bleikir leigubílar

það er eitthvað sem hreyfir við manni, eitthvað svona sætt.... við flotta svarta bensa og alvöru bíla sem rúlla um borgina með bleikt merki á toppnum sem stendur á taxi. og x-ið í merkinu er slaufa.

flott framtak hjá hreyfli/bæjarleiðum að taka þetta upp í einn mánuð. þetta er hreinlega listrænt.

nú, auðvitað er þetta gert til að minna á brjóstakrabbamein, þessar vikurnar er verið að selja bleiku slaufuna til styrktar rannsóknum á þessum vágesti. En þeir sem vilja fræðast um upphafið og til hvers verið er að safna ættu að lesa bloggið hennar lindu vinkonu, og bloggvinkonu, og samstarfsfélaga, en hún er hér auðvitað í vinalistanum mínum. en ef þú nennir ekki að leita að henni þá er hún hér:

http://www.lindaosk.blog.is

 

 


stútur á munn og fabúleringar pbb

eitthvað finnst mér hann páll baldvin pálsson, fyrrum dv-ari og nú fréttablaðsskríbent, hafa misst sig með pistli í dag. fabúlerar um bækling kvikmyndahátíðar og líkir honum við klámmyndaprógram.

minnir mig ansi mikið á ruglið í kringum smáralindarbæklinginn. annars bullar palli eitthvað um lúsuga lunda og að stelpan hafi þurft að fækka fötum til að plokka lundann sem hún heldur á, en hann er gylltur. jamm, gyllti lundinn.

meira að segja mér er farið að blöskra þegar virðulegir - eða þannig sko- fjölmiðlamenn eru farnir að sjá pornógrafíu í öllu þar sem fallegt kvenfólk er á mynd.

sá annars screamers á kvikmyndahátíð í gær. bresk heimildarmynd um skipulagða útrýmingu tyrkja á armenum, sem hófst 1915. "hver man eftir armenum, spurði hitler áður en lagt var út í frægasta þjóðarmorð 20. aldarinnar"...

Myndin er bland af tónleikamynd og pólítískri heimildarmynd um fjöldamorð og töluvert er skoðað hvað er að gerast í darfúr, auk þess sem myndir frá þýskalandi, kosovo og fleiri stöðum þar sem voðaverk hafa verið framin, birtast trekk í trekk og eru svo sannarlega ekki skemmtilegar, en maður hefur nú gott af því að sjá hvað hefur verið í gangi út í hinum stóra heimi.

System of a down er hljómsveitin sem fylgst er með, enda piltarnir komnir af armenum og maður sér tónlistina í nýju ljósi eftir þessa ferð. auðvitað dúndurgóðir, enn betri en mér fannst fyrir klukkan tíu í gærkvöldi...

en ætla að skella mér í kvöld á mynd, sennilega import-export, þó sárþjáður sé, lamaður og fatlaður, á verkjalyfjum eftir tanntöku og fimmfaldan skammt af deyfingu í dag... en á morgun er nýr dagur.


syndandi skoltar

fór í bíó í gærkvöldi. líka í sund. á sama tíma sko. var að græja mig fyrir þrítugsafmæli í hafnarfirðinum þegar atli, yngrabarn, hringdi og vildi komast í laugardalslaug að horfa á jaws...

þetta var nú hálf leim svona samt. skrilljón ungmenni að troða marvaðann í djúpu lauginni - inni - meðan myndin var sýnd í risasjónvarpi, sem var lélegt. en gaman af píkuskrækjum þegar hákarlinn kom og byrjaði að kjamsa á einhverjum brettadúddum.

annars var það þrítugsafmæli síðar um kvöldið hjá honum þórði jafnaðarmanni og lawyer. í samkunduhúsi samfylkingarinnar þar í bæ... borg.

næstfallegasta bæ landsins. á eftir akureyri auðvitað. hefur verið opinber kosning sko.

eftir vinnu í dag var það barnaafmæli í breiðholtinu. við atli rúlluðum þangað og færðum pilti, stefáni erni ingvarssyni, einmitt, syni ingveldar og helgu.... bók um hann valtý prumpuhund og eitthvað sjóræningjadót. enda pilturinn fæddur sjóræningi. svo át ég eins og ég gat af aldeilis frábærum veitingum og brunaði heim. á húsfund. tveggja tíma húsfund á sunnudagskvöldi. en margt að plana þegar maður býr í svona stóru húsi já.

verst að það eru eitthvað um 17 aðrir sem eiga íbúðir í húsinu mínu. næst kaupi ég hús sem ég ætla að eiga einn. hef bara húsfundi þegar ég nenni og vil.


mark twain

sá seinni partinn af spurningaþættinum útsvar. alltaf svolítið gaman af spurningaþáttum sko.

gat eina spurningu sem bókanördarnir gátu ekki. hef spurt marga þessarar spurningar svona að gamni en allir segja að þetta séu ónauðsynlegar upplýsingar. sem þær eru. nema kannski fyrir liðið sem einmitt var að keppa í kvöld.

spurt var út i stikkilsberja- finn. hver var besti vinur hans í bók sem áður kom út??? það var semsagt tom sawyer.

einnig var spurt um rétt nafn mark twain. sem er samuel langhorne clemence. sem ég hef vitað lengi. og hefði semsagt fengið þrjú stig í kvöld, einn og sjálfur. kálfur, álfur.

en tom sawyer er til dæmis lag með rush. algjörlega sjúkt flott lag með trylltu trommusólói. sem tengist einmitt tvennu.

1. ingvar litli bróðir er að fara á tónleika með rush í london. glæst. fer með sigga í 2001. sem er rushfan. og myndanörd. og góður strákur. þar fara þeir að hlusta á tom sawyer. og trees. og margt fleira. og ingvar sér átrúnaðargoðið hann alex lifeson með gítarinn sinn. ingvar skírði eldri sveppinn sinn, svokallaðan, einmitt alexander, til heiðurs alex lifeson. jebbs, bull og vitleysa en fallegt nafn samt.

2. trymbillinn hann hannes í buffinu er mannvitsbrekka mikil. hann er bloggvinur minn líka, eins og bróðurómynd mín hann ingvar. fyrirgefiði, ingveldur...

hannes sló helga seljan út í spurningakeppni í fréttablaðinu en helgi hafði trillað i gegnum margt gáfumennið, viku eftir viku. þangað til hann mætti hannesi og var buffaður.

nú í dag mætti hannes semsagt andra frey, útvarpsmanninum geðþekka og kjaftfora. malaðann alveg. en andri hefur sennilega drepið haug af þokkalega heilum sellum þegar hann var dauðadrukkinn í kastljósinu. alveg á eyrunum. þau bara fylltu hann þarna í settinu.

hvenær verður mér boðið í kastljósið???


gugga á kleppi

kvaddi yfirmann minn til  sjö ára, hana guggu, í dag. algjör toppmanneskja og ég á eftir að sakna hennar. ekki gott þegar maður er að mæra yfirmann sinn svona opinberlega en stundum er það bara svona. ekki allir yfirmenn pein sko...

vann með guggu fyrir löngu á landspítala og nú undanfarin sjö ár í vin. afskaplega vönduð manneskja, hugsjónakona með ríka réttlætiskennd. flokksbundin. jebbs; vinstri hreyfingin-grænt framboð....

svo er hún gift honum einari ólafs sem er toppmaður. ljóðskáld og þýðandi, bókasafnsfræðingur og bara ég veit ekki hvað. þýddi elling. ekki lesið hana en sá myndina. snilld. þó hún sé norsk.

það var veisla fyrir guggu í dag í vin. allir mættir og gjafir og svona.

líka veisla í efstaleiti, höfuðstöðvum rauða krossins. gjafir og svona.... þar hafði starfsfólk staðið í matargerð í alla nótt. agalega dugleg. beikon og egg, amerískar pönnsur með allskyns jukki, hollu og óhollu. veit bara ekki hvað. eða jú, veit það. ís. ís að hætti jóns brynjars. hann er bloggvinur minn og skrifar um ísuppskriftir, ísvélar og er hafsjór af fróðleik. um allan fjandan en þó aðallega ís.

stelpan hún guðbjörg sveins hefur verið í vin i þrettán ár og ég skil sosum vel að hana langi að æða í eitthvað annað. hún er samt alltaf í einhverjum verkefnum hjá rauða krossinum. hefur verið í kosovo. og írak og íran. og súmötru eftir flóðin. líka í palestínu.

en hún gugga hefur semsagt ákveðið að fara að vinna á kleppsspítala, enn og aftur. hún á eftir að hreyfa við liðinu þar. lifi byltingin sko....

fullt af liði kom í heimsókn til að heiðra stelpuna. gott hjá þeim.

tek fram að ég sá að engu leyti um veitingar. enda vinn ég með fólki sem er algjörlega fullfært um það. og ekki nóg með það, þá komu gestir vinjar, þ.e. fólk sem notar athvarfið og hefur einhverntíma lent í einhverjum erfiðleikum í sínu lífi, með pönnsur og dótarí líka.

jamm, veislur og aftur veislur. ekki gaman að kveðja gott fólk þó. bölvað bara.


king kong og kommúnisminn

sá að björn brynjólfsson er að fara að leikstýra íslenskum sakamálaþætti fyrir imbann, byggðan á aftureldingu hans jóns viktors ingólfssonar. enginn hefur sagt nei af þeim leikurum sem haft hefur samband við, sem er jú jákvætt fyrir björn....

las aftureldingu fyrir jólin í fyrra - nema það hafi verið hitteðfyrra.... man ekki. fannst hún ljómandi skemmtileg. vil samt benda gæsaskyttum að lesa hana ekki fyrr en veiðitímabilinu lýkur.

annars vantar mig bókahillur eða lítill bókaskáp. allt orðið blindfullt og á slatta af bókum sem ég hef ekki komist í að lesa. er reyndar með nokkrar í láni líka. hef verið agalega latur þetta árið.

hér í stafla eru svona til dæmis:

first crossing of greenland, um leiðangur nansens og bara verð að fara að lufsast til að byrja. dexter- í dimmum draumi. hlakka til, ágætis lesning um jólin sko hehe. barnið og tíminn eftir ian mcewan, snillingur. svartir englar eftir ævar örn. skammast mín en hef ekki lesið bækurnar hans (og reyndar ekki arnaldar heldur en tek þær í syrpu þegar ég kemst í stuð eða nenni engu öðru), aleister crowley, scrapbook, bók um alveg villtan trylltan villa eða þannig,  þriðja táknið eftir yrsu og hrafninn eftir vilborgu davíðs, gerist eitthvað á grænlandi þannig að það er möst, krosstré eftir jón hall stefáns, íslenskar þjóðsögur og -sagnir, teknar saman af sigfúsi sigfússyni.

svo er hér slatti í viðbót sko: opinberunarbókin eftir rupert thompson, rauðvín og reisan mín eftir örlyg sigurðsson, ströndin eftir alex garland (þessi með di caprio, myndin sko), smáglæpir og morð sem jökull sonur lánaði mér fyrir ógeðslega löngu og er örugglega búinn að gleyma.

nú svo verður maður að kíkja í kommúnisminn eftir richard pipes sem er einhver repúblikani og ruglukollur en það er líka gaman að lesa og vera ósammála ha.

svo síðast en ekki síst er það dögun eftir davíð stefánsson frá fagraskógi. þar var reyndar litli bróðir hann viddi litli í sveit þegar hann var unglingur.

svo er ein hérna áhugaverð sem ég keypti á útsölu fyrir slatta löngu en þarf að skoða betur; shocked and amazed, on and off the midway. fjallar um fólk sem leit öðruvísi út en sauðsvartur almúginn og var yfirleitt plantað í sirkus.

skeggjaðar konur, dvergar, fakírar og allskyns snillingar. á bls 13 er mynd af honum frænda mínum. þar stendur: johann k. petursson, iceland. tallest man in the world in viking costume.

best að fara að horfa á dvd... king kong sem ég á eftir að klára.


kulusuk og kó á alþingi..

 

Fór á alþingi í dag. hún sigríður, starfsmaður alþingis, sem ég man ekki eftirnafn á akkúrat nú, því miður, tók á móti mér og tuttuguogfimm grænlenskum börnum, nú og fleira fólki líka, og sýndi húsið. talaði þessa glæstu dönsku.

Magnús Stefánsson, Birkir J. Jónsson og Bjarni Harðarson tóku á móti liðinu. Þeir eru framsóknarmenn en samt aldeilis yndælir. hafa líka hjálpað til þess að börnin komist hingað að læra að synda.

Guðfríður Lilja Grétars var þarna líka, hún er frábærust. varaþingmaður og forseti skáksambandsins og margreyndur grænlandsfari. og börnin sungu tvö lög fyrir viðstadda. gaman að því.

nú eru þau komin í breiðholtið á fótboltaæfingu hjá ÍR. hún úlla, fótboltaþjálfari ætlaði að vera með þeim og svei mér þá ef hún fann ekki eldri ÍR treyjur handa þeim. ÍR væða austur-grænland. líst vel á það. en áfram KA og fram.... og leeds.

annars fór ég á árshátíð á laugardagskvöld og var lúinn í gær. tókst bara vel. Swiss spilaði og voru góðir. bara helvedde góðir. ólafía hrönn var veislustjóri og var frábær.

fór samt í bíó með atla stubb að sjá adam sandler og co.

betri í dag.


léttur kvöldverður

 

Forréttur

Sítrus- og engifermarineruð Klausturbleikja með sýrðum rjóma,

wasabi, silungahrognum og Dijon-gúrkusósu.

 

Aðalréttur

Lambafillet og hægeldaður lambaskanki með mjúkri kartöflumús,

bragðbættri með dilli ásamt steinseljurót og maltsoðgljáa.

 

Eftirréttur

Heitt súkkulaðitart með djúpsteiktum plantainbanana og

pistasíuís.

 

æi, langaði bara að láta vita hvað ég ætla að borða annaðkvöld.. betra en hjá honum Lýð Odds, vini mínum, sem fólk er farið að blogga um sá ég.

en í kvöld er það pasta með osti, beikon egg og brauð með tómatsósu hjá okkur atla stubb...


fótboltahetjan don carleoni

klikk á myndir til að stækka sko......

andri fótbolti kúlusuk

þetta er einhver alflottasta íþróttamynd sem ég hef séð. höfundur er andri thorstensen, hirðljósmyndari hróksins á grænlandi.

þarna eru félagar úr skákíþróttafélagi stúdenta við háskólann í reykjavík að etja kappi við grænlensk börn í fótbolta. andri gunnars gengur um eins og don carleoni og bjössi bartender og lögfræðingur fórnar höndum.

einn hleypur í vestur og annar í austur og ég bara spyr: hvar er boltinn???

 

fjall og himinn

svo er þessi nú bara kúl líka. það er bara allt ótrúlega flott við þetta land. bílívmí.


spiser du dansk??

við hrannar jónsson, skákdúddi, vorum eitthvað að ræða hið danska tungumál á leið okkar á litla-hraun á föstudag. ég var að sjálfsögðu að monta mig yfir hvað ég væri orðinn góður í dönsku, enda kennir maður jú orðið skák á þessu yndislega tungumáli. með skandínavískum slettum.

hrannar vildi meina að þetta væri nú ekkert léttmeti, danska hrognamálið, þó hann sé býsna sleipur sjálfur.. sendi mér svo til sönnunar jútjúb vídeo því til sönnunar. baunarnir bulla svo bjagað að þeir eiga orðið erfitt með að skilja hverjir aðra svo hvað getur maður sagt, hér uppá klaka????

fynd:  http://www.youtube.com/watch?v=s-mOy8VUEBk

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband