á miðvikudögum er opið fram á kvöld í vin, athvarfinu þar sem ég starfa og við dúllumst við ýmislegt hressandi seinnipart dags. höfum til dæmis boðið rithöfundum að lesa upp úr nýju jólabókunum sínum og boðið þeim í kvöldmat í staðinn....
vigdís grímsdóttir og valur gunnarsson komu í dag og þar sem full stofa af fólki og glitrandi jólatré, kertaljós lýstu upp í rökkrinu og hátíðarstemning ríkti þvílíkt, lásu þau yfir lýðnum. eða þannig!
vigdís reið á vaðið með lestri úr bók sinni bíbí og fórst það vel. byrjaði með léttum hugleiðingum og sannaði hve mikil sögumanneskja hún er. valur, sem starfað hefur sem blaðamaður undanfarin ár og var nú að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu, konung norðursins kynnti fyrir hlustendum heim lappanna í finnlandi, en í sögu hans fléttast fornir heimar saman við þá nýju. jamms, nútíminn mætir goðsögnum og galdri í ævintýrinu hans ilkka hampurilainen. sem valur auðvitað skrifaði.
eftir þessa huggulegu stund var indælis grænmetissúpa á borðum og áframhaldandi létt spjall um lífið, tilveruna, bækur og jú, auðvitað jólin. þau voru bæði frábær. þarf ekki að auglýsa bók vigdísar, fékk kápuverðlaunin og tilnefnd til verðlauna. selst eins og piparkökur.
kíkið á bókina hans vals. fornir vættir að herja á klósetthreinsarann hann ilkka...
Bloggar | 13.12.2007 | 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hálflummulegur. sjitt maður. treysti mér ekki einu sinni í boltann í kvöld. ekki gott. kannski maður lufsist bara til að sofa almennilega einu sinni og vera sprækur.
treysti mér heldur ekki til að sækja vidda litla bróður út á völl um miðnætti í gær. kreisí veður. bílar fljúgandi um allt. þakplötur fljúgandi á bíla. og viddi litli fljúgandi yfir suðurnesjum í klukkutíma því það var ekki hægt að lenda.
en, hann var á leeds leik. og fór í leeds búðina. keypti handa mér jólagjöf sem ég hef fengið. jebbs, ótrúlega fagur bolur. ótrúlega fagur bara.
líka rauðvín og súkkulaði. jamm, hvað er ég að kvarta.
annars var hringt í mig frá grænlandi í dag. siggi ísmaður. vildi símanúmerið í ellingsen... búið að vera snarklikkað veður á austurströnd grænlands. ógeðslega kalt og stormur. bilaður snjór.
er að hugsa um að vera í tasiilaq næstu jól. ekkert stress. selur, ísbjörn og náhvalur á borðum. og öl. tefla, labba á fjöll og afstressast. maður verður ekkert lummulegur þegar það er ekkert stress sko...
er að hlusta á the who. tommy. tímalaus snilld.
Bloggar | 11.12.2007 | 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
allikei, lögin búin og nú bíður maður sko eftir shaun the sheep.
mér fannst lagið hennar möggu stínu flott og ragnheiður gröndal ennþá flottari sko. gamalt stríðsáralag með queensólói.
atli stúfur var hér í gær því mamma hans fór á djammið. jamm, þessar einstæðu mæður sko. alltaf á skrallinu ha... nei, annars. við vorum bara í stuði eftir að hann kom úr bíó, sá bjólfinn í þrívídd. svo sátum við fyrir framan sjónvarpið og hlógum í einhverjum svefngalsa þegar ég allt í einu þurfti aðeins að skoða augnlokin innanfrá, svona rétt aðeins.... í lagi með þau.
en rumskaði allur í rækju og drengurinn sofnaður í rúminu sínu bara. sjitt hvað maður eitthvað datt út.
kreisí að gera í máli og menningu í dag. hundrað manns í biðröð þegar ég mætti enda fylgdi stórt og veglegt, áritað og númerað, grafíklistaverk eftir erró með nýju bókinni um hann fyrir fimmtíu fyrstu í morgun. en það var bara jólastemning í allan dag. svona semiþorláksmessufílingur.
viddi litli bró fór til leeds að sjá okkar menn rústa huddersfield í dag. öfunda hann.
en hrúturinn hreinn fer að gera sig kláran. sjitt hvað hann er góður ha...
Bloggar | 8.12.2007 | 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
daníel, árni, hallgerður, tinna, elín og gengið í hliðarsporunum hans ágústs borgþórs voru skemmtilegir karakterar og bókin fín. eins og púsluspil bara. þeir sem vilja bók og púsluspil um jólin ættu að lesa.
gaman hvernig hann notar email í bókinni. vel gert barasta.
annars eldaði ég fisk með haug af grænmeti, hrísgrjónum og girnilegu salati í dag fyrir vinjargengið meðan hópur fór í mosó í heimsóknir hingað og þangað og náði í jólatré fyrir húsið.
var í tölvusambandi við nokkra aðila í dag, aldeilis prýðisfólk.
meðal annars guðfríði lilju, ótrúlega vel gerða manneskju sem hefur hafið baráttu fyrir betra lífi landans á alþingi og er forsetinn minn. forseti skáksambands íslands.
og svo val gunnarsson, blaðamann sem sendi frá sér skáldsöguna "konungur norðursins" nýlega. hef gluggað í og líst ofsa vel á enda hefur hún fengið góða dóma. valur er toppmaður.
hann ætlar að koma og lesa upp eftir viku. vigdís gríms líka. les bíbí. flottasta bókakápan í dag.
það eru víst að koma jól, skilst manni...
Bloggar | 5.12.2007 | 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
hjálpaði mumma vini mínum að flytja í dag. hann flytur alltof oft.... svo innanhússfótbolti og arnar litli bara alveg búinn og henti sér í sófann.
horfði á síðasta þáttinn af the state within, það eina sem ég nenni að horfa á í sjónvarpinu. fyrir utan hrútin hrein auðvitað. og laugardagslögin þegar dr.spock syngja svo fagurlega ásamt ragnheiði gröndal, birgittu og magna.
var að lesa fram nótt og ætla að klára hliðarsporin hans ágústs borgþórs sverrissonar núna. hún er bara helvedde fín og ég þýt í gegnum þetta. fjallar um miðaldra dúdda sem hafa verið giftir ótrúlega lengi og í ótrúlega óáhugaverðum hjónaböndum.
en lenda í því, já lenda bara í því.... að fara að flörtast við sér miklu yngri konur. og vita sko ekki baun hvernig á að höndla það.´
sem single dúdd hef ég afskaplega gaman af því einmitt að lesa um menn í glötuðum samböndum því þá líður mér svo miklu betur með lífið og tilveruna. jamm, bara miklu betur sko.
en held áfram að lesa um miðaldra gaurana sem eru alltaf að lenda í einhverju....
GGGGRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR
Bloggar | 5.12.2007 | 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
hótel borg eftir nicola lecca.
skemmtileg bók og pínulítið öðruvísi. skrifuð af ítala sem hefur verið á íslandi nokkrum sinnum á nokkrum árum.
bókakápa:
heimsþekktur hljómsveitarstjóri hafnar æðstu metorðum innan tónlistarheimsins og ákveður að setjast í helgan stein. en fyrst ætlar hann að halda mikilvægustu tónleika lífs síns.
þetta er semsagt alexander norberg sem hafnar starfi sem allir þrá og segist bara ætla að hætta. en hann ætlar svo sannarlega að halda lokahóf, ef hóf skyldi kalla...
hann fær til liðs við sig söngstjörnurnar rebekku lunardi, sem stendur á hátindi ferils síns, og barnastjörnuna marcel vanut, sem þekkir ekkert annað en sönginn og heim fullorðna fólksins. tónleikarnir skulu haldnir í dómkirkjunni í reykjavík.
eftir smá inngang í sögunni, þar sem aðallega líf hans oskars frá gautaborg er rakið og hrifning hans á áðurnefndum alexander norberg, lifnar heldur betur yfir sögunni, allavega mér, því allt í einu er stefnt til reykjavíkur frá hinum ýmsu stöðum evrópu. nicola lecca lýsir landi og þjóð með augum túristans og það er bráðskemmtilegt að lesa pælingar hans um grindavík, grímsey og fleiri staði.
höfuðborg íslands verður skyndilega í brennidepli heimspressunnar. nöfn örfárra útvaldra eru dregin af handahófi úr símaskránni, og fá þeir miða á tónleikana í kirkjunni. þeirra á meðal er hinn hetjulegi hákon, sem öslar ber að ofan um skemmtanalífið allar helgar og á fleiri börn en fólk hefur tölu á. sænskur aðdáandi hljómsveitarstjórans stendur með skilti fyrir utan dómkirkjuna dögum saman og lýsir sig reiðubúinn að gera hvað sem er fyrir miða á tónleikana. hvað sem er.
jamm, þannig er nú það. best að vera ekkert að segja mikið meira en ég hafði gaman af og aldeilis fín jólalesning fyrir þá sem ekki eru að drepast úr stressi yfir matargerð, matarboðum og fatavali fyrir uppákomur þessa örfáu daga sem flestir fá frí.
Bloggar | 2.12.2007 | 13:38 (breytt kl. 13:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hlakka til í kvöld. ekki bara að hrúturinn hreinn og félagar leiki listir sínar........
...heldur verður stórbandið dr. spock með í laugardagslögunum. það getur bara ekki orðið annað en bullandi júrófílingur, latex og læti. óttar hlýtur að rúlla þessu upp með sinni englarödd.
svo getur maður skellt í léttan kvöldverð meðan spaugstofan er, bara get ekki horft á þá sorglegu þætti.
annars er veðrið að verða skaplegt og hvað er þá betra en að leggjast upp í sófa og lesa!!!
strákarnir fóru i laugarásbíó að sjá mr. woodcock, sem blessunarlega var ekkert verið að þýða yfir á íslensku, og ég semsagt ætla að klára hótel borg, sem er bara býsna skemmtileg.
og svo er kominn desember....
Bloggar | 1.12.2007 | 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
til hamingju með afmælið atli.
atli er semsagt sonur minn, sá yngri.
brother of another mother eins og þeir segja, bræðurnir .
hann er tólf í dag og það er svona byrjunartáningastigið.
annars er atli búinn með eina afmælisveislu þar sem hann græddi bigtæm og önnur er á morgun, fyrir skólafélagana.
strákana.
þá verða pizzur og eitthvað svoleiðis.
http://www.blog.central.is/atli-95
það eru sko allir að blogga, smá plögg...
annars man ég þegar við móðir hans, kasólétt, vorum að fara í gegnum nöfn á drengjum.
eitt nafn eða tvö, langt eða stutt, og svo framvegis.
ef henni leist á eitthvað var ég ekki geim. og öfugt auðvitað.
en drengurinn átti að fæðast 5. des sem var afmælisdagur atla vinar okkar, sem reyndar er magnússon.
algjör prýðispiltur. og málið dautt.
atli er fallegt nafn.
en hann fæddist auðvitað ekkert 5. des.
hallo, þetta er sjálfstæður einstaklingur.
verð samt að bæta því við að þegar sá eldri fæddist, hinn þarna brother of another mother, þá gerði hríðarél og gríðarlæti á norðanverðu landinu.
vel á annað hundrað fjár drápust. allt bilað.
þetta var aðfararnótt 23. júní. já, júní...
hann heitir jökull logi. er fimmtán. og hálfs.
Bloggar | 29.11.2007 | 00:43 (breytt kl. 12:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
góður kall og vinur minn, gunnar sigurður magnússon, eða gsm, bauð okkur í vin á vinnustofu sína í dag. svona einu sinni í viku trillum við í bæinn og kíkjum á listsýningar, nú eða eitthvað sem okkur langar að sjá, og þessu kostaboði var ekki hægt að neita, enda te og súkkulaðikex innifalið.
gunnar stúderaði lengi í osló og þvældist eitthvað um heiminn hér áður fyrr, minna nú, enda kominn á fullorðinsár. hann kenndi meðal annars í gamla myndlista- og handíðaskólanum og sjá má hann á rölti um miðborgina, daglega, með myndavélina á lofti. hann semsagt hefur ekki aðeins haldið fjölda bæði einka- og samsýninga, líka ljósmyndasýninga og var að gefa út bók sem heitir að mig minnir "mynd dagsins". þar eru tugir, eða sennilega hundruð, ljósmynda af misþekktu fólki, í amstri dagsins. ekkert alltaf meiköp og svoleiðis, bara snapshot á staðnum og ekkert múður.
gsm er með vinnustofu sem er sko einir 80 fermetrar á sjöttu hæð þar sem sést út á gróttu, yfir á akranes, upp í grafarvog og svo er hægt að athuga hvort maður sjái draugana í höfða gægjast á gluggana. en það var dagur svo ég sá engan.
þetta var það skemmtilegasta við daginn í dag sem byrjaði á heimsókn til háls-nef og eyrnalæknis, því ég er ekki eldri en það að fá einhverjar bloddí sploddí eyrnabólgur svona þegar haustaði en hann endar samt á innanhúsfótbolta, þar sem ég fæ möguleika á að sparka fast í bolta og menn og því fylgir þvílík útrás maður... og fíbblateið og súkkulaðikexið rennur af mér sem kom á í dag.
Bloggar | 27.11.2007 | 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
var í afmælisveislu hjá honum atla syni mínum. hann tók smá forskot enda verður hann ekki tólf fyrr en á fimmtudaginn. þá fær hann hamingjuóskirnar þó hann hafi fengið pakkann í dag. og ég fékk hinsvegar bæði kökur og nammi og er feitari í dag en í gær....
mál og menning um helgina og jólaæðið er að byrja. það sem helst selst er hnífurinn hans óttars norðfjörð, harðskafinn hans arnaldar, bíbí hennar vigdísar og svo einar már og svosem ýmislegt. hrafn jökuls og jón kalman stefáns renna svosem ljúflega út. ljóðin hans ara og ljóðin hans þórarins eldjárn. jebbs, og barnabækur í lange baner sem er gott. börn eiga að fá fullt af bókum.
búinn með neistaflug og byrjaður á hótel borg. tók ofsa tíma að fara í gegnum neistaflug en náði mér þó á flug seinnipartinn. hún er svolítið seinlesin og ekki eins léttmelt og þægileg eins og stúlka með perlueyrnalokk. fjallar um fjölskyldu sem flytur til london úr sveitinni árið 1792 og gerist svona næsta árið. lífið var náttúrulega svolítið grimmt þarna og misvel upplýstur pöpullinn. unglingaástir og þrælavinna, öldrykkja og borgarastríð í frakklandi leika stóra rullu. og svo hann william blake. sem ég hef alltaf haldið uppá. þarna fékk ég reyndar nýja sýn á kallinn en hún tracy chevalier, sem ritaði skrudduna, lagðist í bilaða heimildarvinnu fyrir sögulega skáldsögu sína og er tveggja síðna heimildarskrá með í lokin.
sölvi björn sigurðsson, rithöfundur, held ég að austan, þýddi og bara nokkuð vel.
bókin er semsagt góð en ekkert léttmeti, þannig. eitthvað um 360 bls sem er nú bara svona meðal. þó eru oft litlu bækurnar þær sem maður man best eftir, t.d. stúlka með perlueyrnalokk......
svo líka þar sem vegurinn endar, eftir hrafn jökuls og ekki síst bobby og dingan eftir einhvern ungan breta. kom út fyrir svona sjö árum og er bara snilldin ein. lítil og sæt.
það eru alltaf að detta inn nýjar og áhugaverðar bækur í búðina þessa dagana og mig langar að lesa helling. alveg bara. sem betur fer ekki allt samt.
jebbs, þar hefurðu það.
Bloggar | 25.11.2007 | 20:08 (breytt kl. 20:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar