Færsluflokkur: Bloggar
Jebb, mínir menn bara fallnir í aðra deildina ensku. Létu Cardiff jafna á 88 mín. og Hull vann. Þetta er aldeils grátlegt miðað við að fyrir örfáum árum unnum við AC milan og vorum í 4 liða úrslitum í meistaradeildinni. En það er ekki gott að vera gjaldþrota. Og Elland Road er flottur völlur, tekur eitthað um 44.000 manns sem er sko miklu meira en margir státa af í úrvalsdeild. En við komum aftur, ekki spurning. Svo er varauppáhaldsliðið mitt líka að falla úr úrvalsdeildinni, Charlton. Þvílíkur bömmer í gangi. Alltaf hrifist af dugnaði þeirra og keppnisskapi þrátt fyrir lítinn pening og ekki merkilegan hóp.
En maður heldur jú bara með West Ham, eða kannski heldur ekki með því það gengur ekki vel ef ég held með!!! Vona samt að þeir haldi sér uppi, þó ekki sé nema fyrir Bóa skáfrænda og Tomma boltabróður. og kannski Eggert og Björgólf.
Bömmer, Bömmer, Bömmer og drullubömmer.
![]() |
West Ham skellti Wigan - Hermann með sjálfsmark þegar Charlton steinlá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.4.2007 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fæddur: haustið 1855, dagsetning ókunn, einhversstaðar við Santa Fé - veg.
Hæð: 192 cm.
Þyngd: U.þ.b. 75 kg.
Háralitur: Dökkur.
Augu: Stálgrá.
Sérstök einkenni: Stjörnulaga ör á hægra handarbaki. Lamaður baugfingur á hægri hendi, festur með skinnhólk við löngutöng.
Persónulegir eiginleikar: Mundar byssu á 2/5 úr sek. Veikur fyrir konum og fjárhættuspili. Taugaveiklaður og einrænn. Ýmislegt sem bendir til geðveilu.
Bloggar | 28.4.2007 | 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir aldeilis eðaldag í vinnunni þá brunaði ég á Litla Hraun. Róbert Harðarson eða Lagerman, fer eftir því í hvaða fíling hann er, kanaguttinn, fór með og lentum við í þvílíkri þoku að farþeginn reyndi af fremsta megni að stýra og ákvarða bensíngjöf og fleira, skíthræddur, en auðvitað hlustaði enginn á hann. Enda bílstjórinn búinn að fara þessa leið þúsund sinnum. Náðum þó á Hraunið kl. 17:15 eins og lög gerðu ráð fyrir og settum upp allhressandi mót. Hrannar Jóns kom svo á eftir okkur með tölvuna og swiss perfect prógramm sem einmitt er afar hentugt í skákmót...
Tefldar voru 6 umferðir í 12 manna móti og fékk ég þrjá vinninga úr sex skákum sem var nú ekki gott miðað við að ég tefldi afskaplega vel, já, einmitt áður en ég gerði gloríu og tapaði!!!
Tók með fullt af bókum, aðallega skákbókum sem þeir í skákfélagin Frelsinginn munu glugga í á næstunni og væntanlega rúlla yfir mig næst. Þetta var prýðisferð og ekki versnaði það þegar heim kom því Elling var að byrja í TV. Þvílík snilldarmynd.
En ég hvet alla til að koma á Morgan Kane skákmót í Vin, Hverfisgötu 47 á mánudaginn kl.13:00. Við í skákfélagi Vinjar fögnum sumri með því að hylla töffarann Morgan Kane. Öllum heimil þátttaka og allir fá Morgan Kane bók í boði feðganna Braga og Ara Gísla í Bókinni við Klapparstíg..
En nú ætla ég að lýsa honum vini mínum, Morgan Kane........
Bloggar | 28.4.2007 | 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jebb, allt í gangi. var verið mála í Vin, vinnustað mínum í dag enda sýning á næsta leyti, Uppreisn litarins.... jebb, ekkert gefið eftir. Hvert listaverkið fæðist af öðru og þetta er snilld. Svo er svo gaman að mála. Viðbjóðslega gaman. Fór svo með Atla syni mínum á hressilegt námskeið í skólanum hans, samskipti barna og foreldra. Það var bara kúl og virkilega hressandi. Sá svo á blogginu hans Ingvars, litla bró, að ég hafði eignast litla frænku norðan heiða. Óska Hauki og Ósk til hafmeyju. Eftir vasklega framgöngu í innanhúsfótbolta í kvöld þá loggaði ég mig inn og akkúrat um miðnætti fer Jökull, litla barnið mitt austan heiða að tjatta við mig á msn. Það er auðvitað gaman að heyra frá pilti en halló, Jökull Logi: þú átt að vera farinn að sofa kl 12 á miðnætti þannig að þú sért ferskur í skólanum. Lærir vel og standir þig frábærlega svo þú komist í góðan háskóla og lærir eitthvað sem bæði er gefandi og gefur helling af peningum. Þá geturðu séð vel fyrir föður þínum í ellinni, þannig að hann þurfi ekki á Skjól eða Grund og sé settur i sturtu einu sinni í viku og fái einhvern bakkamat. Ég krefst þess að þú farir fyrr að sofa og hugsir um framtíðina. Ekki bara þína heldur líka mína.
Góða nótt, Jökull Logi og gerðu eins og pabbi þinn segir þér.
Annars er það Litla Hraun á morgun. Verður stutt en meira um það síðar!!!!!!
Bloggar | 27.4.2007 | 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sá einmitt þriðja leik liðanna hér í borg þar sem SA valtaði yfir borgarbúa. Þrusugaman, rokkandroll, AC/DC á fullu mestallan leikinn og menn kramdir við batta, barðir í haus með kylfum og annað stórskemmtilegt í boði. Atli sonur minn sem er býsna lunkinn á skautum fílaði sig vel og söng með léttum slögurum hinna áströlsku og Jökull Logi, hinn eldri, tilkynnti að þetta væri íþrótt sem hann langaði að stunda, ekki síst eftir að einn Akureyringurin fór útaf eftir kylfu í nebba og skildi eftir sig blóðslóð. Drengurinn er reyndar nýfarinn að fylgjast með Dexter blóðmeinafræðingnum vinalega á skjá einum þannig að mér er ekki alveg um sel...
En því meður tók SR þetta eftir þvílíka svaðaleiki bæði á Akureyri um daginn og hér í borg í kvöld. Sá að Héddi og Ágúst, gamlir skólafélagar og KA menn eru ennþá að, enda hraustir strákar sem hafa gaman að af kremja við batta. Hætta sennilega um sextugt og fara snemma á ellilífeyri. En Bjössi, af hverju skoraðir þú ekki. ég hringi í Stjána...
![]() |
Skautafélag Reykjavíkur Íslandsmeistari annað árið í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.4.2007 | 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er augljóst að það má leggja þetta kostnaðarsama dæmi niður, þ.e. drottningu og co. Hún er kominn með kalk í haus, kellan.
annars þekki ég nokkra Arsenal dúdda sem eru eflaust glaðir með kellu. Til dæmis syni mína sem einhverra hluta vegna hlustuðu ekki á föður sinn á krítískum augnablikum og halda þar af leiðandi ekki með Leeds United, hinu stórkostlega liði á Elland road.
![]() |
Drottningin heldur með Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.4.2007 | 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Búinn að lesa "wuthering heigts" sem Bronté litla skrifaði hér í den og Silja þýddi nú á síðasta ári. Hún stóð sig helvedde vel og ég var mjög ánægður með söguna, þó maður hafi verið pínu tregur að ráðast á breska ástarsögu um Earnshaw fjölskylduna eftir piparmey og prestsdóttur á þrítugsaldri - þ.e. þegar hún skrifaði söguna fyrir einum 160 árum síðan...
Ótrúlega flott skrifuð bók og jú, af gefnu tilefni, vel þýdd líka.
Hélt samt með Guttesen hinum færeyskættaða, skákjöfri og heimspeking. Hann var þó tilnefndur meðal stórkanóna og á framtíð fyrir sér í faginu, enda býsna lunkinn sögumaður sjálfur.
Mynd af Guttesen fyrir vikið og ég segi bara...
...Heathcliff, Heathcliff...
![]() |
Silja Aðalsteinsdóttir hlaut íslensku þýðingarverðlaunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.4.2007 | 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
piltarnir voru hér um helgina. Ekki bara mínir tveir heldur litli bró líka. Playstation og húsdýragarðurinn og skautar og, jebb, íshokkíleikur. SR tapaði fagmannlega fyrir SA og var það skemmtilegt. Það er gaman á íshokkí, kylfur í nebba og blóð og læti, slagsmál og útvísanir og fullt af fætíng. Jökull er að pæla í því að fara að æfa. Atli fílaði sig því alltaf var verið að spila AC/DC. Aldrei dauður punktur. Skutlaði svo Glacier Flame, eða Jökli Loga, eða J.Lo austur yfir heiðar. Ingibjörg Guðrún, frænka og vinkona, fór með í bíltúr og bauð arnari frænda upp á hammara á Selfossi. Það var nú gaman að fara út á land og fara út að borða. Samt lélegur hammari en engu að síður stuð.
Bara nokkuð fín helgi og Dexter setti punktinn yfir i-ið með léttum blóðleik í kvöld. Farinn að vaska upp.... mánudagur á morgun. Vinna. jíbbí..........
Bloggar | 22.4.2007 | 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jebb, það er ótrúlega sárt, alls ekki ljúft en þó skylt að segja að skumsararnir hafa verið að standa sig vel í vetur. Sem Leedsari þá nenni ég ekki að vera að blammera þá á nokkurn hátt, enda eru skumsarar hættir að blammera mig, það er ekki sparkað í liggjandi mann....
en gott samt að fá spennu á toppinn, ef chelsea vinnur á morgun þá er þetta í járnum. hinsvegar eru þeir ekkert búnir að vinna leikinn ennþá. Newcastle þykir örugglega vænt um tækifærið til að sýna hvað þeir geta, því þeir geta nú meir en þeir hafa sýnt í vetur, fjandinn hafið það...
Hér fylgir mynd af langbesta leikmanni Man utd. Og besta leikmanni deildarinnar, þegar hann er ekki illa fótbrotinn.
![]() |
Ferguson: Hleyptum Chelsea inní baráttuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.4.2007 | 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ferðalangarnir þrír sem voru í Ittoqqortoormiit hér um daginn tóku ástfóstri við staðinn. Allir áttu þó ferðir að baki á austurströndina en höfðu þó ekki farið svo norðarlega. Verið er að vinna í að koma ferðasögunni myndskreyttri á prent. Það er semsagt pæling að heimsækja skákfélagið Tårnet þarna norðurfrá strax í haust, þó ekki fyrr en eftir að hópur manna, kvenna og barna hefur farið til Tasiilaq í ágúst að heimsækja skákfélagið Löberen - biskupinn - sem þar heldur til. Væntanlega verður þar stórkostlegt mót eins og undanfarin sumur.
Arnar hélt fyrirlestur um Grænland og ferðir Hróksins, sérstaklega þá nýjustur, á vinnustað sínum, Vin að Hverfisgötu, sem er eitt af athvörfum Rauða kross Íslands. Sem betur fer hafði hann Stefán Þór Herbertsson, formann vinafélags Íslands og Grænlands, KALAK, með sem andlegan stuðning og gott var að fá komment frá honum inn á milli því Arnar er nú enginn sérfræðingur, en það er hins vegar Stefán. Þau Óli og Írís áttu ekki heimangengt á þessum tíma enda rúmlega brjálað að gera og frítíminn, sem reyndar er enginn eða þannig, fer í að taka myndir á glæsta kameru og glænýja.
Fyrirlesturinn gekk alveg prýðilega þar sem myndir frá ferðum og plaköt grænlens héngu á veggjum og grænlenskir litlir fánar voru á víð og dreif (hafiði pælt í því hvað fáninn er flottur). Allir voru dolfallnir yfir myndunum enda litirnir og himininn og bara allt eins og í ævintýri, svei mér þá. Nú mun hugsanlega hefjast röð fyrirlestra og myndasýninga en saga landsins er stórmerkileg, landið er stórmerkilegt, fólkið er frábært og börnin stórkostlega dugleg. Þau Arnar, Óli, Íris, Hrafn Jökuls og Stefán Herberts, og fleiri, eru örugglega til í að vera með kynningu í máli og myndum á næstunni.
Góðir grannar í vestri, ekki nokkur spurning.
Bloggar | 19.4.2007 | 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar