Missti af risaprinsipussunni um helgina, því miður. Hún hafði þó veruleg áhrif á ferðalög mín því bæði föstudag og laugardag þurfti ég að keyra úr miðbæ i vesturbæ til að komast í austurbæ... þvílík stappa af bílum maður!
Föstudagur, semsagt eftir þetta vesen fórum við Róbert litli Lagerman austur yfir heiðar að tefla við liðsmenn Frelsingjans, skákfélagsins að Litla Hrauni. Það var gaman, reyndar ekki mjög margir að þessu sinni, átta manna mót. Alltaf gaman að tefla þarna, hressandi samkunda. Kom heim seint og um síðir.
Laugardagur, vinna í M og M til fjögur, bara fínt. Svo klukkutíma að komast í Laugardalshöll að kjósa VG. Fór svo til Kristians Guttesen og Særúnar en hún átti 35 ára afmæli og hann var að gefa út nýja ljóðabók, GLÆPALJÓÐ sem lítur vel ut. Smá júrófílingur, kosningar og gítar og ljóð, fínt bland í poka. Við Mummi skruppum svo seint og um síðir á kosningavöku á Hótel Sögu, það var nú hressandi samkunda enda valinn maður - og konur - í hverju sæti. Skemmtilegt lið. Þaðan röltum við á hinn velþokkaða veitingastað, Dubliners, þar sem hljómsveitin SWiSS lék fyrir diskódansi og þaðan var rölt, með íhaldinu honum Ingvari litlu bróðurómynd, sem var hinn hressasti og í fíling, á Amsterdam. En skynsemin sagði: Arnar, drífðu þig heim að lulla og Arnar dreif sig heim að lulla en alltof seint.
Sunnudagur. Vinna í M og M kl. 10. Alltof alltof snemmt. sjitt maður. hafði þetta þó af og svo kom Inga Rún frænka og afmælisbarn dagsins í heimsókn og þáði gjafir og kaffi og súkkulaði. Hressandi samkunda.
Búinn að óska mömmu til hamingju með daginn. Líka Rósu og Auði. Þær allar lengi lifi enda súpermömmur, Húrra húrra húrra húrra (en þær eiga líka allar fallega og duglega syni)...
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.