Setti grein fyrir fjórum árum inn á kistan.is. Um Frank O. Gehry, einhvern mesta arkítekt núlifandi og þar sem kallinn átti stórafmæli á laugardaginn, ætla ég að setja þennan kálf hér inn, lítið uppdeitaðan en kannski smá. Vona að einhver nenni að lesa, allavega fólk sem hefur áhuga á listum, hönnun og já auðvitað sko, arkítektúr. Það eru myndir með og alles, teiknimyndir og ég veit ekki hvað... eða ég veit sosum. Kíktu.
Síðastliðinn laugardag, 28 febrúar, varð Frank Owen Gehry áttræður. Þessi aldni arkítekt hefur svo sannarlega sett mark sitt á byggingarlist 20. aldarinnar en hans stærsta verkefni var Guggenheim listasafnið í Bilbao á Spáni sem olli miklu uppnámi, kostaði gríðarlega mikið en er að mörgum talin merkasta bygging síðustu aldar.
En á haustmánuðum ársins 2003 var mikil opnunarhátíð í Los Angeles þegar hann hafði lokið við mikið tónlistarhús:
Hin móðursýkislega eftirvænting sem lá í loftinu á opnun þessarar tónlistarhallar, sem hafði verið beðið svo, svo lengi, var nánast ógnvænleg og náði algjöru hámarki í Los Angeles sjálfri, borginni þar sem O. Gehry hefur valið að búa í.
Gehry gæti bara ekki hafa mistekist. Ég meina, maðurinn getur hreinlega gengið á vatni!
Þetta væri pottþétt langflottasta og besta bygging á jörðinni. Í heiminum.
Gagnrýnendur stóðu í röðum til að dásama dýrðina. Dagblöðin gerðu aukablöð bara um bygginguna. Ahemm afsakið mig!
Kannski hef ég bara séð of margar Gehry byggingar. Þá fyrstu sá ég 1989, fyrir utan Basel. Þá var Gehry svona að verða frægur. Disney tónlistarhöllin er sú þriðja nýja, bara á þessu ári. Ég bjóst við einhverju algjörlega sérstöku. Þegar ég kom auga á Walt Disney tónlistarhöllina sem svo er kölluð vegna þess að að hluta til er hún fjármögnuð úr sjóðum ekkju Walt´s, Lillian hélt hjarta mitt sinni stóísku ró.
Þegar ég kom nær, neitaði það svo mikið sem að taka eitt lítið aukaslag. Og þegar ég kom inn var ekki einu sinni smá vottur af því sem ég upplifði í Bilbao
Hugh Pearman, byggingarlistagagnrýnandi hjá Culture blaði Sunday Times skrifaði þetta þegar Walt Disney tónlistarhöllin í Los Angeles var vígð, haustið 2003. Lét þess þó getið að hljómburður væri frábær og þessum 162 milljónum dollara þá ekki alveg kastað á glæ!
Hann var hinsvegar ekki svekktur með Guggenheim. Gríðarlega umdeilda byggingu, jafnvel enn þann dag í dag.
títaníumfiskurinn
Byggingin rís við ármynni Nervion fljótsins. Henni var valinn staður þar sem yfirgefnar verksmiðjur stóðu í tugatali, iðnaðarhverfi í niðurníðslu og eina tengingin við menninguna voru brautarteinar sem liggja þar þvert í gegn.
Safnið samanstendur af mörgum litlum einingum sem leggjast utan í 50 metra háa súlulaga byggingu.
Sýningin sem alltaf varir - á eigum safnsins - er í suðurhluta byggingarinnar, það sem styttra staldrar við er í sjö sýningarsölum í vesturálmu og sérstakar innsetningar eru í stóru rými í austurálmu.
Hin sérstöku form byggingarinnar hafa kallað fram ýmis uppnefni eins og Títaníumfiskurinn. Öðrum þykir safnið minna á stórt og voldugt skip sem hefur strandað þarna í ármynninu.
Þrjú mismunandi byggingarefni gera það að verkum að byggingin fær þennan gríðarlega karakter. Rétthyrnd lögun hennar er klædd spænskum kalkstein og bylgjulögunin klædd títaníum. Glerið er í misstórum, bognum og teygðum gluggunum og bak við þá má horfa yfir hina glæsilegu La Salva brú, Nervion ánna sem rennur þar undir og borgina allt um kring. Gólfflöturinn spannar litla 28.500 m2.
Gehry hefur margoft sagt að hann sé heillaður af fiskum. Kraftinum sem bærist þarna undir roðinu, sexí hreyfingunum og Guggenheim hefur ekki aðeins verið líkt við fisk eða skip, einnig útspringandi blómi og jafnvel svífandi pilsfaldi Marilyn Monroe úr myndinni The seven Year Itch.
blóð, sviti og krókódílatár
Það voru aldeilis ekki allir á eitt sáttir þegar tillagan um safnið kom upp og hinir blóðheitu Spánverjar skipuðu sér í tvær fylkingar. Vegna byggingarinnar, staðnum sem henni var ætlaður, kostnaðarins, en þó ekki síst vegna listarinnar því Bilbaobúar voru ekki til í að fá eitthvert amerískt safn inn á gafl þar sem tveir ólíkir menningarheimar mættust og bjuggu sig undir orrustu sem þeir töpuðu.
En ferðamannaiðnaðurinn blómstrar og þegar eitthvað mikið er um að vera í Guggenheim þá fyllast öll hótel borgarinnar umsvifalaust.
Hafa nú þær raddir sem höfðu sem hæst, bæði vegna byggingarstílsins sem ekki þótti í nokkru samræmi við nokkurn skapaðan hlut í Bilbao og þess að eyða 23 milljörðum peseta, tæpum 140 milljónum dollara nú (á gengi f. fjórum árum) að mestu leyti þagnað, enda er Bilbao nú orðin nokkurskonar Mekka listarinnar, allavega í Evrópu.
Fimmföld aukning ferðamanna hefur orðið í borginni á nokkrum árum og talið er að þeir fjármunir sem borgaryfirvöld settu í verkefnið hafi skilað sér til baka á fyrstu tveimur árunum.
Þrátt fyrir þessi fjárútlát Bilbaobúa þá voru 80% kostnaðarins greidd úr buddu Solomon R. Guggenheim sjóðarins.
Time magazine kaus Guggenheim safnið í Bilbao byggingu aldarinnar og er hennar víðast getið sem einnar merkustu eða almerkustu byggingar síðustu aldar.
hugur og hönd - og tölvur
Frank Owen Gehry fæddist 28. feb.1929 í Toronto í Kanada. Útskrifaðist frá University of Southern California ´54 og starfaði fyrst hjá Victor Gruen Associates en eftir ár í hernum nam hann borgarskipulag í Harvard Graduate School of Design.
Var svo í ár í Frakklandi, þá giftur og tveggja barna faðir, og starfaði hjá Andre Remondet. Stúderaði verk Balthasar Neumann og LeCorbusiers og heillaðist af mikilúðlegum arkítektúr rómönsku kirkjanna.
Fluttist svo til L.A. aftur og stofnaði sitt eigið fyrirtæki í Santa Monica. Smátt í fyrstu en nú er hann með 120 manna vinnuflokk og konan hans sér um fjármálin.
Í fyrstu hélt Gehry sér að mestu við nokkuð hefðbundinn byggingarstíl en á tveim áratugum þróuðust verk hans yfir í brothættan stíl þegar hann teiknaði upp vöruskemmur og fór að prófa sig áfram með byggingarefni. Leyfði sér ýmislegt og hafði fólk iðulega á tilfinningunni að verkið væri óklárað, þó kallinn væri fullkomlega sáttur.
Hann vakti athygli með róttækri breytingu á sínu eigin húsi í Santa Monica árið 1978 en öðlaðist heimsfrægð fyrir Geimsafn (California Aerospace Museum) Kaliforníu ´84.
Gehry tók tækninni fegins hendir þegar hann sá að tölvuforritin leystu ýmis vandamál sem verkfræðingarnir höfðu setið sveittir yfir langtímum saman.
Þegar ég vildi fara út virkilega krefjandi byggingar þá fór samstarfsfélagi minn í geimferðastofnun og þar fengum við Catia hugbúnaðinn. Þannig tókst okkur að passa upp á kostnaðinn við Guggenheim og þannig tókst okkur að gera allar þessar sveigjur og beygjur. Þar af leiðandi hef ég haft algjört frelsi. Ég get leikið mér með form. Verk mín hafa þróast út í skúlptúr alveg eins og arkítektúr. Byggist á innsæi, stundum byrja ég bara á því að teikna fisk og þeir fara að lifa sínu eigin lífi. Ég hugsa að færni minni sem arkítekt sé því að þakka að saman fara hugur og hönd. Mér hefur tekist að láta skissu verða að módeli sem verður að byggingu segir hann hógvær.
Gehry var með í Simpsonsþætti og þar var eitthvað verið að gera grín að hugmyndafræði kalls...
hefðin skoruð á hólm
Less is more sagði hinn þýski Bauhausgúru Ludwig Mies van Der Rohe en bandaríski arkítektinn Robert Venturi svaraði með Less is a bore. Landi hans Gehry (löngu orðinn bandarískur ríkisborgari) virðist hafa tekið undir það því ekki láta byggingar hans lítið yfir sér en alla tíð hefur hann haldið því fram að arkítektúr sé ekkert annað en list og lifað samkvæmt því. Hann tekur gjarna upp mynd af myndhöggvaranum Brancusi þegar hann er spurður um fyrirmyndir og segir hann hafa haft meiri áhrif á sig en nokkur arkítekt. Nefnir einnig Claes Oldenburg og Coosje van Bruggen, Matisse og Picasso.
Minnist reyndar líka á Aalvar Alto og Frank Lloyd Wright (Guggenheim, New York, 1959) en segir LeCorbusier mestan arkítekta síðustu aldar.
Frank O.Gehry hefur hlotnast mörg af helstu verðlaunum sem veitt eru fyrir arkítektúrs, þar á meðal Pritzker verðlaunin Pritzker Architecture Prize - árið 1989. Þar fyrir utan yfir hundrað svæðisbundin og alþjóðleg verðlaun.
Þegar Gehry tók á móti Pritzker verðlaununum í Todai ji musterinu í Japan, sagði hann m.a. eftir hefðbundnar þakkir;
Ég er algjörlega heltekinn af starfi mínu og hvernig ég get lagt mitt af mörkum í veröld sem er full af mótsögnum, ástríðum og tækifærum. Þetta er veröld þar sem gildin eru sífellt skoruð á hólm Arkítektúr er lítill hluti af hinu mannlega samfélagi, en fyrir okkur sem starfa í þessum geira þá trúum við á möguleikann á að skipta máli, lýsa upp og bæta mannlega tilveru. Búa til yndislegt samhengi í leikhúsi lífsins En hvað svo? Stund sannleikans, samsetning grundvallaratriða eins og forma, efna, lita, stærða og hlutfalla, nákvæmlega það sem myndlistarmenn eru að fást við.
Svo klikkir hann út með í lokin:
Síðan tilkynningin um verðlaunin kom fram hef ég iðulega verið spurður að því hvað ég ætli að gera við verðlaunaféð. Og ég hef sagt að auðvitað ætli ég að klára húsið mitt og rífa niður girðingarnar í kring um það en þar á hann við áðurnefnt hús sitt í Santa Monica sem við fyrstu sýn lítur út eins og samansafn af allskyns dótaríi og algerlega ófrágengið. Óhefluð byggingin, eins og ólagfærð mistök, í afgirtu svæði, gerð úr efnivið eins og áli, krossvið og gleri er sem skúlptúr á að líta en þrátt fyrir allt ákveðinn mínímalismi og arkítektar og listfræðingar stóðu á öndinni. En að lokum fékk Gehry bara lof og prís fyrir.
Þrátt fyrir velgengnina á Gehry sér óuppfylltan draum sem er að hanna flugvöll með öllu tilheyrandi. Hann segist þó ekki ætla að ganga hart eftir því en flugturn, flugvallarbygging og allt sem fylgir, það yrði töfrum líkast.
Jamm, hver veit? Hann er jú bara áttatíu.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.