Færsluflokkur: Bloggar
jamm, loks búinn að glápa á the departed.
Var ekkert að flýta mér því fyrir nokkru sá ég Infernal affairs, eða Mou gaan dou, fyrirmyndina frá Hong Kong. Hún er snilld og fær 8,1 á imdb.com sem er sko allgott og rúmlega það. The departed fær reyndar 8,6 sem er ríflega rúmlega gott. Þess má geta að myndirnar fékk ég hjá ihaldsplebbanum honum Ingvari bróðurómynd. Hann á fullt af góðum myndum og fullt af lélegum líka, safnar þessu eins og litlar stelpur servíettum. Og hafðu þökk fyrir, Ingveldur.
En.. þrátt fyrir að vera með þvílíkar stjörnur innanborð er myndin ekkert óverköstuð. Allir frábærir og frábærastur er Mark Wahlberg. Myndin er einhverjir tveir og hálfur tími en líður eins og ljúf rauðvín, ekki dauður punktur. Þarna eru dúddar eins og Wahlberg, Matt Damon, Leonardo diCaprio, Jack Nicholson, Martin Sheen, Alec Baldwin og fleiri og hver öðrum betri. Og tónlistin var í ofanálag algjör snilld.
Fannst þó Mou gaan dou að sumu leyti betri. Kaninn, eða Scorsese, eyddi smá tíma í að kynna persónur til leiks þannig að maður sá hverjir voru vondir og hverjir góðir og hversvegna o.s.fr. Í hinni HongKonsku!! útgáfu var ekkert verið að væflast með það, áhorfandinn átti bara að fatta það sjálfur. ég fílaði það. Svo voru smá breytingar svona til að kaninn vissi örugglega hvað var að gerast og endirinn ekki sá sami en báðar alveg drullufínar. Mæli með því að allir lufsist á leiguna og sjái þessar myndir og helst Mou gaan dou fyrst. Frábærlega leikin og kúl flétta. Ekki orð um það meir.
Svo má geta þess að ég er í stuttu sumarfríi og líkar ekki allskostar....illa.
Bloggar | 13.6.2007 | 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er nú ánægjulegt að úrvalsdeildin enska sé að pæla í Grétari. Metinn á fjórar millur bara, það er slatti í poka. einhvernveginn hefur maður ekki neina tröllatrú á middlesbrough en væri gaman að sjá piltinn við hlið Woodgate, hins yndislega Leedsara. Held að tími Woodgate sé kominn og ekki verra að hafa baráttujaxlinn GRS þarna í fúlbakkinum.
Annars féllu vinir mínir í Leeds niður - í þriðju efstu deild - sjitt og aftur sjitt. Varaliðið mitt, Charlton féll í fyrstu úr úrvals. ég er að hugsa um að fara að halda með Man júnætid...
![]() |
Middlesbrough vill fá Grétar Rafn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.6.2007 | 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
var að horfa á match point, woody allen mynd. mér finnst scarlett johanson sæt. ofsaofsasæt.
skil samt ekki alveg afhverju þessi hérna mynd var á google, síðu 3, þegar ég sló inn scarlett johanson??
Bloggar | 11.6.2007 | 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
kominn af litla-hrauni. satt að segja var bara gaman. við henrik danielsen, íslenski stórmeistarinn sem einu sinni var dani og hefur bara eitthvað 5550 elo stig, rúlluðum austur og vorum mættir kl.5. náði reyndar í elskulega móður mína út á völl áður en brunað var austur, hún var ekki að fara þangað. er að fara á reunion og verður hjá ingvari litla og familíu. en... við geystums yfir heiðar, fyrrum bauninn og ég, schumacher.. með fullan kassa af tímaritum, annan af bókum og þann þriðja af skákklukkum og skelltum upp fjórtán manna alþjóðlegu hraðskákmóti. það var stuð og fjör, afleikir og blótsyrði í fyrirrúmi en á endanum tókust allir í hendur sáttir, klöppuðu fyrir sigurvegaranum, sem að þessu sinni var frá austur-evrópu en þriðja og fjórða sæti hlutu íslenskir piltar sem... eins og maður segir.. hafa lent á refilstigum.
fimm umferðir og barið á klukkur eins og lærissneiðar með hamri, stress og læti. arnar fékk bara tvo vinninga af fimm og var það klaufalegt, var að pæla í hvernig ég ætti að máta og féll á tíma og svo í annarri skák gaf ég drottningu eins og það væri bara aðfangadagur, algjör plebbi. tapaði einni þó sannfærandi og vann tvær sannfærandi en er þó ekki sannfærandi skákmaður. þetta var hressandi en sjitt hvað ég er lúinn og búinn.
henrik félagi heldur úti skáksíðunni videochess.net þar sem hann kennir heimsbyggðinni fræðin og ekki síst polar bear afbrigðið sem hann stal á ísbjarnarslóðum á grænlandi. henrik er að þýða grein mína um ferð okkar óla kolbeins og írisar um scoresbysund og nágrenni, sem er í mannlífi, yfir á dönsku því ég ætla að senda nokkur mannlíf þangað. takk henrik. þú ert góður piltur.
verð í bókabúðinni um helgina og er svo kominn í tveggja vikna sumarfrí. tveggja vikna sumarfrí. tveggja vikna sumarfrí. endurtek. tveggja vikna sumarfrí...
Bloggar | 8.6.2007 | 21:51 (breytt kl. 21:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
![]() |
Viduka samdi við Newcastle til tveggja ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.6.2007 | 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þetta hefur verið þokkaleg vika og maður er bara lúinn sko. við söfnuðum haug af allskyns dóti í gám sem fer til gambíu. Tek fram að rúmfatalagerinn stóð sig ofsa vel og reddaði helling. Penninn og Byko hjálpuðu til sem og einstaklingar. Svo fórum við í fataflokkun Rauða kross og fundum helling af fötum. við sendum allt á geðsjúkrahús i Banjul í gambíu þar sem aðstæður eru fremur lásí miðað við hér allavega. reykjavíkurdeild sér um önnur svæði gambíu.
eldaði kínrúllur í dag fyrir átján manns. lítið mál en salatið var fríkað. en gott. orange paprika, rauðlaukur, gúrka, einn poki blandað salat og haugur af vínberjum. fetaostur yfir. úllala hvað það var gott. svo var bara chill enda fóru margir í perluna. á mánudag var þetta fína fína skákmót, sjá neðar. svo var það sala og afhending á klósettpappír, eldhúsrúllum, kaffi og fleiru í dag. sala fyrir fimmta flokk fram, atli á leið á n1 mótið sko. allir duglegir.
Horfði ekki á leikinn í kvöld. kannski sem betur fer. en það er frí í tvær vikur frá og með mánudegi. sjitt hvað það verður fínt. en litla hraun á föstudag og mál og menning um helgina.... svo er það tærnar upp í loft.
Endurtek. tærnar upp í loft.
Bloggar | 6.6.2007 | 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þrír urðu efstir og jafnir á Sumarævintýramóti Hróksins og skákfélagsins í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir í dag.


Mótið var skemmtilegt og spennandi. Hrafn, Róbert Harðarson og Björn Sigurjónsson hlutu 4 vinninga af 5 mögulegum og deildu með sér gullinu. Næstir komu Sigurjón Friðþjófsson og Kristian Guttesen. Sjálfur náði ég tveimur heilum af fimm sem er 40% og þykir ekki svo afleitt á þessum bæ sko...
Hann stórlistamaður og skáksnilli, Tómas Hermannsson hjá bókaforlaginu Sögur, gaf veglega vinninga og fengu allir keppendur á mótinu glaðning. Boðið var upp á ljúffengar veitingar, sem aldrei eru af skornum skammti í Vin. Það voru semsagt kaffi og vöfflur með rjóma og sultu, pönnslur, ávextir og kanilsnúðar á svignu eldhúsborðinu. Sjálfur gerði ég ekkert en vinnufélagar stóðu sig eins og hetjur.
Skákæfingar eru í Vin, Hverfisgötu 47, alla mánudaga klukkan 13. Engin þátttökugjöld eru á æfingum eða skákmótum, og eru allir hjartanlega velkomnir.
Fram til stórsigurs og lifið heil.....
Bloggar | 4.6.2007 | 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
Máli gegn barnahermanni vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.6.2007 | 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við Atli skruppum í bæinn í dag, á hafnarbakkann, enda sjómannadagur. Og til hamingju með það sjómenn. Arnar líka, enda var pilturinn á sjó í nokkur ár, ungur og sprækur. Við fórum í alveg ótrúlega rándýrt Tívoli þarna, upp í turn og húrruðumst niður og upp aftur og ég fékk hland fyrir hjartað. Kostaði þúsundkall að láta pína sig í tvær mínútur. Fyrir tvo.
Atli fékk björgunarsveitina Ársæl til liðs við sig og trillaði upp í mastur á seyðfirskum togara og seig niður með hjálm og alles. Efnilegur. Ekkert sérstaklega margt fólk en ágætis stemning og ég sá færeysku tjellingarnar mala íslenskt lið í róðrakeppni.
Annars voru hin og þessi samtök með bása þarna og flottasti bolurinn þar inni var: "þú finnur ekki blautari félagsskap" kofun.is
![]() |
Lyktað af misgömlum fiski á Hátíð hafsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.6.2007 | 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sumarævintýraskákmót Skákfélags Vinjar og Hróksins er haldið mánudaginn 4. júní kl. 13;00 í Vin, Hverfisgötu 47.


Nú hafa Hróksmenn haldið úti skákæfingum á mánudögum í Vin á fjórða ár. Saman hafa Hrókurinn og Skákfélag Vinjar staðið að ýmsum uppákomum á þessum tíma.
Bloggar | 2.6.2007 | 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar