður maður að stadistast á morgun í mynd Sólveigar Anspach. Mireya er að aðstoða hana og þær eru báðar frábærar. Maður á alltaf að hjálpa vinum sínum sko.


heiðursfélagi nr ellefu

Mér þætti nú vænt um að vinir og venslafólk lufsaðist til að kíkja í Mannlíf hið nýjasta, þetta með Halim Al á forsíðu.mannlíf

Þar er sko grein eftir piltinn um Grænlandsferð hina síðustu, þá fræknu er Hrókurinn no tvö var stofnaður í Ittoqqortoormiit og þarna er talað um hann Paulus Napatoq, blindan unglingssnilling og myndir hinar fínustu. Snilldargrein og ennþá meiri snilldarmyndir. Lesið. ekki kvestjón....

Svo er það Uriah Heep og Deep Purple á morgun. Ingvar að vinna við magnarabull eitthvað og við feðgar skoppandi á gólfinu. Sjitt hvað það verður gaman....


bara tveir.....

...dagar í uriah heep og deep purple.. sjitt hvað það verður gaman.uriah heep

búinn að hlusta á demons and wizards og salisbury að undanförnu og nostalgían að drepa mig.

annars var ég að stadistast í tökum á mynd. Back soon eða skrapp út. gaman. En við feðgar verðum sko þvílíkt hressir á sunnudagskvöld, ekki kvestjón.


5 dagar í...

..Uriah Heep og Deep Purple. Sjitt hvað það verður gaman. Er að setja á teip 2 plötur með Uriah Heep fyrir strákana, Jökul og Atla sem eru spenntir fyrir gigginu. ég reyndar líka.  Þetta eru Demons and Wizards og Salisbury. Snillingar. Loksins verður Hvítasunnan almennileg, rokk og ról. Eldri borgarar skemmta börnum og unglingum. David Byron var náttúrulega snilli. en fékk þessa líka fínu mynd upp á google þegar ég sló upp uriah heep. Hún heitir einmitt Uriah Heep og Deep Purple. Sjitt hvað það verður gaman..uriah heep og deep purple


vantar slatta...

...eins og George Bush, litla sæta húsið á Borgarfirði Eystri, Vestfirðina eins og þeir leggja sig - vegna hrikalegrar fegurðar, Ingvar litla bróður, kirkjuna á Húsavík og Lindu Fiorentino, 200px-Linda_fiorentinokvikmyndakærustuna mína. Þá eru komin sex undur veraldar. Michelangelo er sjöunda og þetta er komið. þetta eru sögufræg mannvirki, allavega litli bróðir...
mbl.is 45 milljónir hafa greitt atkvæði í netkosningu um sjö undur veraldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fyrirtak

Það kemur að vísu aðeins fram í stórum dráttum hvað verið er að ræða um hérna en það er gott að vita af því að fyrirtækin styrki Landsbjörg. það er alveg nauðsynlegt að félagið fái pening til að halda úti starfseminni og tækjakosti. það er í raun ótrúlegt hvað margir eru tilbúnir að leggja á sig og fá ekkert í staðinn, nema  jú hreyfinguna og félagslegt kikk, til að redda okkur almúganum þegar við erum í tómu tjóni.

sjálfur vinn ég ekki með Landsbjörg og styrki lítið nema um áramót og það er regla að kaupa flugelda hjá þeim og engum öðrum....


mbl.is Landsbjörg styrkt af N1 næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

grímsnes-kerið-þingvellir/ís-pylsur-nammi

Þegar búið var að skjóta litla bróður, honum Viddamúr á flugvöll, fórum við feðgar austur yfir heiðar í rjómablíðunni í bílalestinni. Allir á ferðinni og þeir sem ekki voru á leið austur voru á leið að austan. Fórum að minni-borgum í Grímsnesi, fjölskylduvæn hátíð hjá Pennanum sem hún Fanney frænka stjórnaði að röggsemi, grillaði pylsur og útdeildi nammi. strákarnir á trampólíni allan tímann.

thingvellir02Rúlluðum þingvallahringinn og fengum okkur ís í þingvallasjoppunni. Einhverjir fréttamenn að fá sér pylsu þar enda voru þau skötuhjú Ingibjörg S. og Geir H. að chilla á þingvöllum í dag, þóttust vera að funda en auðvitað eru þau löngu búin að ákveða allt saman. Sennilega bara að fá sér kaffi og grand marnier. ég er skíthræddur við þessa stjórn. Nú verður sko einkavætt á grilljón og það máttu þó framsóknarmenn eiga að þeir stóðu harðir gegn því að leggja íbúðalánasjóð niður, íbúðakaupendum til happs. En nú eru þeir farnir og bankarnir taka þetta, ekki spurning. Sjitt, aldrei datt mér í hug að ég myndi sakna frammarana...

Þessi stjórn á eftir að fara illa með okkur, ég er drullusvartsýnn.

Dagurinn var þó fínn og endaði vel því við horfðum á Kill Bill eitt... bönnuð innan sextán... en meðaladurinn var miklu hærri því ég horfði allan tímann!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband