tek þessa grein af skak.blog.is og redcross.is
skammast mín ekkert því ég á eitthvað i þessu og tók myndir...
Þar sem Guðbjörg Sveinsdóttir lét nýlega af störfum sem forstöðumaður Vinjar, athvarfs Rauða krossins, og Þórdís Rúnarsdóttir tók við, hélt skákfélag Vinjar mót þeim til heiðurs strax uppúr hádegi, mánudaginn 12. nóvember.
7 þátttakendur voru tilbúnir í slaginn en þær stöllur, núverandi og fyrrum stjórar, fylgdust með. Segjast ekki tilbúnar í keppni.
Þórdís lék fyrsta leikinn í skák þeirra Björns Sölva Sigurjónssonar og Árna Jóhannssonar og svo tefldu allir við alla. Umhugsunartími 7 mínútur á mann og var mótið afar spennandi þrátt fyrir nokkrar frumlegar skákir.
Björn Sölvi sigraði að lokum, fékk 5 .5 vinninga í sex skákum en Guðmundur Valdimar Guðmundsson náði jafntefli við kappann.
Það var þó Haukur Halldórsson sem varð annar með fimm vinninga og þau Árni Jóhannsson, hinn síspræki unglingur sem kominn er yfir áttrætt og Embla Dís Ásgeirsdóttir, sem gengið hefur undir nafninu "súper dúper skakdronning" eftir frammiststöðu sína á Flugfélagsmótinu á Grænlandi í sumar, eða Greenland open, sem höfnuðu í þriðja sæti, saman.
Eftir fjórar umferðir var kaffipása með döðlubrauði og pönnukökum áður en ráðist var í tvær síðustu umferðirnar.
Allir fengu vinninga, bækur, geisladiska eða dvd diska og voru sáttir með sitt.
Hrókurinn hefur aðstoðað skákfélag Vinjar við æfingar og uppákomur undanfarin fjögur ár og alltaf er teflt á mánudögum kl. 13. Saman standa Hrókurinn og skákfélag Vinjar að ýmsum uppákomum og eru væntanleg jólamót á nokkrum stöðum á næstu vikum.
á fyrri myndinni er guðmundur valdimar að byrja skákina sem endaði jafntefli á móti birni sölva. á hinni er gugga glottandi yfir riddarabyrjun þórdísar. önnur er geðhjúkrunarfræðingur og nokkuð góð í því. hin félagsráðgjafi og nokkuð góð í því. hvorug þó verðandi íslandsmeistari í skák.....
sem minnir mig reyndar á það að ég sagði eitt sinn á blogginu að hrannar baldurs yrði aldrei heimsmeistari þó hann sé ágætur sko. hann fór til útlanda og kom með heimsmeistaratitil í vasanum. sem þjálfari en það skiptir ekki... aldrei að segja neitt svona arnar. skamm.
Bloggar | 13.11.2007 | 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
laugardagur: óvissuferð með máli og menningu. rúta og bjór.
skoðuðum beisinn. sem heitir keilir. fengum donuts. og instant kaffi. svo virkjunina að svartsengi. fengum ekki baun. fórum að reykjanesvita, rúlluðum krísuvíkurleiðina og fengum súpu á hafinu bláa. ekkert leiðinlegt sko enda góðmennt.
bjarki las upp úr nokkrum jólabókum og sló í gegn. á meðan ég sötraði campari.
sunnudagurinn ekki hress, þannig sko. var í vin í tvo tíma og svo í máli og menningu í sex tíma og skúraði svo í vin fram að miðnætti. sem þýðir að mánudagurinn var svolítið lúinn til að byrja með. en eldaði samt grænmetissúpu, kraftmikla til að mæta íslenska haustinu og allir hresstust. ég líka. tuttugu manns átu þannig að potturinn var stór.
svo var guðbjargar/þórdísarmótið í skák. ekki nema sjö þátttakendur en stórskemmtilegt. guðbjörg var semsagt að hætta sem yfirmaður minn og þórdís tók við. þeim til heiðurs. þær fengu líka vinninga. og daníel sem var með kaffið líka og björg sem bakaði döðlubrauð líka. jebbs, björn sölvi vann enda fyrrum reykjavíkurmeistari í skák. var bara nokkuð kúl sko. ekki afleitt. aldeilis ekki.
á morgun er þriðjudagur. hvað hann ber í skauti sínu hef ég ekki hugmynd um. ekki enn.
Bloggar | 12.11.2007 | 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
í dag kom út fyrsta bókin sem bókaforlagið skuggi gefur út. "þar sem vegurinn endar" eftir hrafn jökulsson. ætla að lesa hana.
svo ætla ég að lesa "hnífur abrahams" eftir óttarr norðfjörð. sá hinn sama og skrifaði metsöluritið/blöðunginn (sem var nú bara a4 blað) "hannes" fyrir síðustu jól.
svo langar mig að lesa "hótel borg" og reyndar margt fleira en ætla fyrst að klára "neistaflug" eftir tracy chevalier sem ég ætla greinilega að vera óratíma með, enda finnst mér alltaf nóg að gera eitthvað...
segi bara velkominn heim atli... við son minn sem kom frá reykjum i dag þar sem 12 ára börnin pöruðu sig i lange baner....djí, strax kominn með áhyggjur sko. hringdi í hann í kvöld. honum fannst gaman og lenti í fjórða sæti í borðtennismóti sem ekki er alslæmt. sjálfur varð ég nú einu sinni í fjórða sæti í akureyrarmótinu í borðtennis. ekki fyrir löngu síðan. var held ég fimmtán.
við henrik danielsen fórum á hraunið að tefla í dag. stuð og fjör en það kom mér svoleiðis stórkostlega á óvart að það skyldi vera þoka á heiðinni.... eða kannski ekki þannig.
hélt fyrirlestur á námskeiðinu sem einmitt heitir fyrirlestrartækni í gærkvöldi. klúðraði bigtæm. enginn verður óbarinn fyrirlestrartæknifræðingur ha. ekki sénsinn.
ekkert grænland í bili, sjitturinn. seinna bara. það eru sko ekki alltaf jólin ha.
Bloggar | 9.11.2007 | 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
langaði bara að sýna hin ýmsu svipbrigði skákarinnar fyrir westan. verðandi stórmeistara grænlands.
EN..............................
svo er bara spurning hvort við náum ekki að kíkja þarna yfir og skella upp jólamótum fyrir krakkana í kulusuk, tasiilaq og kuummiit. sjitt hvað það væri nú gaman. þeir sem eiga hellings pening mega styrkja sko... helling.
Bloggar | 7.11.2007 | 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sá að bensínið er komið í 130,7 krónur takk fyrir. 95 oktan ef maður dælir sjálfur. djöss glæpamennska barasta. man ekki eftir að þetta hafi verið svona dýrt áður. og hefur þó ekki verið ódýrt ha.
annars skrapp ég aðeins á listsýningu í dag. auga fyrir auga á hverfisgötunni. snilldarsýning sem auðvitað klárast í dag. ungur listamaður, ásgeir minnir mig, hefur tekið myndir af lundum, mest hér í nágrenni reykjavíkur, akurey og víðar, og prentað á striga. hann hefur pælt í lundanum að undanförnu og þeir eru sko í bráðri lífshættu og fáar pysjur komast á legg. flottar myndir.
http://www.puffinmemorial.com/
það er hellingur að gerast í listalífinu sko. ekki bara uppskrúfaðar sýningar í stóru galleríunum. takk fyrir það jebbs.
Bloggar | 5.11.2007 | 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
skrapp á stokkseyrina í aldeilis yndælis veðri. roki rigningu og allskyns skít eftir að piltarnir höfðu farið að sjá balls of fury í háskólabíói. jebbs, fínasti sunnudagsbíltúr barasta, koma piltunum heim til sín. stórborgirnar reykjavík og stokkseyri.
en ég svaf til hálfellefu í morgun já, takk fyrir það. atli vaknaði ekki fyrr, ótrúlegt nokk, en spratt á fætur í grand theft auto ofkors. friðurinn úti...
móðir mín húsfreyjan, sú dásemdarkona, er í bænum og snæddi með okkur piltunum kvöldverð í gær. verst að ég svaf ekki út þá og var ekki eins hress. en þetta er alltílagi því á morgun er mánudagur og þá er maður sko ekki hress. nema ég lufsist í rúmið. sem er erfitt.
annars er það ammassalik eftir þrjár vikur og ég er hress með það. hress eins og barði. sem er frægur fyrir margt og þó aðallega júróvísjón, sem hann ætlaði sér eflaust ekki. snilli samt.
búinn að kaupa fullt af jólagjöfum. ég. fáránlegt bara því ég þoli ekki jólin. en þá er það að einhverju leyti afstaðið sem er gott. farinn að lesa neistaflug svo ég klári þetta nú einhverntíma...
annars er metersdjúpur snjór í ammassalik og skítakuldi. frábært. ekkert fallegra en austur grænland að vetri til. kemur manni bara, ja, þori varla að segja það. júbbs. í jólaskap bara.
Bloggar | 4.11.2007 | 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þakka þér fyrir, farkíng stjörnuspá. farðu á stefnumót við sjálfan þig já. eins og maður hafi nú ekki margoft farið á brilljant deit með sjálfum sér ha. takk kærlega.
ef ég leita fyrst fullnægjunnar og á að fara á stefnumót með sjálfum mér og sættast svo við sambandið, þá liggur þetta nokkuð ljóst fyrir. thanx very much sko. legg inn umsókn um EINS manns herbergi á hrafnistu... helvíti löng bið sko.
Krabbi: Þótt þú vonist eftir sambandi sem veitir þér fullnægju, er betra að leita fyrst fullnægjunnar og síðan sambandsins. Farðu á stefnumót við sjálfan þig.
Bloggar | 2.11.2007 | 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fékk nýjan boss í dag. þórdís rúnarsdóttir. vonandi rekur hún mig ekki. velkomin til starfa...
samkunda í dag í aðalskrifstofum rauða krossins, haustfundur starfsfólks athvarfa rauða kross fyrir fólk með geðraskanir. ekki nóg með það, kynnt ný og ekki svo ný athvörf og klúbbar á húsavík, egilsstöðum, ísafirði og selfossi. og auðvitað reykjanesbæ sem er ekki glænýtt.
fyrirlestrartækni. námskeið í því í kvöld. brilljant. valdís kennari skemmtileg og nú kann ég betur að anda og standa og róa mig og allt það. næst er það alvaran bara.
afmælisbörn dagsins eru hrafn jökuls sem er norður á ströndum að bíða eftir nýju bókinni sinni úr prentun og svo afmælisbarn dagsins hjá ingveldi bróðurómynd hann villi goði. vg. jebbs, vg. til hamingu báðir og sosum öll afmælisbörn.
Bloggar | 1.11.2007 | 23:05 (breytt kl. 23:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
maður á alltaf sín lög. svo á maður lög með fólki. sum lög minna mann á fólk. það er bara svona sko.
komst að því um helgina að hurricane með dylan er lag skákíþróttafélags stúdenta við háskólann í reykjavík. ekki spurning. svo er annað dylan lag, I and I, sem minnir mig á scoresbysund þar sem fengum okkur rauðvín og bjór í vor. hlustuðum á tónlist. mikið á I and I...
í tvítugsafmæli mínu, fyrir - var ekki einhver sem sagði að tími væri afstæður ha - ja, allavega, ekki svo ógeðslega mörgum árum síðan, nokkrum, afstæðum nokkrum, hlustuðum við félagarnir á "it´s my life" með talk talk tvöhundruð sinnum. næstum. ég og kristján og svenni. lagið hefur loðað við frænda minn og vin, stjána bjarna, síðan. svenni er meiri genesiskall. allt með genesis minnir mig á svenna. þó stjáni sé það líka.
þó rush minni mig alltaf á ingvar þá var það skapti sem kom mér upp á lagið. með plötunni signals. rush minnir mig á skapta.
við auður áttum saman "nothing compares to you" sem prince samdi. og sinead söng. svo hættum við sambandinu. hef varla heyrt lagið síðan, svona ef maður pælir í því..
svo hefur maður átt eitt og eitt með einhverjum tjell.. aðallega á yngri árum. nú er það meira að lesa og horfa á myndir og tölvan og svoleiðisssssss.........red red wine með ub40 og svona. vangalag sko... i den.
ég á cars með numan aleinn. sá það í sjónvarpinu þegar ég var unglingsbarn og keypti mér "the pleasure principle" plötuna um leið. svo tuttuguogtvær plötur með numan síðar. jebbs, þannig er nú það.
heaven and hell með black sabbath eru sævar og jói þegar við unnum saman á grundarfirði. algjörlega.
hvaða lag átt þú ha? og með hverjum, ha? opnaðuðig bara.
Bloggar | 31.10.2007 | 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gunnar Sigurður Magnússon, GSM, fullorðinn vinur minn, listmálari og allsherjarlistamaður, laumaði að mér bréfi sem hann fann og þótti kraftmikið. mér finnst þetta ótrúlega magnaður texti og þú þekkir þetta kannski barasta, en ég set samt inn. þetta er á a4 blaði, skrifað með svona næstumþví skrautskrift, en er enn magnaðra því skrautskriftin er sko ekkert fyrsta flokks:
Til umhugsunar
Ég er öflugri en allir herir heimsins samanlagðir. Ég hef tortímt fleiri mönnum, en heimsstyrjaldirnar. Ég hef orsakað milljónir slysa, og lagt í rúst fleirri heimili, en öll flóð, stormar og fellibyljir samanlagt. ég er slyngasti þjófur í heimi. ég stel þúsundum milljarða á hverju ári. Ég finn fórnarlömb meðal ríkra sem fátækra, ungra sem gamalla, sterkra sem veikra. Ég birtist í slíkri ógnarmynd að ég varpa skugga á sérhverja atvinnugrein. Ég er þrotlaus, lævís og óútreiknanlegur. ég er allsstaðar, á heimilum, á götunni, í verksmiðjunni, á skrifstofunni, á hafinu og í loftinu. ég orsaka sjúkdóma, fátækt og dauða. Ég gef ekkert, og tek allt. Ég er versti óvinur þinn.
Ég er Bakkus
Bloggar | 30.10.2007 | 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1932
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar