la schaup

 

sumir eru að farast úr fögnuði yfir skaupinu og gefa því þrjár og hálfa stjörnu. aðrir segja það sorglegt og vilja krossfesta ragnar og gnarr.

ég vorkenni þeim sem taka að sér djobbið. hér í denn voru kannski tveir skemmtiþættir á ári í imbanum og skaupið annar þeirra. allir biðu spenntir.

nú er okkur nauðgað með spaugstofunni í hverri viku plús aðrir gleðipakkar á ferð þannig að þetta er sko ekkert grín.

man fyrir ógeðslega langa löngu þegar siggi sigurjóns stýrði þessu og hann var spurður hvort hann kviði ekki fyrir dómunum. og hann svaraði:

nei, þetta er alltaf eins. ef skaupið er lélegt er skrifað í blöðin fram í mai um hvað það var lélegt.

og ef það er gott er skrifað í blöðin fram í mai um hvað það var lélegt......

 

jebbs, sama tuggan enn þann dag í dag nema núna þarf ég ekkert að senda bréf til blaðanna ha....og ekki þú heldur.


dex, lies and videotapes...

...er nafnið á sjötta þætti í annari seríu af dexter. 

þar sem það eru ennþá jól þá náði ég þremur þáttum af annari seríunni í kvöld. hann er snillingur. ákaflega viðkunnanlegur náungi, blóðmeinafræðingur en er haldinn fíkn. fíkn að drepa.....

en hann drepur bara vonda liðið. eins og ég sagði, viðkunnanlegur.

ég horfi aldrei á framhaldsþætti sko. maður missir alltaf af einhverjum. en ég sá seríu eitt eins og hún lagði sig.

tilvonandi tengdamútta, eða móðir "kærustunnar" var í heimsókn. hún byrjaði strax með blammeríngar og dexter hugsaði:

"I´ve always been good with parents. the key is to think of them as an aliens from a distant universe".

                                                 dexter_s1_hautb

jamm, maður er alltaf að læra, meira í dag en í gær.

og enn og aftur, megi tvöþúsundogátta vera ógeðslega næs við þig.


laufabrauð

 

verð bara að segja frá mynd sem ég hengdi á hurðina mína svona yfir jólin. er alltaf að segja frá í kommentum en læt flakka því þessi mynd er snilld og ég klippti hana úr blaði fyrir, jamm, rúmlega ári síðan.

þrír dúddar á úlföldum, undir stjörnubjörtum himni þar sem ein stjarnan skín hvað skærast, nálgast hlöðuræksni í sveitinni.

úr hlöðunni heyrast köll: "jesus christ, it´s a girl"....

 

annars er ég búinn að tapa bigtæm í yatzy um helgina fyrir syni, var bara malaður... átum randalínur, heimabakað brauð, kleinur og laufabrauð í gær í boði sigrúnar björnsdóttur, aka obba. hún er sko mamma mín og sér um sína.

svo hlustuðum við auðvitað á rush, nyja diskinn, snakes and arrows. erfiður í byrjun en er að nálgast snilldartakmarkið.

minna um sprengingar hjá piltinum en oft áður, vegna veðravítis.

megið þið kveðja árið með bros á vör, og fagna því nýja, ölvuð eður ei.


gildir sjóðir. hugurinn sem gildir. ég er orðinn gildur.

 

maður er bara búinn áðí eftir tvo heila vinnudaga. alveg. en ég taldi sjálfum mér trú um að það væru bara ennþá jól og náði nokkrum þáttum af dexter, seríu tvö, svona á kvöldin og chillaði.

en sjitt, ekki gaman að vakna eldsnemma. skiluru ha...

meiningin var að við feðgar yrðum allir þrír hér um helgina og tækjum áramótin með trompi í komandi drulluveðri, en eldra eintakið beilaði og ætlar að vera i móðurfaðmi fyrir austan....

...þannig að við erum hér tveir og drengurinn heimtar að heimsækja sölustaði björgunarsveitanna strax í kvöld, en á morgun segir sá lati sko..

hann safnaði sér í tvo sjóði í fyrra. á ellefta árinu. veiðisjóð og flugeldasjóð. fór svo sæll og glaður (eftir að hafa eytt veiðisjóðnum auðvitað um sumarið) og keypti bombur fyrir sautján þúsund. og bætti svo meiru við.

nú er það ívíð meiri hógværð, enda sjóðurinn ekki eins gildur. en samt, halló sko.

það er prinsipp að kaupa hjá björgunarsveitunum, bara svo þið vitið það. prinsipp hér á bæ. ef þú kaupir hjá einhverjum dúdda út í bæ sem er að græða bigtæm, þó hann sé með gylliboð, þá gerir hann ekki rassgat ef þú týnist upp á fjöllum. nú eða dettur í sjóinn eða eitthvað.

þess má geta að alexander ingvarsson, sonur bróðurómyndar, sem var skírður i hausinn á alex lifeson, gítarleikara rush, varð sextán vetra í gær. sextán. sem segir manni að litli bróðir manns sé orðinn gamall. sem segir manni einmitt að... eitthvað. sjitt.  en til hamingju alex.

það voru joe boxer jól hjá okkur öllum feðgum þannig að við elsti og yngsti spókum okkur um í jóa og kíkjum í tölvu, playstation, horfum á sjónvarp og hlustum á útvarp. enda sagði ég við drenginn að hann væri þriggja manna maki og honum fannst það viðbjóðslegt.

að segja að hann væri giftur þremur mönnum væri ljótt..

annars fékk ég jóa box, kalvin klein, konfekt, rauðvín, rush og hjálma, baunadós, leedstreyju, kort í kringlu og tíuþúsundkróna eldsneytisúttekt frá uppáhaldsfrænkum jófý og ingu rún, svo ég kæmi oftar í heimsókn. þetta fannst mér til mikillar fyrirmyndar og eftirbreytni.

svo fékk ég bók sem heitir þrjátíuþúsundárasagalistarinnar og var, eins og gefur að skilja, ógeðslega stór og feit. ég er samt ennþá lítill, en feitari í dag en á þollák...

toppaði ekki barnsmæður, gáfu annarsvegar myndavél og hinsvegar psp. drengirnir ánægðari með mæðurnar en pabban núna, en ég reyndi samt, úr og dvd og cd og bækur og syngjandi jólasveinn og after shave balm, já after shave balm... og ég veit ekki hvað og hvað. en tapaði...

það er hugurinn sem gildir. eru ekki allir orðnir gildir, annars???


smá bömmer, en það eru nú jól, ha

 

skollans.....

BogmaðurBogmaður: Hversdagslegt daður gæti margfaldast í mikilvægi yfir hátíðarnar. Hjartað þitt bráðnar eins og snjókarl við arineld.

... að ég skuli vera krabbi. sjitt.

en hafið það ógeðslega gott og fáið bumbu. mandarínur og makkíntoss til skiptis.

happý hátíð...                    

                                                 arnar


gí narr

jamm, nú verður maður að kommenta á moggafrétt sem mér er svo meinilla við...

en það er spurning um uppeldisaðferðir sko. annaðhvort er mér að mistakast svona svakalega eða að takast svona ótrúlega vel upp bara...

hefði nú stoppað grínið, enda vel upp alinn. en var auðvitað ekkert spurður, nú fremur en endranær.

en mér finnst þetta nú svolítið fyndið, satt að segja. þó kannski ekki öllum finnist það.

ekki honum jóni, sem stundum er býsna fyndinn sjálfur.

við skulum bara segja að þetta hafi verið virðingarvottur, ha. smá jólaglens á tímum nútímatækni....

http://www.myspace.com/jongnarr

 

 


mbl.is „Jón Gnarr" fær fjölmörg aðdáendabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

forgarður helvítis og arnar valgeirsson band

Oddvar hringdi í mig í kvöld. oddvar býr í henda á langöynesi á averoy í noregi, einmitt og akkúrat þar sem ég var að vinna fyrir, ja, eins og kannski tuttugu árum eða  eitthvað....

hef ekki séð hann síðan þá en sendi piltinum jólakort og hann hringdi hinn kátasti sko. og ég babblaði norsku sem innfæddur. jamm. gaman bara.

þess má geta að við stofnuðum eitt sinn, fyrir allverulegalangalöngu, hljómsveitina arnar valgeirsson band, þarna á langoynesinu. spiluðum reyndar aldrei og æfðum aldrei, en stofnuðum bandið samt sko...

jökull, barnið mitt eldra, gelgjan, kom í bæinn að austan. fékk far með forgarði helvítis. það er að segja piltunum í þessari léttsveit. fór á létta jólatónleika í hellinum þar sem forgarðurinn lék hugljúf lög í sönnum jólaanda, auk hljómsveitanna voreastral, atrum, svartadauða, helshare, finngálkn, ix dimension og fleiri últragraðhestarokksveita sem mér skilst að biskup vor hafi varað við í blaðinu 24 stundir í dag. nú eða í gær.

en hann fílar ekki rokk, kallinn....

annars fer drengurinn í bæinn nokkrum sinnum í mánuði á ljóðakvöld... og held ég bara á eftir að gefa út.

kannski kalli fíli það betur. en mér er sosum sama.


fjórir stórir - lífshamingja

 

stefán félagi ætlaði að vera í tasiilaq, eða ammassaliq, um jólin. er veðurtepptur ásamt fullt af grænlendingum. gjörsamlega búið að vera kreisí veður á austurströndinni að undanförnu og fjórir stórir ísbirnir í tasiilaq. annars koma þangað aldrei birnir. oft í kulusuk, aldrei í tasiilaq.

aumingja stebbi og grænlenska námsfólkið sem ætlaði heim um jólin...

afsakið, þrír birnir. einn var plaffaður við heimavist ungmennanna. bjó þar einu sinni. þá voru bara hundar, engir bangsar.

ingvar með enn eina hljómsveitargetraun. sjitt hvað þetta er alltaf erfitt hjá helvítinu.

kominn í frí í vin en aldeilis ekki í máli og menningu. aðaltörnin eftir og bílív mí, það verður nóg að gera... alveg til eitthvað tvö á aðfangadag.

enda á stuttri sögu eftir bjarna bernharð. hann gefur út ljóðabækur í akkorði. hefur marga fjöruna sopið...

LÍFSHAMINGJA

Hafði tvö herbergi í sænska frystihúsinu. Gluggarnir sneru útí portið. Portið tómlegt og neglt var fyrir fiskimóttökuna. Í nábýli við utanveltufólk í þjóðfélaginu, drykkjurúta og portkonur. Á tímum óhagstæðrar hagsveiflu. Reyndi sitt fyrsta og eina sjálfsvíg í  þessu húsi. Á nöturlegum vetrardegi og allar bjargir virtust bannaðar, Hann sturtaði í sig fullu lyfjaglasi og lagðist svo til hvílu. Lá í meðvitaundarleysi í tvo sólarhringa, Hann vaknaði upp og og fann að lífið rétt hjarði, blendnar tilfinningar yfir misheppnuðu sjálfsvígi og skjögraði út á götuna. Lífshamingja lítil þá.

Hafði kynnst stúlku um þetta leyti. Kallaði hana stundum Rauðgul út af háralit og litarafti. Tíður gestur í húsi hennar við Laugaveg, í lítilli hippakommúnu. Elskuðust á flatsæng og drukku kínverkst te á eftir. Það var þó nokkur lífshamingja.


gunz, sion og jólasmákökur

 

Gunz með gullið á jólamóti Vinjar

Hrókurinn og Skákfélag Vinjar héldu jólamót sitt mánudaginn 17. des. 10 manns mættu og var mótið býsna sterkt enda glæsilegir vinningar í boði frá bóka- og tónlistarútgáfunni SÖGUR.

 gunnar_og_magnús_stilla_upp (gunnar stillir upp, magnús stillir klukkuna)..

   Tefldar voru fimm umferðir og var umhugsunartími sjö mínútur. Talsverð spenna lá í loftinu enda mönnum meinilla við að tapa, eins og gengur.

Að loknum þremur umferðum var gerð kaffipása, enda bornar í keppnisfólkið smákökur og jólailmurinn sveif um í stofunni. Piparkökur, trúfflur og fleira léttmeti..

Fyrir mót var ákveðið að verðlaunapeninga fengju þeir sem voru með undir 2000 elo stigum, þar sem von var á nokkrum fræknum kempum sem eiga fullt af medalíum. Allt of mikið, sumir....Flestir forfölluðust vegna mikillar vinnu eða hinnar alræmdu desemberflensu. Stórmeistarinn Henrik Danielsen, sem er einn þeirra sem hafa verið með æfingar í Vin undanfarin ár, keppti því sem heiðursgestur og hafði hann að lokum sigur í öllum sínum skákum en fékk þó veglega mótspyrnu.

Sigurvegari jólamótsins varð að lokum Gunnar Freyr Rúnarsson, fyrirliði hins alræmda Víkinga-og Kínaskákklúbbs, sem verið hefur í banastuði undanfarna mánuði. Hann er félagi minn og bloggvinur www.gunz.blog.is

 Fékk hann fjóra vinninga og gullið, sem að venju var sótt í smiðju eins af heiðursfélögum Hróksins, Árna Höskuldssonar, gullsmiðs.

Annar varð hinn öflugi Björn Sölvi Sigurjónsson með þrjá og hálfan og bronsið hlaut Rafn Jónsson, með tvo og hálfan. Sigurjón Þór Friðþjófsson varð í fjórða sæti, einnig með tvo og hálfan vinning. Hann er sko líka félagi minn og fyrrum starfsbróðir, fornfrægur knattspyrnukappi, forseti Dylanklúbbsins og útvarpsmaður geðþekkur, www.sion.blog.is

Allir þátttakendur fengu nýútkomnar jólabækur í vinning frá úrgáfunni SÖGUR, m.a. Hníf Abrahams, eftir Óttar Norðfjörð, sem trónir hátt á metsölulistanum fyrir þessi jól.

Skákstjóri var Kristian Guttesen.


jólaskákmót

 

Jólaskákmót Hróksins í Vin

 

Mánudaginn 17. desember. kl. 13;15 heldur Skákfélag Vinjar, í samstarfi við Hrókinn, jólamótið  í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík. Tefldar verða fimm skákir með 7 mínútna umhugsunartíma.

 

Bóka- og tónlistarútgáfan SÖGUR gefur glæsilega vinninga, nýútkomnar jólabækur,  öllum þátttakendum. 

   hnífur abrahams      Að sjálfsögðu verður kaffi og eitthvert góðmeti með að afloknu móti. 

Áritaðir verðlaunapeningar fyrir efstu menn undir 2000 elo stigum en auðvitað fá allir vinning, ekki spurning....

 

OG ALLIR ERU VELKOMNIR

 Vin er athvarf Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir og Hrókurinn hefur komið að skákiðkun þar, með ýmsum hætti, klukkan 13 á mánudögum nú í fjögur ár. Vin er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík og síminn er 561-2612.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband