góður granni á bloggsíðum

Jamm, hef mig á loft vel fyrir hádegi, westur um haf. Eða eiginlega beint norður. Fékk póst um að það væri ótrúlega fínt veður í dag, ekki nema fimm stiga frost. Ittoqqortoormiit, 50 km með þyrlu, frá Scoresbysundi. Flugvöllurinn heitir Constable Pynt. Jamm, stuð.

Þessu verða gerð góð skil á godurgranni.blog.is

Tugir skáksetta með i för, nokkrar klukkur og vinningar handa krökkunum því það verður sko stofnaðu skákklúbbur og stórmót í endann. Fyrst tek ég fjöltefli við 50 krakka. Á þó yfirleitt í ótrúlegu basli við að redda mér maður á mann, jú, nema að það séu börn sem eru að byrja...

En þetta verður kúl, Glitnir gaf fullt af dóti sem við færum krökkunum, svo fengum við blóm (sem sjást ekki þarna á veturna) og fleira sem kemur að góðum notum.

Óli Kolbeinn, forseti í Hafnarfirði, Íris spúsa hans, ritstjóri og yfirtúlkur og málamanneskja verða í gírnum og við trillum um borð í Fokker við hvatningaróp vina frá Hróknum og Kalak.

Fram til sigurs....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband