sláttuvélakappakstur er glettilega skemmtileg íþrótt...

 

þetta var texti við mynd í fréttablaðinu, já.

var að lesa, hér um daginn, um öðruvísi íþróttir.

fílapóló, mýrarköfun, koddaslag - jebbs, keppt í því - og sláttuvélakappakstur.

það er farið að framkvæma gríðarlegar breytingar á sláttuvélunum og þær slá ekki á meðan heldur æða áfram eins og.... eins og..... eins og ja, traktorar barasta. enda hnífarnir fjarlægðir svo þetta sé ekki eins og í caligula myndinni. ekki segja að þú hafir ekki séðana....

íþróttin á uppruna sinn í bretlandi, þar sem þetta vidjó var tekið upp en blómstrar víst í bandaríkjunum. blómstrar gjörsamlega og er væntanlega ívið vinsælla en handbolti.

fáðu þér bara popp og kók, dragðu fyrir og njóttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er búin að draga fyrir fá mér popp og pepsi max en sé ekkert vídjó.. :O

Guðríður Pétursdóttir, 28.3.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband