Færsluflokkur: Bloggar
Sandor Márai, "glataður" snillingur. skrifaði "kertin brenna niður" sem er mín uppáhalds, jebb og líka uppáhalds....bók. bévaður snilli.þetta er svona aðeins um höfundinn en áður hafa komið klippur úr bókinni, sem eins og ég sagði, er bara ekkert annað en snilld. Hann veltir upp heimspekilegum hugsunum, mikið út frá siðferðilegum pælingum í tilvistarspeki Jean-Paul Sartres, en reyndar koma allskyns pælingar fram. T.a.m. svífur hið skilyrðislausa skylduboð yfir vötnum. þetta er í raun mikið spurningin um hvaða val fólk hefur tekið og þær persónur sem mest rignir í nefið á hafa lifað lífinu á þann hátt sem Sartre myndi kalla fullkomin óheilindi. Hinsvegar eru það kannski þeir sem eru í huga manns öllu meiri drulluháleistar sem hafa nýtt sér frelsi sitt til vals. Það eru jú athafnir vissra einstaklinga, skulum við segja, sem eru orsök hugleiðinga hershöfðingjans, hans Henriks, í fjörutíu og eitt ár um tilvistina, örlögin, siðfræðina, skylduna og afleiðingarnar.
Márai átti stormasama og að mörgu leyti gæfusnauða ævi sem segja má að endurspegli á ýmsan hátt sögu Evrópu á tuttugustu öld. Hann fæddist nefnilega akkúrat árið 1900 í borginni Kassa (nú Kocise) í Slóvakíu sem þá tilheyrði Ungverjalandi. Faðir hans var stjórnmálamaður og á upphafsárum sínum bjó Sándor við þá velsæld og framfaratrú sem ríkti í Evrópu en breyttist við upphaf síðari heimsstyrjaldar. Hann fluttist ungur til vestur-Evrópu er fasistastjórn Miklósar Horthys tók við eftir ósigur Austurríkis-Ungverjaland og klofning ríkisins og var bæði blaðamaður og ritstjóri tímaritsins Budapest Napló aðeins átján ára. Bjó síðar í Þýskalandi og fluttist svo aftur til Ungverjalands í byrjun fjórða áratugarins. Á þeim tíma var hann talinn með fremstu höfundum mið-Evrópu en texti hans er ótrúlega myndrænn, skýr og ljóðrænn. Hann veltir sér upp úr heimspekilegum pælingum og þó að nokkurskonar lögmálshyggja eða örlagatrú, dularfull uppröðun atvikanna valdi því að menn þurfti að viðurkenna eigið magnleysi og örlögin séu bara svona, þá er allt fullt af tilvistarpekilegum hugsunum, heilindum og óheilindum, og ekki síst siðferðislegum pælingum því eins og síðar kemur fram eru afleiðingarnar ljósar þeim sem á gamals aldri fer yfir farinn veg en glíman er að finna orsakirnar fyrir þessu öllu saman. Það er aðalpersónan í sögunni, hershöfðinginn hann Henrik sem stýrir algjörlega sögunni og hið skilyrðislausa skylduboð er honum ofarlega í huga, menn eiga að breyta eftir því sem er skylda manns og engu öðru. Þó verður að segjast að það virðist engum gefið að hlýta því nema í vissum atriðum og athafnir mannanna geta heldur betur haft áhrif á marga í kringum þá. En hershöfðinginn er mikill hugsuður og fylgir Aristotelesi að því leyti að sönn þekking fáist með hjálp skynsamlegrar hugsunar. Skoðanir geti verið réttar og rangar en þekking aldrei röng. Eftir dvöl bæði í Sviss og á Ítalíu flutti Márai til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og fóstursyni og gaf út bæði rit og bækur hjá innflytjendaforlagi í Toronto í Kanada, þar sem lesendahópurinn var takmarkaður en hann neitaði að gefa út verk sín í heimalandinu til að mótmæla stjórnarfarinu þar. Hann tók virkan þátt í starfsemi útvarpsrásarinnar Radio Free Europe, sem markmið er að breiða út lýðræðislegar hugmyndir í Evrópu.Hann einangraði sig eftir andlát konu og sonar og svipti sig lífi tæplega níræður enda voru verk hans þá flestum gleymd. Márai, eins og mörgum góðum manninum, virðist ætla að hljótast uppreisn æru eftir dauða sinn!Dagbókarfærslur hans hafa varðveist og stuttu fyrir andlátið skrifaði hann m.a; dauðinn er ekkert vandamál. Heldur að deyja.
Bloggar | 29.6.2007 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
með stóran reður
og stórt hjarta
mun þér vel farnast
"vitnað í dag" heitir þetta ljóð Bjarna Bernharðs úr bókinni BLÓM the shadowline-klæðnaður fyrir miðnætti. vitnar þarna í dag sigurðarson....
Bloggar | 28.6.2007 | 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
var að kíkja á fræ - vikurit sem er svona eins og sjónvarpsdagskráin með fullt af auglýsingum. kíkti á laugardagskvöldið á ruv. það eru tvær þáttaraðir og svo þrjár myndir. ég er akkúrat ekki baun i vaskafati nokkru nær um hvaða myndir þetta eru, þó að standi hvað þær heita - á íslensku. veit ekki einu sinni hvort ég hef séð þær, nú eða ekki!
21:05 Heilluð upp úr skónum
bandarísk bíómynd. Amanda býr með fjórum sýningarstúlkum og verður hrifin af nágranna þeirra.
22:30 Launráð
nýliðar í þjálfun hjá FBI komast að því að á meðal þeirra er morðingi.
00:15 Ekki er flas til fagnaðar
Bandarísk bíómynd um par sem ákveður að gifta sig þegar konan verður ófrísk eftir skyndikynni.
Já, það er sko ekki flas til fagnaðar á þessum bænum. en klukkan tvö um nóttina eru útvarpsfréttir í dagskrárlok. veit hvaða þáttur það er en það er sosum jafnspennandi að ath með hann því ég hef ekki grænan um hvaða fréttir eru þarna, ha.
Bloggar | 27.6.2007 | 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Allir voru dánir og sjálfur var ég ekki lengur ungur, nálgaðist fimmtugt, og jafn einmana og tréð í rjóðrinu í skógi mínum, tréð sem eitt hafði staðið af sér storminn daginn áður en styrjöldin braust út. Eina tréð sem stóð áfram í rjóðrinu rétt hjá veiðihúsinu. Nú er nýr skógur tekinn að vaxa í kringum það aldarfjórðungi síðar. En þetta tré heyrir enn hinum gömlu til og fyrir duttlunga náttúrunnar sem kallast stormviðri var allt fallið í kringum það. Og líttu á, tréð lifir samt enn í dag með gríðarlegum óræðum styrk. Hvaða tilgangur er í því?...Enginn. Það vill standa þarna. Það lítur út fyrir að lífið, allt sem lifir, hafi ekki annan tilgang en standa svo lengi sem stætt er og endurnýja sig
úr uppáhaldsbókinni minni, "kertin brenna niður" eftir Sándor Márai. snillingur. meira um hann seinna.
Bloggar | 25.6.2007 | 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 22.6.2007 | 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ok, kannski ekki sá nýjasti....
allir kannast jú við palla póst. ekki reyna að segja nei. pósturinn páll, pósturinn páll og kötturinn njáll, aaaaaaaaaha..
málið er að nú er pósturinn páll kominn á eftirlaun. veistu hvað hann er kallaður??
páll.
Bloggar | 22.6.2007 | 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
skrapp á útitaflið við lækjartorg kl. 3 í dag. Guðfríður Lilja, forseti skáksambandsins og skákdrottning tók þar eina bröndótta við Halldór Blöndal, formann seðlabankaráðs og forseta refskákar, skákfélags alþingis.
Lilja naut aðstoðar Mikaels Louis Gunnlaugssonar, eins af efnilegu ungu framtíðarskákmönnum þjóðarinnar. Halldór naut hinsvegar stuðnings Sigríðar Helgadóttur, upprennandi skákdrottningar og dóttur helga skólastjóra rimaskóla. Hrafn Jökuls, forseti Hróksins, lýsti, svona inn á milli og naut aðstoðar Roberts Lagermann, varaforseta, sem sagði alltaf aðspurður að skákin væri í dýnamísku jafnvægi. nema þegar hann sagði að svartur væri komið með ákveðið frumkvæði. þangað til reyndar að svörtu kallarnir voru yfirbugaðir af þeim hvítu sem Lilja og Mikael stjórnuðu. skemmtilegt. svo tefldu nokkrir á litlu borðunum.
Svo er það bara grænland í ágúst. haugur af fólki. grænland er ótrúlega magnað. einhverjir með??
Bloggar | 21.6.2007 | 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þeir voru allir hér, úr bæheimskum köstulum, ljósir á brá eins og hveitihnúðar, söðulnefja með þreyttar, hvítar hendur, frá óðulum á Mæri, úr virkjum í Tíról og veiðihúsum Stærmerkur....þeir báru löng nöfn með mörgum samhljóðum og aðalsnöfn með titlum og tignarheitum ....Af öllu þessu var aðeins eftir eitt nafn og drengur sem gegndi því nafni og lærði nú hvað mátti segja og hvað ekki. Það voru þarna slavneskir piltar með lágt enni og höfðu í blóði sér blöndu af öllum mannlegum eiginleikum keisaradæmisins, það voru bláeygir, aðalbornir piltar svo lífsþreyttir að tíu ára horfðu þeir út í tómið eins og forfeður þeirra hefðu þegar séð allt í þeirra stað, og það var piltur úr Tíról, hertogi, sem skaut sig til bana sökum þess að hann hafði hrifist af ungmey, frænku sinni í öðrum lið.
Konrád svaf í næsta rúmi. Þeir voru tíu ára þegar þeir kynntust
kertin brenna niður, eða a gyertyák csonkig égnek, eftir Ungverjan Sándor Márai. Þetta er einfaldlega besta bók í heimi, ekkert flóknara en það. Hef lesið hana tvisvar.
Bókin kom út í íslenskri þýðingu Hjalta Kristgeirssonar árið 2005 og er þýðingin gjörsamlega mögnuð. Var Hjalti tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna en tapaði fyrir Rúnari Helga Vignissyni með Barndóm eftir J.M. Coetzee. Mál og menning gaf út og er þetta fyrsta bók Márais á íslensku. Þrjár bækur Márais hafa verið þýddar á ensku þar sem A gyertyák var þýdd embers en nokkrar hafa verið þýddar á spænsku, frönsku, ítölsku og þýsku.
Hún segir frá hershöfðingja sem á gamals aldri fær bréf frá fornum vini, sem hann hefur ekki séð í 41 ár, um að sá sé að koma í heimsókn. Næturlangt snæða þeir mat í kastala hershöfðingjans og segja frá högum sínum á hinn kurteislegasta hátt, þó aðallega hershöfðinginn sem með löngum einræðum ræðir löngu látna eiginkonu, ást þeirra beggja á henni og leitar orsaka þess að vinurinn, Konrád, kaus að yfirgefa vini sína fyrirvaralaust fyrir fjörutíu og einu ári. Í öll þessi ár hefur hershöfðinginn verið að velta fyrir sér atburðunum, hann er viss í sinni sök að eiginkona hans, Krisztina og Konrád hafi verið elskendur, hann er viss um að þau ætluðu að myrða hann en hann skilur bara ekki af hverju. Fyrsti þriðjungur bókarinnar fjallar um kynni vinanna og líf þeirra frá barnsaldir fram að þrítugu og er svo glæsilega skrifaður að maður fær bara gæsahús. Tveir þriðju sögunnar fjalla um samtal þeirra tveggja yfir kertaljósi og íburðamiklum kvöldverði, næturlangt þar sem málin eru krufin, og þó ekki, því hershöfðinginn hefur orðið nær allan tímann og heimspekilegar pælingar hans eru einfaldlega meistaraverk hjá Sándor Márai enda hafa fjölmiðlar í Evrópu ekki haldið vatni yfir þessari bók og allir segja hana, jú einmitt, meistaraverk.
Skrifa seinna um rithöfundinn sem átti merkilega ævi en allir ættu að lufsast til að lesa bókina. Hún hefur verið kvikmynduð í Ungverjalandi og skylda fyrir alla framhaldsskólanemendur að horfa á... og læra söguna. Verkið var sett upp í leikhúsi í London og Jeremy Irons lék Henrik, hershöfðingjann aldna og vorkenni ég honum að hafa þurft að læra textann. Pínulítill bláleitur bíbí hvíslaði því í eyra mitt að hugsanlega yrði þetta sett upp hér og hann hvíslaði því svo í hitt eyrað að kannski myndi Arnar Jónsson leika Henrik og kannski Jóhann Sigurðarson vin -eða fjandvin- hans, Konrád. Ég myndi sko fara....
to be continued....
Bloggar | 19.6.2007 | 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þess má í byrjun geta að hafin er söfnun á tannburstum fyrir piltinn. nýr tannburstaórói mun líta dagsins ljós innan tíðar.
Annars meiddist atli kútur á fæti í leik a liða fram og fjölnis, fimmta flokki, á miðvikudag og í stað þess að fara á æfingu í gær þá fórum við feðgar, klifjaðir þremur veiðistöngum, spúnum, flugum og rækjum, sem og ostaslaufum og svala, austur á þingvelli að renna fyrir silung. í sem allra stystu máli þá komum við heim með öngul í bossa, en ostaslaufan var góð..
ég fór á google og sló inn stangveiði, svona til að finna kall með öngul í bossa en fann þá þessa mynd...... og svo líka þessa!
í dag var ég svo að afgreiða bækur á lækjartorgi, við útitaflið en þar er hrókurinn með bókamarkað til fjáröflunar vegna grænlandsverkefna. tasiilaq og nágrenni í ágúst og svo kemur hellingur af krökkum í haust að læra að synda og tefla. opið um helgina og allir í bæinn að kaupa þessar fínu fínu bækur og styrkja gott málefni.
sótti jökul austur yfir heiðar seinna i dag og var ekki einn á ferð. skrilljón manns og fullt af löggum. leist vel á það. týndi samt hjólkopp einhvernstaðar í nágrenni stokkseyrar. bömmer hömmer.
þessi mynd var líka á google þegar ég sló inn stangveiði: hálfgerður drullupyttur ha..
Bloggar | 15.6.2007 | 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
einu sinni var.. tannburstaórói. hann var sænskur en hannaður og framleiddur af íslenskum verkamanni í smálöndunum í svíþjóð, stutt frá honum emil i kattholti.
var semsagt að vinna í pelly industri ab, málmverksmiðju í hillierstorp. gerðum allskyns drasl, meðal annars fyrir Ikea, þvottagrindur, straubretti og hillur og dót. hirti einhverntíma svona afganga og klíndi saman og byrjaði að safna tannburstum í gríð og erg. allt í einu var bannað að henda tannburstum. fékk hjá skapta og laufey og dætrum. líka hjá hannesi og kötu og börnum. magga braga og sjálfur skipti ég svaka oft því ég var að safna. hengdi svo upp, reyndar ekki fyrr en ég var fluttur í svefnbæinn ógurlega vinslöv, niðrá skáni. þarna hékk hann, tannburstaóróinn fagri, við fögnuð áhorfenda. vakti lukku. einhver flottasta hönnun mín ever, og var þó ekki byrjaður á hönnunarbraut þá. fór seinna. gerði ýmislegt en ekkert sem jafnaðis á við óróann. nema kannski grafíkmyndin af morgan kane...
ó mæ god, ég skildi hann eftir í svíþjóð og sakna hans ógurlega. geri annan seinna. samt er prótótýpan alltaf flottust. sjitt hvað maður getur verið vitlaus...
Bloggar | 15.6.2007 | 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1955
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar