drjoskní birmingham

 

eins lesa mátti milli lína þá fór ég á jarðarför í gær. og konumyndin sem sigrid gaf mér var lítið og fallegt málverk. sem mér þykir vænt um. en í dag var það mál og menning þar sem útsalan geysar og í kvöld fór ég á leikrit í borgarleikhúsinu. leikrit sem mér fannst alveg magnað.

ræðismannsskrifstofan: "á rússneskri ræðismannsskrifstofu í litlu og ónefndu landi reyna diplómatarnir að halda dampi. föðurlandið er víðs fjarri, pósturinn kemur sjaldan og síminn hringir aldrei. illgresið nær að skjóta rótum og menn hætta að bera höfuðið hátt. En í ástinni leynist vonarneisti. eina vandamálið er að ástin krefst meiri diplómatíu en lítil ræðismannsskrifstofa hefur upp á að bjóða... frumleg, fyndin og hrífandi sýning á bullmáli eftir leikhússnillinginn Jo Strömgren".

bullmálið er svona rússneskuskotið og leikararnir standa sig hreint ótrúlega vel. og já, leikritið er bannað innan tólf....SÝNINGIN ER STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM 12 ÁRA OG YNGRI...

fór ásamt ríflega þrjátíu manns, starfsfólki, sjálfboðaliðum og gestum athvarfa rauða krossins.

leikararnir voru semsagt þau: birgitta birgisdóttir, bergur þór ingólfsson, halldóra geirharðsdóttir, helga braga jónsdóttir, hilmir snær guðnason, ilmur kristjánsdóttir og þór tuliníus. brjóstahöld og brækur léku stór hlutverk, say no more, say no more.

djöfull skemmti ég mér vel


kveðja til österby

 

týpískt fyrir mannvininn, kvenréttindabaráttukonuna og manneskju með ríka réttlætiskennd. kistan var borin út af átta ungum konum. lagði sitt af mörkum en tilbúin að leggja málin í hendur yngri kynslóðarinnar.

allt eins og blómstrið eina

upp vex á sléttri grund

fagurt með frjóvgun hreina

fyrstu um dags morgunstund,

á snöggu augabragði

af skorið verður fljótt

lit og blöð niður lagði, -

líf mannlegt endar skjótt.

 

sigrid österby var sjálfboðaliði í vin, athvarfi rauða krossins, og hafði opið á sunnudögum. meðlimur góðs hóps sjálfboðaliða. hún var dönsk í aðra röndina en íslensk í hina, kennari og listmeðferðarfræðingur og græddum við á því. hélt hún utan um myndlistina sl. vor sem endaði með stórsýningu, "uppreisn litarins."

hún færði mér eitt sinn litla mynd, sagði að það væri ótækt að ég ætti ekki konu. myndin af konuandlitinu hangir fyrir ofan rúmið mitt. hef allavega eina nálægt....

sigrid var jarðsungin frá neskirkju í dag, athöfnin falleg og stútfull kirkja. það er fólk eins og sigrid sem gerir tilveruna betri. fyrir alla.


liggaliggalá

 

jamm jamm, kominn úr bumbuboltanum með köllunum og ógeðslega ferskur. var í tapliðinu sem er hrikalegt. alveg hrikalega hrikalegt. sjitt.

en fór eftir vinnu í austurbæjarskóla þar sem hrókurinn hefur nú hafið barnastarf sitt af krafti. i einn og hálfan tíma sat ég og aðstoðaði börnin en þarna voru þau, tuttuguogeitt stykki, að fara á -flest- sitt fyrsta skáknámskeið. hrafn jökuls hélt utan um þetta og skýrði út, guðfríður lilja forsetinn minn hélt kraftmiklar hvatningarræður og máni jökuls var til taks. sonur minn hann atli var ráðinn sem sérlegur aðstoðarmaður við uppstillingar og tiltekt.

það er semsagt austurbæjarskóli einu sinni í viku, vesturbæjarskóli einu sinni í viku, barnaspítali hringsins einu sinni í viku, litla hraun tvisvar í mánuði, vin - athvarfið mitt - einu sinni í viku og svo verða allir grunnskólar landsins heimsóttir með vorinu. svo er planið að setja upp páskamót á kleppsspítala og helst hjá sjálfsbjörg og eldri skákmönnum líka.

ég kem nú bara að litlu leyti að þessu en ég er líka að plana páskaferð til grænlands. scoresbysund þar sem tårnet (hrókurinn) var stofnaður sl páska. liggaliggalá. það er ótrúlega magnað þar. ótrúlegt jamm.

var ég búinn að segja alveg ótrúlegt......

en það er kominn snjór. fer undir teppi að horfa á mynd.


klassísk leti

 

klassík. http://www.2dplay.com/pacman/pacman-play.htm

chékkaðu á þessu og nostalgían flæðir.

er á blogsíðu atla sonar og gísla vinar hans http://www.leikjaslod.central.is

duglegir strákar. þeir eru líka með leynifélag sem heitir gaga. búið er að stofna leynifélag til höfuðs gaga, sem ætlað er að brjóta dulmálskóðann og koma þeim á kné. það heitir blabla.

gangi þeim svo sannarlega ekki sem best með það.

annars er þetta búið að vera himnesk leti um helgina, þarna fyrir utan kringluna. enda er maður alveg out eftir svoleiðis trip.


hjúmor amor mormor og earthfor

 

við feðgar tveir, fórum í kringluna. sjitt og sjitt hvað það var ógðeðslega mikið af fólki. en við strunsuðum bara beint í bíó að sjá death at a funeral.

þetta er svona nýjasta jarðarfarafynddæmi breta a la fjögur brúðkaup og jarðarför, og skartar hvorki meira né minna en tveim aðalstjörnunum úr spooks í aðalhlutverkum, mun minna töff þó en áður. svo auðvitað honum dúdda sem er elsti sonurinn í fjölskylduþáttunum sem voru þarna ár eftir ár á rúv, þar sem pabbin var tannlæknir, þessi dúddi hér semsagt...

 daisy_donovan3

en þarna er: kúkur og piss, sýra og valíum, ástsjúkur náungi og ruddalegur pabbi, kynhverfa og ótrúlega mikið af misskilningi sem gerir þetta býsna fyndið en þó ekki eins og fjögur brúðkaup....

við hlógum samt. þegar ungur og ráðsettur lögfræðingur er á sýru - alveg óvart - í jarðarför verður það reyndar dáldið fyndið sko.

deathatafuneral_posterbig


campofiorin - doppia fermentazoine. nectar angelorum hominibus (með eplasvala)

 

sonur minn yngri er farinn að rækta vín í skólanum.

hann og gísli vinur hans settu fjögur vínber í poka, krömdu og nudduðu smá. létu liggja í smá stund enda átti þetta að gerjast. héldu reyndar að nokkrar sekúndur væri nóg, en halló, þetta lærist.

var víst súrt. bættu við eplasafa og þá var þetta ok.

mjór er mikils vísir. ég hlakka til.


lestur jólanna hér á bæ

 

jamm, hóf drápslestur í gær og sýnist gömlu leiðindahjónin ekki hafa verið einu fórnarlömbin í tönned. sem er verra. en ég leysi gátuna, ekki spurning.

breiðavíkurdrengur  hinsvegar las ég yfir hátíðarnar bók sem var nú sosum engin jólalesning, enda tók ég bókina í áföngum. breiðavíkurdrengur, þar sem páll rúnar elíasson skráir barnæskuna fyrir vestan með aðstoð félaga síns, bárðar ragnars jónssonar.

 ég sá myndina syndir feðranna í bíó fyrir nokkru og eins og fram hefur komið kannast ég við sjö manns sem voru þarna. engum þeirra hefur beinlínis vegnað vel í lífinu, sumum þó verr en öðrum.

syndirfedranna  myndin var sýnd í sjónvarpinu á nýársdag og margir vildu ekki sjá, enda kemur þetta við mann. held þó að allir ættu að kíkja á myndina sem er mjög vel gerð hjá þeim besta og ara alexander. engin skemmtun en holl áminning. því miður á kostnað saklausra barna.

þegar tíu ára piltum er misþyrmt, andlega, líkamlega og kynferðislega, jafnvel í mörg ár, þá er ekki á góðu von. ég man t.d. hvað maður fór í flækju þegar maður var yngri og var skammaður. eða einhver var vondur við mann. en það var alltsaman djók miðað við þetta.

djí hvað ég er sáttur við æsku mína, enda foreldrar algjörlega tiptop sem og frændgarður allur bara. jebbs, eins og hann leggur sig - nánast...

lestu bókina, sjáðu myndina. þá veistu hvað þú hefur haft það gott.


daz dráp

 

Á bóndabænum Tannöd í Suður-Þýskalandi finnast lík allra heimilismanna og af vegsummerkjum að dæma höfðu þau öll verið myrt á hrottalegan hátt.  Meðal hinna látnu eru hjónin á bænum en þau höfðu orð á sér fyrir að vera gráðug, illskeytt og skapstygg. Margir í sveitinni áttu í útistöðum við hjónin, en hver hafði tilefni til að myrða þau á svona skelfilegan hátt?

jamm, það er nú akkúrat það sem ég ætla að upplýsa enda er þetta blóðuga sakamál frá miðri síðustu öld algjörlega óupplýst þrátt fyrir gríðarlegar tilraunir. en fyrst ætla ég að lufsast til að lesa þessa léttu og snyrtilegu jólabók... áður en ég upplýsi dæmið.

þess má geta að við erum að tala um þýsku glæpasagnaverðlaunin 2007. jebbs, ekkert slor.

drápin

gangi mér vel.


mosó í mekki

 

fyrir akkúrat ári síðan fór ég á þrettándabrennu í mosó. álfar og fólk sungu þar og tjilluðu og flugeldasýningin var gjörsamlega frábær. endurtek, frábær.

 aramotabrenna_220307  tók þá ákvörðun að taka með syni mína að ári liðnu. en þar sem eldra eintakið býr útí sveit og komst ekki til byggða, fórum við yngra eintak á flakk í kvöld og heimsóttum skapta og laufeyju, vinafólk mitt að norðan, núverandi mosólið, og fengum þar til að byrja með þvílíkt ótrúlega frábæran kjúllarétt og heimagerðan ís að brennuferð var í uppnámi. en við höfðum okkur af stað og þarna voru samankomin yfir fimmþúsund kvekindi. í mosó búa sjöþúsund þannig að heimtur voru fínar.

atli hinn tólf ára er bombuóður og ríflega það. hann var dolfallinn. ég líka. flugeldasýningin hjá þeim í mosó er sú flottasta. held að björgunarsveitin þar heiti kyndill. kyndilsfólk er samansafn bombusnilla svo þið vitið það.

svo bombuðu atli og jenný, dóttir þeirra heiðurshjóna sem enn er heima, því hinar fóru á flakk og náðu sér í kall og svo líka barn... þannig að mosó er enn i reykjarmekki.

lufsist í mosó að ári. enginn sér eftir því sko.


líf mitt er list á rósum

 

fótbolti á fimmtudaginn og litla hraun í gær. fór með robba litla lagarman og slógum upp móti. að venju gekk mér ekki vel. þarna er td einn náungi sem ég hef ekki unnið í skák og þó hef ég farið austur reglulega í meira en ár. hann er samt ekkert sérstaklega góður, sem segir auðvitað að ég er ívið lakari en ekkert sérstaklega góður. hann fær sitt langsótta frelsi bráðum og ég ætla, jamm ætla, að vinna hann annaðhvort eftir hálfan mánuð, nú eða heilan.

svo verð ég bara að tefla við hann á mótum hér í borg, ef hann þorir...

svo fórum við robbi í bæinn og snæddum á rossopodomoro til heiðurs stefáni herberts, grænlandsfaranum ógurlega, en hann átti semsagt afmæli í gær. og já, hann var þarna líka. snillingur.

KrabbiKrabbi: Sýn þín á daglegt líf er eitthvað á skjön við raunveruleikann. Þess vegna gæti list orðið til úr því sem þú fæst við í dag. Skráðu niður hugsanir þínar.

æ, sénsinn, alveg tómur. líf mitt er eintóm list enívei.

á morgun er það flugeldasýning í mosó. það er ótrúlega magnað og kúl. bæjó.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband