þrjú kíló karfaflök, skorin í bita
eitt kíló rækjur
þrír laukar, skornir
fjórar paprikur, appelsínugular, skornar í ræmur
sveppir, dash
púrrulaukur, ræmaður
ananashringir. margir
karfinn settur í ofnföst mót, svona fjögur eða fimm. sítrónupipar, salt og smá meira krydderí. grænmeti svissað og sett yfir ásamt rækjum.
sósa: rúmlega lítri af léttmjólk hitaður í potti. 2 dósir grænt pestó útí og þrír smurostar af góðri gerð bræddir með. ekki látið sjóða, bara næstum...
hellt yfir gúmmólaðið og ananashringir lagðir yfir öll mótin. betra ef það er mikið.
ostur yfir.
hitað við 180 gráður í 25 mín.
þá er gráðuosti hellt yfir en fyrst þarf að mauk´ann.
10 mín í viðbót.
borið fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði.
í salati er: kínakál, tómatar, gúrka, paprika og græn vínber. má slaka yfir fetaosti.
ógeðslega gott. og ef þú ert ekki ferlega svangur/svöng þá bara minnka magnið þvi þetta er fyrir tuttugu manns.
ís með rjómamarsbountysósu á eftir.
velbekom.
Bloggar | 29.10.2007 | 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
búinn að selja grilljón bækur um negrapiltana um helgina. skrilljón biblíur, nýþýddar við trylltar andans undirtektir gunna kross og svo silljón matreiðslubækur barnanna, en þó aðallega milli tvö og fjögur í gær. þá voru tvær ungar og hressar stúlkur að baka smákökur niðrí búð, beint fyrir framan borðið mitt og gáfu gestum. og mér. jólafílingur bara.
já, best að minnast á það. jólakortin eru komin. en ekki jólapappír. mikið kvartað yfir því..... og jólabækurnar hrynja inn. sjitt hvað maður þarf að fara að lesa eins og .. eins og... já, bara sjitt hvað maður fer nú að lesa mikið sko.
annars skrapp ég í teiti í gær þar sem nokkrir grænlandsfarar hittust í nostalgíuham. og drukku. ég ætlaði aðeins að kíkja því það var auðviað vinna í morgun. en ég gleymdi mér og kíkti ógeðslega lengi. fram á nótt bara. eða undir morgun nánast. sem er ástæða þess að ég svaf nú í einnoghálfan tíma áðan sko. lúinn. en mætti í morgun bara í fíling.
fólk kaupir þrjár og fjórar bækur um negrapiltana. fyrir börn og fyrir fullorðna. þvílíkur hittari. mikið búið að ræða um verkið og auðvitað er ekkert að þessu ha. en myndirnar eru eftir mugg. gerði þær eitthvað nítjánhundruðtuttuguogfjögur eða eitthvað. hafði örugglega aldrei séð negrapilt.
veit það allavega að ef ég hefði myndskreytt þetta svona í gær væri ég í steininum. fyrir rasisma og fasisma og dónaskap. því negrapiltarnir líta út fyrir að vera apar. og aldeilis ekki gáfaðir apar. bara heilalausir eiginlega. enda fækkar í hópnum. en ég skal ekki segja hvernig bókin endar ef þú átt eftir að lesana. en takið eftir því að rauðhærði kokkurinn er sko ekki allur sem hann er séður:)
og svo er fólk að kaupa fullt af biblíum. rauðum og svörtum og hvítum og voða happý. er ekki á jólagjafalista neinna sem hafa keypt nokkur stykki þessa helgina alla vega. víhí. grís og gleði.
sem minnir mig á það að ég var einmitt að borða beikon. líka egg. víhí.
Bloggar | 28.10.2007 | 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
ingveldur, aka bróðurómynd, aka ingvar valgeirsson, bloggóvinur á afmæli í dag. gott á hann. hann er nánast kominn á miðjan aldur. gott á hann og gott á hann.
það sem verra er, er það að ég er stóri bróðir hans. og reyndi ekki einu sinni að ala hann upp, sem sést á bullinu í drengnum, ævinlega hreint. nema hann hefur ágætis tónlistarsmekk og á ágætisbörn, þannig að hann hefur hitt á ágætis tjellingar til fyljunar.
ætla samt að óska honum opinberlega til hamingju með daginn og vona að hann fái eitthvað almennilegt að éta. nú eða drekka. nú eða bæði bara. endilega sendið honum blóm. hann er svo mikið fyrir afskorin blóm. og styttur. blóm eða styttur.
Bloggar | 27.10.2007 | 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fór í ræktina í dag og... já, einmitt. duglegur strákur. fór í ræktina sko. eldaði svo dýrindis núðlusúpu. það tók hátt i fimm mínútur með undirbúningi og öllu.
annars er ég að lesa "neistaflug" eftir tracy chevalier sem einmitt skrifaði stúlka með perlueyrnalokk. farkíng fín bók og þessi byrjar ágætlega. kominn á blaðsíðu þrjátíuogeitt barasta.
annars er ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að lesa eða horfa á alamo í tíví. og hvort ég eigi að poppa. djöfull getur lífið alltaf verið flókið...
Bloggar | 26.10.2007 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
jebbs, byrjaður á námskeiði barasta. fyrirlestrartækni. læra að lesa fyrir þig. eða kannski ekki. býsna gott bara. þarf svo að fara með fyrirlestur fyrir framan liðið en bara búinn að læra að standa og anda. sem er reyndar töluvert mikilvægt. verra að liggja og anda ekki neitt. miklu verra.
annars var ég að pæla í glerskálanum eitthvað um daginn. vann þar fyrir löngu og man þegar við vorum þrír í hádeginu - allir einhvernstaðar í mat - að drepa tímann. skoða stimpilkortin og svona eitthvað mannbætandi.
fórum að lesa nöfnin afturábak á liðinu. sem var auðvitað ekkert annað en bölvað bull. eins og t.d. arnar valgeirsson er nossrieglav ranra. eitthvað svona austur evrópskt eiginlega. en sá sem átti vinninginn var sko pottþétt, allavega þegar maður las hratt yfir, hann gulli. gunnlaugur ólsen.
NESLÓ RUGGULNUGG.
Bloggar | 25.10.2007 | 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
vildi bara deila því með þér að ég eldaði fiskisúpu í fyrsta sinn á ævinni í dag og það fyrir sextán manns. bara djöfull góð sko. svo lærir sem lifir ha. lærir allavega að gera góða fiskisúpu.
annars byrjaði bróðurómynd mín á einhverjum pælingum um one hit wonders hér á bloggbæ um daginn og fær bara svör í lange baner. fólk að tjá sig. ég um numan t.d. því einhver kanavitleysingur sagði numan meðal one hit wondera. og sló sig umsvifalaust til stórhálvitaruddarakrossins. snorri sturlu, sem liggur víst í rúminu með norrænan flensuskít, tók upp málefnið med det samme og getur ekki á heilum sér tekið. enda nokkuð fróður um tónlist, svona almennt. en það á nú reyndar við um ingveldi bróðurómynd líka. tónlist, bíó, byssur og james bond. en þá er það reyndar upp talið.
en pælingarnar voru farnar að ganga út á dynheimaárin í den, villta tryllta villa árin, nú eða tónabæjar, fyrir southlembinga. og ég skellti link á snorra en ræni honum umsvifalaust aftur og set hér: http://www.youtube.com/watch?v=EUiEJQd48M8
enda sló maður nú fram velígrunduðum mjaðmahnykkjum og hliðar saman hliðar í dynheimum undir þessari snilld fyrir, ja, kannski örfáum árum ha.
svo fékk ég þetta sent frá bjöggu litlu har. söngur þessi er reyndar nánast frá dynheimaárunum þar sem hýrir kanar, skreyttir fjöðrum og gallaðir öðrum öskudagsbúningum sveifluðu sér eins og í gaypride. kannski ekki one hit wonder en allavega wonders.... en frændur okkar í norðaustrinu gera þetta á sinn hátt. lífið er ekkert annað en snilld. http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=4052
óska góðra stunda meðan byltingin lifir...
Bloggar | 24.10.2007 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
dexter og spooks. og ríkið í ríkinu sko.
horfi ótrúlega lítið á sjónvarp þessar vikurnar. eiginlega mánuðina. sem er gott. og aldrei á framhaldsþætti.
nema spooks sem voru á þriðjudagskvöldum á ruv. breskir spennu og njósna. helvedde góðir. þriðjudagskvöld voru sjónvarpskvöld. svo kom dexter á skjá einum sem reyndar sýnir haug af alls kyns drasli. en dexter var ekki drasl. yndislega ljúfur náungi sem drap bara stundum. en bara vonda fólkið. örugglega krabbi eins og ég. eða kannski ekki. langaði aldrei að sofa hjá. og tilfinningalaus þannig. samt góður. eitthvað með rísandi krabba sennilega...
en í kvöld byrjaði nýr spennuþáttur á rúv sko, þriðjudagskvöld nebblega.. the state within.
ríki í ríkinu. og hann dúddi sem var þula byrjaði að kynna. "þessir bresku spennuþættir fjalla um sendiherra breta í washington. þættirnir hefjast á þvi að farþegaflugvél ferst í flugtaki og............................................... svo hætti hann bara ekki að segja hvað myndi gerast. hætti bara ekki. gerði smá hlé til að anda og svo gusuðust út úr dúddanum upplýsingar sem mig langaði bara ekkert að heyra. eitthvað um strengjabrúður og þandar taugar og svik og pretti hjá könum og bretum og hver væri kænn og hverjum væri ekki gott að treysta....
sjitt. vissi semsagt hvernig þessi þáttur yrði en hann var fínn samt. næstu sex þriðjudagskvöld eru sjónvarpskvöld. bretarnir eru tuttugu sinnum betri í spennuþáttum en kanarnir sko.
það er nebblega ríki í ríkinu.
Bloggar | 24.10.2007 | 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
tók hérna alveg beint af panama.is nokkrar staðreyndir um hið öfluga landslið liechtenstein, sem traðkaði á okkar mönnum um daginn. þetta sýnir nú bara hvað við erum í raun í djúpum sko. alveg ofsadjúpum bara.
ég hef varið eyjólf og bent á að hann þurfi tíma o.s.fr. og auðvitað þarf hann það. en það er eins og það sé engin virðing fyrir því sem hann segir og við vorum að farast úr ánægju yfir jafntefli gegn spáni á heimavelli, einum fleiri allan leikinn! ekki gott, ekki gott.
annars var ég að skutla jökli á stokkseyri áðan eftir að við horfðum á mýrina. og gettu hvað... já, það var rigning á heiðinni. alla leið og alla leið heim. pabbahelgi lokið en staðreyndir hefjast...
það má líka bara byrja á númer eitt..og lesa upp.
17. október 2007 var svartur dagur í íslenskri íþróttasögu, en þá náði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þeim stórmerkilega áfanga að tapa 3-0 á móti dvergríkinu Liechtenstein. Niðurlægingin var algjör og eru eflaust margir á því að það þurfi að fara heil 40 ár aftur í tímann til þess að finna viðlíka skammarleg úrslit, en þá töpuðu Íslendingar 14-2 fyrir Dönum eins og frægt er. Liechtenstein er frægt fyrir allt annað en að geta eitthvað í knattspyrnu. Björn Bragi Arnarsson tók saman nokkrar staðreyndir sem gefa góða mynd af því hversu hrikaleg þessi úrslit eru í raun og veru.10.
Liecthenstein er 160,4 ferkílómetrar að flatarmáli og þar búa um 34.000 manns - örlítið fleiri en í Kópavogi. Ísland er 103.000 ferkílómetrar að flatarmáli og hér búa um 313.000 manns. Það þýðir að Liechteinstein er u.þ.b 640 sinnum minna og níu sinnum fámennara en Ísland.
9.
Í Liecthenstein er engin knattspyrnudeild. Sjö fótboltalið er hins vegar að finna í þorpum ríkisins en þau leika öll í neðri deildunum í Sviss, sem er nágrannaþjóð og stóri bróðir Liechtenstein.
8.
Thomas Beck, sem skoraði tvö af mörkum Liechtenstein í leiknum, leikur með liði í þriðju deild í Austurríki sem heitir Blau-Weiß Feldkirch. Ef Blau-Weiß Feldkirch léki á Íslandi er ólíklegt að það ætti roð í nokkurt lið í Lansbankadeild karla. Annars leikur meirihluti landsliðsmanna Liechtenstein í 2. og 3. deild í Sviss.
7.
Byrjunarlið Íslands var skipað leikmönnum úr efstu deild á Englandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi, Noregi og Svíþjóð.
6.Liechtenstein er í 164. sæti yfir bestu landslið heims samkvæmt Elo-skalanum, sem mælir styrkleika landsliða. Í sætunum fyrir ofan eru fræknar knattspyrnuþjóðir á borð við Grenada, Saint Lucia, Svasíland og Zanzibar. Ísland er í 106. sæti á þessum lista.
5.
Landslið Liechtenstein er það eina sem hefur nokkru sinni tapað fyrir landsliði San Marino. Það gerðist 28. apríl 2004. Það er eini leikurinn sem San Marino hefur unnið í sögunni, en liðið tapar leikjum að jafnaði með 4-5 marka mun.
4.
Stærsti sigur sem landslið Liechtenstein hefur unnið var gegn Lúxemborg 13. október 2004. Þá vann Liecthenstein 4-0 og voru því einu marki frá því að jafna metið í leiknum gegn Íslendingum.
3.
Stærsti ósigur Liechtenstein átti sér stað 9. nóvember 1996 þegar liðið tapaði 11-1 á heimavelli fyrir Makedóníu. Makedóníumenn hafa í gegnum tíðina þótt svipaðir að styrkleika og íslenska landsliðið.
2.
Frá árinu 1982 til ársins 2002 - á heilum 20 árum - vann landslið Liechtenstein aðeins tvo leiki og skoraði að meðaltali eitt mark á ári. Annar leikjanna sem liðið vann var 2-1 sigur á móti Azerbadsjan árið 1998. Eftir þann leik liðu svo fjögur ár án þess að Liechtenstein skoraði mark í leik.
1.Fyrir nokkrum árum ákvað breski rithöfundurinn Charlie Connelly að skrifa bók um landslið Liechtenstein, vegna þess að honum þótti það svo stjarnfræðilega lélegt. Connelly fylgdi landsliðinu eftir í undankeppninni fyrir HM 2002 og skrifaði um reynslu sína í bókinni Stamping Grounds: Liechtenstein's Quest for the World Cup. Í þeirri undankeppni tapaði Liechtenstein öllum leikjum sínum og skoraði ekkert mark.

Bloggar | 21.10.2007 | 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sex börn á heimilinu í dag. 6 stykki. tveggja til sextán ára.
einar helgi guðlaugsson, 16, sauðárkrókur
Alexander ingvarsson, næstum 16, grafarvogur
jökull logi arnarsson, 15. stokkseyri
atli arnarsson, næstum 12, reykjavík,
stefán örn ingvarsson, 4, breiðholt
rebekka óskarsdóttir, 2, kópavogur
sjúkket... var eins gott að það er endurskoðunarákvæði í samningnum sem ég gerði við sjálfan mig með að koma með eitt stykki í seinnihálfleik. klukkan er þrjú og ég er dead....
Bloggar | 20.10.2007 | 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
móðir mín, hún obba, nú eða sigrún björnsdóttir eins og einhverjir vilja kalla hana, tók þá ákvörðun fyrir ekki svo löngu að hætta barasta á vinnumarkaði, eftir aðeins 51 ár þar á bæ. ´
hún hefur verið andlit akureyrar undanfarin ár, tekið á móti gestum á skrifstofum bæjarins, svarað í síma og svoleiðis og fannst bara nóg komið. hún var að vinna á verksmiðjunum, gefjun, iðunn og því dæmi, hjá kea í búðunum og sá um vinnumiðlun um hríð og gerðist tölvuséní svona gengin inn í seinni hálfleik eins og maður segir. en í byrjun vann hún hjá símanum og heldur ennþá sambandi við tjellingarnar sem unnu þar. húsmóðirin lét sér ekki muna um að skokka heim í hádeginu, elda mat fyrir strákana sína og svo mætt aftur klukkan eitt. jebb, og skúraði svo fyrir eitthvað lið svona á kvöldin og um helgar.
ég þakka henni fyrir mína hönd, og held ég bara akureyringa almennt, fyrir vel unnin störf. þau hjónin, sómahjónin, komu okkur piltunum til manns, þó við séum nú eins og við erum.
semsagt, gáfaðir og fallegir en varla taldir miklir viðskiptafræðingar...
pabbi hefur nú aldeilis lagt til sinn skerf, unnið eins og kreisí og gerir reyndar enn og nú á sínum taxabíl og finnst hræðileg tilhugsun að þurfa bráðum að hætta.
það sem mér finnst nú eiginlega fyndið er að mamma trillar oft í vinnuna og svo heim og trillar svo í göngutúr og kíkir á myndlistarsýningar og fer á námskeið og er svo alltaf jafn hissa á því hvað hún sé lúin á kvöldin. heldur að eitthvað sé að. það er nóg að vera súperwoman í 67 ár. svo gerir maður eitthvað annað.....
gaf henni heilsukodda. vona að hann sé góður þó sennilega hefði ég átt að gefa henni gönguskíði eða hjólaskauta....
arnar smári, stóri strákur en samt litli frændi, viðarssonur, er fimm ára í dag. fimm ára töffari. er örugglega eins og eldflaug akkúrat núna eftir köku-og sykurát en vonandi í glimrandi fíling. til hamingju kæri frændi.
flekkur, sem nú er reyndar látinn, hamsturinn hans atla míns, hefði líka átt afmæli í dag, hefði hann verið meðal vor. held bara fimm ára líka. en hann væri þá orðinn algjör ellikall og lúinn. fékk friðinn bara um miðjan aldur. en til hamingju samt.
svo er komið nýtt vísatímabil. en það skiptir ekki máli því ég er ekki með svoleiðis. allavega ekki nú. en til hamingju með það samt, vísa eigendur. þangað til þið fáið reikninginn.
Bloggar | 18.10.2007 | 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1934
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar