í dag er fjórði mars og þá eiga þau miriam makeba og antonio vivaldi afmæli.
líka pabbi minn, hann valgeir þór, árskógstrendingurinn knái. hann er sjötíuogfimm og á bara tuttuguogfimm góð ár eftir. svo fer hann væntanlega að lýjast.
pabbi minn er að sjálfsögðu snillingur og er enn að vinna, keyra bíl og sigla bát. hann hefur margt á afrekaskránni en hann bjó mig til sem er auðvitað toppurinn. og bræður mína líka en prótótýpan virkar langbest.
á sínum tíma valdi hann sér fallegustu konuna á ballinu og hún var og er auðvitað langbest. best í heimi.
hann hefur keyrt leigubíla og vörubíla, flutningabíla og gröfur. verið háseti og vélstjóri á sjó. spilað á harmonikku á böllum og sýnt fimleika á yngri árum. og á miðjum aldri í stofunni heima hjá sér. verið viku í björgunarbát norður í ballarhafi þegar stígandi sökk þegar ég var tveggja. skotið rjúpur og refi og einu sinni kött sem var næstum því búinn að drepa mig þegar ég var nokkurra vikna þannig að hann átti það skilið.
svo átti hann flugvél og flaug með piltana sína yfir landið mange ganger. flogið með sven ingvars band um norðurland sem enginn annar hefur gert. unnið dag og nótt til að börnin gætu haft það sem best og í gær borðaði gengið í perlunni sem var ekki svo galið.
þessi mynd var reyndar ekki tekin við það tilefni en samt virðast allir í stuði. til hamingju með áfanginn pabbi minn.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.