Afríka og Grænland

Í gær fór ég á afríkanska sýningu í Þjóðminjasafninu. Hún var skemmtileg enda mikill áhugamaður um afríkulist, ekki síst grímur og styttur. Sýningin var ekki stór, þ.e. ekki umfangsmikil en mikið af myndum. Reglulega áhugaverð og alltaf gaman í þjóðminjasafni. Líka hægt að kíkja á sverð og brynjur, beinagrindur og gamlar gersemar.

Í kvöld fór ég í Múltí Kúltí að Ingólfsstræti 8. Þar voru tælenskar stúlkur að sýna dans og Indlandsvinir voru þónokkrir. Að mínu áliti var aðalatrið þó að hlýða á Stefán Herbertsson, hinn mikla leiðtoga og formann Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, flytja erindi um, jú einmitt, Grænland. Maðurinn er fjölfróður um land og þjóð og skemmtilegast fannst mér að hlýða á sögu landsins og sjá hvernig byggðin dreifist. Grænland er nefnilega tuttugu sinnum stærra en Ísland, með 56.000 íbúa og eru nær 10.000 þeirra Danir. Byggð er eins og sjá má ansi dreifð og þetta er merkilegt land með merkilega íbúa og merkilega sögu. Ætla einmitt að fara að lesa "the first crossing of Greenland" um ferð Fridtjof Nansen. Um 4000 manns búa á Austur-Grænlandi, flestir í vestri og nokkrir í suðri. Örfáir í norðri, í Thule en um 500 norðarlega á austurströnd, við Scoresbysund i bænum Ittoqqortoormiit. Þangað fer ég eftir viku og er bara spenntur. Þarf að fara að huga að hlýjum nærfatnaði, föðurlöndum og sokkum í veglegum mæli. Það er bara nýfarið að birta þarna og mér er bara kallt að þegar ég hugsa svona langt í norður. En það verður svaka stuð, enda að ferðast með Óla Kolbeini forseta. Forseta hinna Kátu biskupa í Hafnarfirði sem er nú fallegur bær. Svo er Íris með, verðandi kona hans, sem er hin hressasta einnig og mun hafa orð fyrir tríoinu, enda fúlbífær í dönsku. Við piltarnir erum nokkuð sleipir líka og betri með hverjum bjór.

En þetta er í þvílíkri vinnslu og ég kem með komment síðar.

Áfram Afríka. Áfram Grænland. Fram til sigurs.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband