fullkomið líf með hrútnum hreini

 

milli þess sem júrógengið dillar sér í sjónvarpinu og þess að símaóðir íslendingar hafa hringt inn sigurvegarann, þá er besta sjónvarpsefni sem í boði er í dag á dagskrá.

hrúturinn hreinn hrúturinn hreinn. í kvöld var þáttur númer sjö og bara þrjátíuogþrír eftir. þetta er ekkert annað en gargandi snilld og þátturinn í kvöld var fyrirrennari biggest looser þáttanna og unnin að einhverju leyti upp úr rocky, fyrstu mynd.

hrúturinn hreinn 2 en svo vann júróbandið, akkúrat núna, með fullkomið líf. ef hreinn hefði ekki verið væri það sko algjörlega ófullkomið.

shaun_the_sheep_preview_catch næstu þrjátíu og þrjú laugardagskvöld eru sjónvarpskvöld....


næring andans og mallans

 

fór í bókaútgáfuteiti hjá http://www.bjartur.is/ í kvöld. þar var fullt af fólki. fullt af veitingum eins og bjór og líka rauðvín og hvítvín en... ég var á bíl.

þar var líka snittubrauð og ostar og ólífur og svona en.... ég var saddur. nýbúinn á american style með mömmu og pabba.

þau voru nebblega að koma frá svíþjóð og bara hress. voru hjá honum hödda og henni bíbí. höddi er bróðir mömmu og er bassaleikari. hann hefur spilað með benny goodman. og sven ingvars band. nú og hljómsveit ingimars eydal. en nú spilar hann á skemmtiferðaskipum með einhverjum voða flinkum köllum, trommarinn var í abba og hinir líka voða frægir. þau fóru með í skemmtisiglingu þar sem boðið var upp á kampavín fyrir, já fyrir morgunmatinn. og allir byrjaðir að dansa á ballinu klukkan sjö um kvöldið. tóm gleði.

en á morgun er það sala bókanna frá bjarti og forlaginu og öllum hinum forlögunum í máli og menningu. líka á sunnudaginn en þá er sko líka afmælisveisla. tólf ára afmæli með súkkulaðiköku og bananaköku og biluðu stuði. afmælisbarnið, sem þó verður ekki tólf fyrr en á fimmtudaginn næsta, leikur létt lög fyrir gesti. og ingvar bróðir líka ef hann þorir.


vondir hjá tímtok

 

þarna fyrir rúmum sextán mánuðum var næstum búið að ráða luiz felipe scolari, hinn brasílíska, sem einvald enskra. það fór allt bókstaflega á hliðina þarna í englandi og algjörlega ótækt annað en ráða innfæddan. þennan dúdda, steve mcClaren.

Steve_McClaren_sacked_as_England_boss_599331 sjitt hvað þeir eru vondir við hann hjá teamtalk. enda segir macca að þetta hafi verið sorglegasti dagur lífs síns, þegar england tapaði fyrir króatíu og komst ekki á evrópumótið. jamm, það er reyndar soldið sorglegt. en kannski eru þeir bara ekki betri en þetta. maður kannast við þetta. ekki eins og við séum að gera rósir heldur ha.

en nú er það þannig að helstu kandídatar eru sko ekkert enskir heldur rammútlenskir. og þó mourinho hafi ekki áhuga - nema á portúgalska liðinu að eigin sögn - eru nokkrir aðrir nefndir á helstu fótboltamiðlum.

martin o´neill. held ég íri og þá ekkert svaka mikill útlendingur. stjórnar aston villa.

arsene wenger. franski séntilmaðurinn. stjórnar arsenal og gengur ekki illa.

guus hiddink. magnaður þjálfari en hann fer með rússa á em og það á kostnað englendinga. klárar það djobb pottþétt til að byrja með.

luiz felipe scolari, fyrrnefndur brassi. hann er hinsvegar að fara líka á em. með portúgali. það hlýtur að hafa forgang.

harry redknapp. sennilega besti englendingurinn í bransanum í dag. en það er ekki það sama að vera með félagslið og landslið sko. snillingur í að finna menn i liðið sitt en kannski erfiðara að finna enska í landsliðið ha. en auðvitað freistar djobbið.

fabio capello. ítalinn sem hefur náð frábærum árangri með mörg lið. gerði nú síðast real madríd að spánarmeisturum. en það var ekki nógu gott fannst þeim þar. fannst þetta ekki nógu grand sigur og ráku kallinn. hann er örugglega geim.

McClaren1_597801 en þessi mynd var tekin af mcClaren eftir leikinn og birtist á teamtalk áður en hann var rekinn. pínu áhyggjur en ekki tótal örvænting.

mcclarenpresser_412_g ekki eins vondir á soccernet. en hann myndast kannski bara ekki neitt voða vel greyið....

 

 

 

hef það fyrir sið að gera ekki "bloggafrétt" blog. þó má gera undantekningar. ef það er verið að ræða um KA, Leeds eða enska landsliðið.......


mbl.is Mourinho hefur ekki áhuga á að taka við enska landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mannanna börn yfir poppi

 

lagðist yfir dvd í nótt. jebbs, í nótt, svona í staðinn fyrir að fara að lúlla bara. poppaði og alles. svo þegar myndin var búin nennti ég bara ekki á fætur. lá bara undir teppi og vaknaði í morgun við þingræður alþingismanna. ósköp kósý.

en myndin var children of men. held ég bara tilnefnd til þrennra óskara. í aðalhlutverkum þrír töffarar, julianne moore, clive owen og michael cane.

children-of-men-poster-1 gerist 2027. og gerð eftir sögu p.d. james. allt í upplausn. konur geta ekki eignast börn. yngsta barnið í heiminum er átján. jamm, lítur ekki sérlega vel út.

eins og segir á coveri: the year 2027. the last days of the human race. no child has been born for 18 years. he must protect our only hope.

það er verið að tala um hann theo dylan sem er eiginlega og þannig séð clive owen. hann á að redda málunum, enda átti hann víst alveg séns í að verða nýjasti james bond. sem hann varð reyndar ekki.

og hér kemur snilldin. þeir sem ekki kunna sænsku, fari bara á námskeið hehe.....

"jordens invånere klarer inte längre av att foröka sig. världens yngste medborgare har precis avlidit, endast 18 år gammel. och mänskligheten tvingas inse att den är på väg att dö ut. byråkraten theo har förlorat tron på framtiden men när mänsklighetens sista hopp (það er von sko, ekki hopp), en gravid kvinna, plötsligt dyker upp bestämmer han sig för att hjälpe henne. men även andra är intressarede av att få tag i kvinnan och"...

jamm, þá byrjar spennan. myndin fín. mæli með henni. maður er alveg bara lamaður á eftir og kemst ekki uppúr sófanum.


stundin okkar

 

man þegar ég var svona tíu ára. bjó í víðilundinum. var í fótbolta við neðsta raðhúsið í akurgerðinu. vorum með fótboltalið. úva (úrvalslið víðilundar og akurgerðis). spiluðum við hin hverfin.

annað markið var tvær peysur. hitt var þvottasnúrurnar. og ég var í marki. jebbs, þeim megin.

það kom skot, algjör dúndra. sennilega frá óla gumm (nema það hafi verið maggi siguróla, eða ármann sem er orðinn þingmaður. nú eða nonni vídalín). og ég skutlaði mér og skall með hausinn í þvottasnúrunum. eða réttara sagt járninu sem hélt uppi snúrunum sko.

stjörnur sá stjörnur. alveg heilu stjörnuhvolfin bara. eins og í andrésblöðunum...

klukkan var svona hálfsex. ég trítlaði heim og enginn heima - vniktonía dóma, muniði!

klukkan var þá kortér í og barnatíminn átti að byrja klukkan sex. ég stillti bara eldhúsklukkuna á sex og kveikti á sjónvarpinu.

 

klóraði mér svo heillengi í kúlunni á hausnum og skildi ekkert í því af hverju ég þurfti að bíða svona lengi eftir að barnatíminn byrjaði ha....


urizen og mjólkurstelpan

 

tónleikar í kvöld. gítarliðið hjá tónskóla sigursveins. allir að spila í breiðholtinu. þar á meðal yngri gaur, atli. rúllaði þessu upp enda hélt hann einkatónleika fyrir föður sinn á laugardagskvöldið. alveg til hálftólf. það var reyndar meira rokk. nú var það klassíkin bara.

gaman að eiga syni sem eru gítargaurar. ætlaði að vera það sjálfur en gat aldrei neitt.

annars er ég enn að lufsast með neistaflug eftir tracy chevalier. þessa sem skrifaði stúlka með perlueyrnalokk. þessi er ekki eins auðmelt en samt góð sko. og william blake er kominn til sögunnar. hann er einn af mínum uppáhalds. alveg snar... en snillingur. ótrúlega flinkur að teikna og mála. líka að skrifa og yrkja.

mestu snillingarnir eru hvortsemer alveg snar.

Jan-Vermeer_milkMaid_f

í stúlkunni með lokkinn var það jan vermeer, hollenski listmálarinn sem málaði mjólkurstúlkuna, sem meðal annars er verið að stæla í íslenskri auglýsingu, sem var aðal-aukahetjan. sýnist það ætla að vera blake núna. glæst. hann bjó til sinn eigin guð. fílaði ekki hinn. nú eða hina. gerði bara sinn eigin sko. minnir að hann heiti urizen.

Blake

ó, urizen vors lands,

ó, lands vors urizen.... oj oj, má ekki svona. skamm arnar.

en ég held áfram, ótrauður. verð að klára því það er svo margt sem á eftir að lesa maður. ógeðslega margt. endum á einu frægasta ljóði williams blake, the tiger...

Tiger! Tiger! burning bright
In the forests of the night,
What immortal hand or eye
Could frame thy fearful symmetry?

In what distant deeps or skies
Burnt the fire of thine eyes?
On what wings dare he aspire?
What the hand dare seize the fire?

And what shoulder, and what art,
Could twist the sinews of thy heart?
And when thy heart began to beat,
What dread hand? and what dread feet?

What the hammer? what the chain?
In what furnace was thy brain?
What the anvil? what dread grasp
Dare its deadly terrors clasp?

When the stars threw down their spears,
And watered heaven with their tears,
Did he smile his work to see?
Did he who made the Lamb make thee?

Tiger! Tiger! burning bright
In the forests of the night,
What immortal hand or eye
Dare frame thy fearful symmetry?


upptakan

 

var í boði í byrjun júní 1994. opnunarleikurinn á HM (eða fj.. var það EM) var um kvöldmat 17. júní. Þýskaland og svei mér, man ekki hvaða lið.

en, þarna voru sigrún og geir. svona meðal annara. sigrún alveg kasólétt og skrifuð inn um miðjan mánuðinn.

við geir töluðum um fótbolta. eins og við gerðum alltaf þegar við hittumst. og ég sagði:

jæja geir. nú er opnunarleikurinn 17 júní. hvað gerirðu nú ef sigrún tekur upp á því að fara upp á deild og eignast barnið akkúrat þá???

og hann sagði: já, það er nú það. ætli ég verði þá ekki bara að fá einhvern til að taka upp fyrir mig...

 

...fæðinguna.

 

mér fannst þetta agalega fyndið og finnst enn.

skilst að sigrúnu finnist þetta ennþá jafn lítið fyndið og henni fannst þá.

aumingja geir.


nasi há

 

right. dagur íslenskrar tungu sko.

segi bara eins og snorri kristjáns, þegar hann sem barn var spurður að því hvort hann ætlaði að verða skáld;

nei, þeir eru alltaf fullir og deyja ungir....

 

(held hann hafi ekkert verið að blammera konur sko, sagði þetta bara svona)....


bókin um veginn... eða þar sem hann endar

búinn með “þar sem vegurinn endar” eftir hrafn jökuls.
falleg og skemmtileg og hugljúf og virkilega fín.
skemmtilegar hugrenningar, minningar hans af ströndum og reyndar úr
borginni líka. og reyndar útlöndum. flott skrifuð og hann blandar saman
sögu strandanna, hugsunum sínum sem barn og pælingum sem fullorðins manns.
eins og segir á kápunni að hann hafi átta ára gamall farið í sveit þarna
og nokkrum áratugum síðar vitjað sveitarinnar aftur. í sögunni stikli hann
á stóru um sögu hennar frá örófi fram á 21. öldina. segi frá.... hinu og
þessu... og fegurð lífsins og harðneskju lífsbaráttunnar.

sjálfur hreifst með, gaman að heyra um landnámsmenn, grænlandssteininn, hverjir
voru brenndir á báli og hversvegna. og hverjum gekk betur.

”Ég vissi að kassinn var gerður upptækur af því að ég var níu ára. Af því
að ég var barn. Og ég kreppti hnefana þannig að hnúarnir hvítnuðu – ég man
alltaf þessa litlu hvítu hnúa – og ég sagði við við sjálfan mig, og
álfaborgin og blár himininn og vestanvindurinn og puntstráin voru vottar
að dýrasta eiði lífs míns: Þegar ég verð fullorðinn ætla ég alltaf að muna
hvernig það er að vera lítill strákur. Þegar ég verð fullorðinn ætla ég
alltaf að muna hvernig það er að vera lítill strákur".

nokkur komment úr viðtali kollu bergþórs við hrafn í 24 stundum um daginn:

"Blaðamennska á að vera ástríðustarf en ekki skrifstofustarf. Þar eiga möppudýrin ekki að stjórna. Það þarf neista og vissa geggjun, þörf og löngun til að hafa jákvæð áhrif á heiminn." 

"Í lífinu getum við ekki valið af hlaðborðinu bestu bitana og sleppt hinum. Líf mitt hefur verið fjölbreytt, viðburðaríkt, skemmtilegt, stundum stormasamt, oft erfitt en líka sneisafullt af hamingjustundum"

um sama mál má lesa hér líka: http://www.vglilja.blog.is

mæli með henni. jólalesningin í ár. jólin verða bara betri sko.

langt kominn með neistaflug. komment bráðum um hana. svo sennilega hótel borg. allt að gerast sko...

 


rýnt i syndir. syndir feðranna.

fórum í hópferð nokkur stykki í kvöld að sjá heimildarmynd. syndir feðranna. um drengina í breiðuvík fyrir vestan. má segja að sé býsna átakanleg. reyndar svo átakanleg að einhver sagðist ekki sofa í nótt vegna reiði.

manni finnst reyndar ótrúlega lítið hafa komið útúr öllum þessum innilegu loforðum sem gefin voru eftir hina miklu fjölmiðlaumfjöllun sem var hér fyrir stuttu. veit að mönnum var boðin tími hjá sálfræðingi sem átti að vera fyrsta markmið. veit reyndar að einn var boðaður nú fyrir nokkrum dögum. sem er dálítið seint, finnst mér.

nú er það þannig að ég hef í gegn um tíðina kynnst sjö mönnum sem voru þarna sem piltar. sá yngsti var átta ára.

ég spurði einn nýlega út í árin þarna og hann sagðist bara fá í magann þegar hann hugsaði um þetta. annar sagði mér sögu sína fyrir nokkru og var brosmildur. þarna hefði verið góður piltur, nokkru eldri, sem var góður við hann. kenndi honum fótbolta og var góður leikfélagi. en svo allt í einu dimmdi yfir hinu brosmilda andliti og maðurinn sagði: en svo var það misnotkunin.

jebbs, svo var það misnotkunin. einmitt. ekki fallegar minningar þar.

enginn þessara sjö sem ég kannast við hefur beinlínis átt sældarlíf. sumir myndu segja það fremur slæmt. nú eða bara mjög.

þó hafa nokkrir unnið á sinn hátt úr þessu en á tímabili farnaðist engum þeirra vel. nú gengur vel hjá tveimur. en ekki hjá fimm. menn hafa tekið líf og komið nálægt glæpsamlegum athæfum. svo maður segi ekki meira. en hvað getur maður svosem sagt þegar drengir fá það uppeldi að vera buffaðir fyrir ekki neitt. jafnvel pyntaðir. það er ekki uppbyggilegt þegar maður er kannski átta. heldur ekki þó maður sé tólf. og nám nánast ekkert. nú ekki nema það að vera buffaður fyrir að kunna ekki að skrifa.

hvet þig til að sjá myndina. ekki af því að hún sé skemmtileg. kannski frekar til að átta þig aðeins á því hvað hefur viðgengist hér fyrir ekki svo löngu síðan. yfirmenn þarna hafa ekki fengið um sig fögur orð. enda kannski ekki gáfulegt að ráða sjómann sem yfirmann yfir drengjaheimili þar sem piltar koma frá brotnum fjölskyldum, sem þó var ekki alltaf málið. nú eða bónda. þó var þarna yfirmaður eitt sinn kennari. en málið var að hann var tuttugu og tveggja þegar hann tók yfir. jamm, tuttuguogtveggja.

gisti eitt sinn i breiðuvík. fólkið sem rekur staðinn var yndislegt og skemmtilegt. þetta var hópferð. einn úr hópnum hafði verið þarna sem drengur. honum leið ekki vel meðan við vorum þarna. þá vissi ég ekki eins mikið og nú. ótrúlegt reyndar hvað þetta var eitthvað mikið leyndarmál lengi. samt opinbert leyndarmál.

en það voru gerðar myndir og jafnvel auglýsingar um hvað breiðuvík var frábær staður þarna fyrir þrjátíuogeitthvað árum. paradís á jörð bara. en maður á alltaf að spyrja sig hver gerir auglýsingarnar. hvað býr að baki.

besti og ari alexander hafa gert glæsilega heimildarmynd. hún er sko ekkert fansý. enda ekki ástæða til.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband