tveggja fóta tæklingar og iljar í legg eiga alltaf að vera rautt. mígandi rautt sko.

 

jamm, eins og mogginn segir eru meiðsli órjúfanlegur hluti af knattspyrnuíþróttinni. þetta er náttúrulega ekki fyrir viðkvæma, ef maður horfir á til enda og sér þetta í slómósjón.

sjitt, ég kipptist bara við og hélt fyrir andlitið og spyrnti mér frá skjánum.

og kíkti svo aftur.

man eftir nokkrum ljótum fótbrotum og svo eru ótrúlega mörg næstum fótbrot í ótrúlega mörgum leikjum. Er agalega hlynntur beinu rauðu þegar menn fara í tveggja fóta tæklingar eða fara svona í legginn á mönnum, hvort sem viðkomandi meiðist eða ekki. þetta er glæpsamlegt helvíti.

er líka á jútjúb:


mbl.is Versta fótbrot knattspyrnusögunnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, auðvitað kíktir þú aftur til að smjatta á ógeðinu og auðvitað setti moggaliðið nógu krassandi fyrirsögn við þetta svo tvöfalt fleiri læsu en ella!

Tvö minnistað fótbrot eru annars vegar er hinn gullfallega Ragna Lóa Stefáns brotnaði í landsleik á Laugardalsvellinum og fóturinn blasti við liggjandi í öfuga átt! (hún nú löngu hætt blessunin, náði sér þó held ég og spilaði áfram en giftist svo seinna Hemma villingi Hreiðars) Hins vegar er það svo brot, sem var þóekki BROT, tækling, eða þegar sá snjalli sænski naggur Tomas Brolin, braut sjálfan sig á HM í Bandaríkjunum '94, ef ég man rétt!?Mannstu, var úti á kanti og ætlaði að gefa fyrir, en um leið kubbaðist löppin hreinlega undan honum, varla minna svaðalegt en þetta í sjálfu sér!

En auðvitað beint rautt á tveggja fóta tæklingarnar, ekkert nema hálfvitalegar árásir!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 14:57

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Minni mitt er lélegt, kannski var þettaekki landsleikur hjá fljóðinu og háemmið í Ammrikkunni kannski ekki 1994?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband