jebbs, laugardagur og endaði megavikuna á tveimur dominos. piltarnir að horfa á misery, enda bönnuð innan sextán. er með drengina og svo fékk hér grænlensk unglingsstúlka næturstað, kuannia bianco, en faðir hennar, harald bianco, reddaði okkur þvílikt á grænlandi að hróksfólk er til í að gera svo góðu fólki greiða. stelpan fer til danmerkur alveg eldeldeldsnemma og maður skreppur bara í bíltúr svona um miðja nótt.
þetta er nú ekki fröken bianco heldur bara flottur dúddi í tasiilaq, fannst myndin bara svo helvedde fín sko...
annars er nú ekki mikið fjör á stráknum, í fréttum er það helst að íbúðin var ryksuguð og skúruð og tekin í gegn í gær og m.a.s. bíllinn líka. hrikalegt helvíti að fara svona með sumarfríið sitt. byrja á mánudagsmorguninn. sjitt maður. hlakka ekki til.
svo er maður búinn að skutlast á stokkseyri í dag að sækja frumburðinn, skutla honum heim á morgun, ekkert annað en skutlerí þessa dagana.
jamm, geri eitthvað merkilegra á morgun, þetta er bara bull enda engar fréttir, þannig.
Nema: auðvitað, gleymdi því.....
fyrir bilaða big lebowski aðdáendur, og auðvita kvikmyndaaðdáendur yfirleitt:
TIL HEIÐURS THE DUDE... sá í gömlu fréttablaði, er búinn að vera að skanna gömlu blöðin eftir grænlandsreisuna, að kvikmyndahátið í edinborg er helguð the big lebowski.
semsagt þúsundir aðdáenda dúddans eru að streyma til edinborgar á árlega kvikmyndahátið, lebowski festival. þarna trítlar liðið um á baðsloppum og spilar keilu og drekkur white russian í gríð og erg.
hörðustu fanar standa á því fastar en á fótunum að lebowski sé nútímahetja sem sé sjálfri sér samkvæm á tímum átaka og græðgi þar sem neyslusamfélagið sé allt og alla að drepa.
þessar lebowski hátíðar eru að verða fyrirferðameiri með hverju árinu, en sú fyrsta var í kentucky 2002 og haldin hvar?
júbbs, í keilusal auðvitað.
nánar á www.lebowskifest.com
Bloggar | 25.8.2007 | 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
jebbs, hún móðir mín, sigrún björnsdóttir og kölluð obba, á afmæli í dag. ekkert smá sko, svo virðulegt að hún er að hugsa um að hætta störfum hjá akureyrarbæ þar sem hún hefur verið til þjónustu reiðubúin fyrir alla þá sem leggja leið sína á skrifstofur bæjarins, nú eða hringja.
mamma er sko andlit akureyrar.
hún sest nú ekki í helgan stein, þekki ég hana rétt. á erfitt með að slappa af og afsakar sig ef hún er ekki að gera sultu eða ryksuga eða með fimmtán manns í kaffi þegar maður hringir. en hún er dugleg að sækja allskyns námskeið og lætur helst engan listviðburð framhjá sér fara.
mamma náði sér i kall þegar hún var ung og eignaðist með honum barn. mig. þau giftu sig svo þegar ég var kominn heilu og höldnu og eignuðust tvo drengi til. við drengirnir eigum svo fimm drengi samanlagt. þannig að mamma á níu stráka, pabba, okkur og sonarsyni. ég er búinn að lofa að koma með stelpu þegar ég hef seinni hálfleik á fullu blússi.
pabbi heitir valgeir þór stefánsson og hefur unnið hörðum höndum við að fjölskyldan hafi það gott. til sjós og lands og lengst af sem flutningabílstjóri. nú keyrir hann taxabíl um stræti akureyrarborgar.
mamma hefur reyndar verið útivinnandi frá þvi að ég man eftir mér, í búðum og í verksmiðjunum, þarna gefjun og iðunn og það, þrífandi fyrir fólk útum allan bæ og ég veit ekki hvað. allt fyrir strákana sína.
jebbs, mamma er orkubolti og er alltaf jafnhissa þegar hún er þreytt. var vön að hlaupa heim í hádeginu til að elda fyrir liðið og svo mætt aftur klukkan eitt. þetta er ekki heilbrigt sko.
hún á það reyndar til að sofna yfir sjónvarpinu annað slagið. en það er ekkert skrýtið. ég geri það líka stundum. nokkuð yngri enda sonur hennar.
pabbafjölskylda ætlar í sjóstöng frá hauganesi eða árskógsströnd i kvöld. mömmu þykir það ekki leiðinlegt en var eitthvað að hugsa um að hvíla sig því hnéð var eitthvað að bögga hana. ég vona að hún eigi ánægjulegan dag og auðvitað fór hún með perutertu og einhverjar hnallþórur í vinnuna í morgun svo akureyrarbær er brosandi og fullur af kaloríum...
ég er ekki nógu tæknilega sinnaður hér til að eiga mynd af frúnni á stafrænu formi. set hér samt mynd af fallegasta bæ landsins því þar býr jú fallegasta kona landsins.
til hamingju með daginn, obba mamma mín.
Bloggar | 23.8.2007 | 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
svaf í 10 tíma í nótt. án þess að rumska. í rúmi. mínu rúmi. samt pínu þreyttur.
aqqa larsen, verðandi stórmeistari...
annars var grænlandsreisan snilld eins og auðvitað var viðbúið. dagurinn í gær var samt í erfiðari kantinum. vibbaveður og við að sigla með sigga ísmanni frá tasiilaq til kulusuk. fólk hentist til og frá, pottar og pönnur líka, hurð skelltist á tvo putta unglingspilts sem meiddi sig auðvitað og nokkrir ældu eins og ég veit bara ekki hvað. jú annars. múkkar hehe.
flug var svo sannarlega ekki samkvæmt áætlun og tuttugu leiðangursmenn áttu bókað far. ég og embla yfirkokkur bókað heim í dag. en þar sem ég var á flugvellinum með draslið mitt, rok og rigning og 3 km í kulusuk (frá flugvelli) þá bað ég bara vinsamlegast um far heim með hinum. alltaf gaman á grænlandi en þarna var bara komið gott sko.
- ath. það má klikka á myndir til að sjá þær stærri-......
góður vinur hróksfólks, karl peter aale.
dinus ignatiussen hlaut gullið í flokki heimamanna.
það gekk vel hjá háskólakrökkum í kulusuk við útbreiðslu skáklistar. ekki síður hjá kátum biskupum í kuummiit. byrjaði ekki alltof vel hjá okkur í tasiilaq enda skólinn að byrja akkúrat þegar við komum. en við náðum vel til krakkanna og 44 tóku þátt í toyota mótinu á fimmtudeginum sem var fyrir börn. 66 þátttakendur á glitnismótinu á föstudeginum sem var fyrir alla og komust færri að en vildu vegna plássleysis. 84 tóku svo þátt í flugleiðamótinu sem stóð laugardag og sunnudag í íþróttahöllinni. algjör snilld.
hinn árlegi knattspyrnuleikur var milli hróksins og tasiilaq. hafa þessir leikir verið æsispennandi en nú bar svo við að fullorðnir og unglingar á vegum hróksins öttu kappi við lið sem að mestu leyti var skipað börnum. ég sem dómari sagði að ef við myndum valta yfir þau mættu þau vera fleiri á vellinum. eftir fimm mínútur var staðan 3-1 fyrir tasiilaq.... þurfti að bæta við korteri í uppbótartíma í seinni hálfleik til að við næðum að jafna, 7-7.
björn þorfinnsson, grænlandsmeistarinn að þessu sinni sýndi ótrúlega takta á vellinum en var jarðaður af grænlenskum börnum... hann sýndi líka takta í eldhúsinu og hefndi sín við skákborðið. til hamingju með titilinn, björn.
ísland í dag frá stöð 2 var með í för og hér má sjá fyrsta innslag þeirra frá í kvöld. endilega fylgjast með næstu daga...
grænland er gjörsamlega magnað og flottasta land í heimi. mér þykir orðið verulega vænt um land og þjóð eftir fimm ferðir á austurströnd þessa magnaða lands. krakkarnir eru gríðarlega dugleg í öllu sem þau taka sér fyrir hendur, sem er ekki svo fátt...
þó kulusuk og tasiilaq séu álíka langt í vestur eins og egilsstaðir eru langt i austur frá reykjavík, þá er þetta eins og að stíga í annan heim. þvílík snilld.
ég stóð mig bara vel sem leiðangursstjóri með 40 manna hóp held ég. allavega biluð vinna. hefði ekki gengið án aðstoðar Stefáns Herbertssonar grænlandsfarans ógurlega. hann er snilli. sem og hrafn jökuls sem hóf þetta ævintýri fyrir fjórum árum og planar og safnar pening fyrir ferðum sem orðnar eru held ég ellefu talsins.
en ein að lokum fyrir rauða kross fólk. atli viðar komin í veruleg vandræði við skákborðið hehe...
Bloggar | 22.8.2007 | 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fékk sex vinninga af tíu mögulegum á greenland open eða flugfélagsmótinu sem fram fór bæði
laugardag og sunnudag hér í tasiilaq. 84 þátttakendur, algjör snilld. veðrið frábært og þetta er með fallegri stöðum í heimi.
Bloggar | 19.8.2007 | 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
skakuge i tasiilaq
15. 19. August 2007
Vores islandske skakvenner er igen på besøg i byen med 5 unge spillere som er verdensmester i skoleskak for 14-årige og stormester Henrik Danielsen. Alle er velkommen til frit skakspil og skakundervisning i forsamlingshuset hele ugen. Torsdag er der TOYOTA-turnering til alle.
Fredag er der GLITNIR-turnering til børn og unge.
Der bliver stor Greenland Open Skak Turnering i hallen i weekenden
med pokaler og medaljer til vinderne og mange præmier til de bedste.
Tirsdag Skak i Forsamlingshuset kl. 16 21
Onsdag Skak i Forsamlingshuset kl. 16 21
Torsdag Skak i Forsamlingshuset kl. 15 21 Toyota-skakturnering til børn og unge kl. 16 18 med mange præmier!
Fredag Skak i forsamlingshuset kl. 16 21
GLITNIR-skakturnering kl. 17.
Alle kan være med! Mange flotte præmier!
Lørdag & Søndag kl. 14 i HALLEN:
Greenland Open
FLUGFELAG ISLANDS Skak-Turnering
Alle kan være med til turnering. Der er pokaler og
medaljer til vinderne og præmier til de bedste
deltagere.
Bloggar | 15.8.2007 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
hér er allt í góðum gír. allir komnir með húsnæði og veðrið bara ofsafínt. hópur kom frá reykjavík í gær og var í kulusuk allan daginn. sigldi svo með sigurði ísmanni og co yfir til okkár í tasiilaq um kvöldið. þar á meðal voru fimm ungir heimsmeistara úr salaskóla, og voru þau nokkuð lúinn og sváfu vel í nótt. nú eru háskólanemar úr háskólanum í reykjavík að tafli í kulusuk, kátir biskupar ur hafnarfirði að tafli í kuummiit og slatti hér í tasiilaq. fáum safnaðarheimilið frítt eftir að kennslu þar lýkur og íþróttahöllina um helgina. ofsagaman bara.
Bloggar | 14.8.2007 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
allt bjutiful her i ammassaliq. ferd gekk vel til kulusuk og vedrid brill. sol og blida og 15 stig eda eitthvad. forum 2 ferdir a sex manna jullu stefans, litill plastbatur enda med mikinn farangur fimmmenningarnir. snilld ad sigla a gummibat innanum isjakana i riflega klukkutima. litirnir snilld. haf, fjoll og himinn.
fyndid ad thad kom duddi a spittbat sem var a hvalveidum. honum fannst ganga hægt thvi jullan var ju trodin. vid hoppudum yfir i stpittarann a midri leid med isjaka a hægri hond og sel a vinstri og hann skutladi okkur bara.
annars er bara undirbuningur i gangi. koma næstum 40 manns i næstu viku. var ad ræda vid ismanninn nidri a bryggju en hann sækir lidid i nokkrum hollum. skutlar i tasiilaq og kummiit.
meira sidar, er a internetcafe i hofudborg austur grænlands. thetta er bara snilld. kv, av
Bloggar | 12.8.2007 | 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fer í fyrramálið til grænlands. förum fimm á morgun. svo koma 37 stykki í næstu viku. nóg að plana í sambandi við húsakost og skák í tasiilaq, kulusuk og kuummiit.
þetta verður kúl. hef verið skipaður leiðangursstjóri þannig að ábyrgðin er að sliga mig.
fylgist með hér og þó sérstaklega á www.godurgranni.is
annars tek ég fram að ég keyrði á 90 alla leið frá ak-rvk. nema þar sem átti að keyra á 70. þar var ég á hundraðogtíu........
fékk enga sekt. græddi 30,000 kall hehe
Bloggar | 10.8.2007 | 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
vaknaði klukkan sex. klukkan sex...
rúllaði í góðum félagsskap í gegnum dalvík og alla leið til ólafsfjarðar. í gegnum göngin og alles.
fjórar stangir í fjarðará allan daginn og atli yngri sonur, stangveiðiáhugamaðurinn ógurlegi vígði flugustöngina sína. ellefu ára.
fínt veður og við fimm kátir kallar, ellefu, fimmtán, sextán og tveir aðeins eldri. ekki svo mikið samt.
jökull logi, fimmtán vetra fékk fyrstu bleikju dagsins. að endingu lágu átta stykki í valnum. ég með eitt eintak á maðk en atli fékk þrjár bleikjur á nýju flugustöngina. jökull með eina og úlli frændi með þrjár, enda maðurinn bilaður veiðimaður eins og þeir móðurbræður mínir sem fara með margmilljónera í veiðitúra. nú og arnar líka...
djöll er maður þreyttur eftir svona dag samt. sjitt.
rúlla til reykjavíkscity á morgun. á nítíu á þjóðvegunum. ekki meir....
Bloggar | 9.8.2007 | 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
vakinn eldsnemma. pabbi að fara á sólveigu, trillunni sko, með piltana á sjóstöng. ég með. glimrandi veður enda "ein með öllu" búin og við mokuðum upp ýsunum. tuttuguogfimm og gettu hvað var í kvöldmat....
annars átti viðar litli bró afmæli í gær og hafmeyjuóskir fær hann. helga olsen olsen, mágkona átti afmæli í fyrradag og líka hafmeyjuóskir til hennar. hún ákvað að stinga af til danmerkur. tók með sér son og kall. þá er einum sjálfstæðismanninum minna hér í viku. sem er gott.
undirbúningur hafinn fyrir ólafsfjarðará. fjórar stangir allan morgundaginn. verður kúl. tjú tjú og break a leg arnar...
að öðru leyti var það sundlaug akureyrar og brynjuís í dag. að fríast er 120% vinna.
Bloggar | 8.8.2007 | 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar