Bloggar | 22.7.2007 | 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
neibbs, var ekki að vinna í máli og menningu í gærkvöldi þegar haugur af liði var í biðröð að bíða eftir potternum. fullt af staffi samt í allskyns ófreskjubúningum með görótta drykki og grillaði pylsur - pylsur með ypsiloni sko - oní liðið. hljómsveitir og ég veit ekki hvað. mætti samt tíu í morgun og þá var biðröð og bækurnar flugu út eins og harry á kústskafti, sjitt, það var allt kreisí barasta bara.
í gærkvöldi var ég nebblega sko á litla hrauni. einu sinni sem oftar. fór með glimrandi fínu fólki að slá upp sumarmóti frelsingjans, skákklúbb hraunverja, og hróksins. björgvin viðskiptaráðherra, hrafninn jökulssonur, embla dís ásgeirsdóttir, yfirkokkur í grænlandsferðinni í ágúst nk, guðfríður lilja grétarsdóttir, forsetinn minn og súpermanneskja, gunni björns, sem einmitt hefur skrifaðu um ferðina og má klikka á karl hér til hliðar, björn þorfinns sem ætlar að verða stórmeistari þegar hann er orðinn stór. hann vantar bara hundraðogfimmtíu elo stig og þá er málið dautt. pétur lár, félagi okkar og skákkall mikill kom einnig með. sautján manna mót og spennan í hámarki. þvílíkir afleikir hafa sjáldan sést á mótum, allavega í skákum mínum...
en verð að geta þess að það voru frábærir vinningar í boði tomma hjá bókaforlaginu SÖGUR, flottar bækur og diskar og allir þvílíkt hamingjusamir.
minni þó alla sem kunna mannganginn á að það er skemmtilegt mót með grænlandsþema í vin á mánudaginn kl. eitt. allir velkomnir og allir fá vinning. einmitt... frá bókaforlaginu SÖGUR. sem er algjör snilld. vona að hrannar og heimsmeistaralið hans úr salaskóla þekkist boðið um að mæta. ekki alltaf sem maður teflir við heimsmeistara ha.
Bloggar | 21.7.2007 | 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
jebbs, ýmislegt í pípunum í skákinni sko. Hrannar kallinn stýrði krökkunum í salaskóla til heimsmeistaratitils í gær, hvorki meira né minna. hrikalega dugleg. þau eru dugleg sko, hann er duglegur... á morgun fer ég svo ásamt aldeilis ótrúlega fríðu föruneyti austur fyrir fjöllin og munum við hjálpa þeim í frelsingjanum, sem er skákklúbburinn að litla hrauni að setja upp veglegt sumarskákmót. væntanlega svona alþjóðlegt mót enda alþjóðavæðingin í nýbyggingum, álverum og fangelsum landsins.
hann tómas hermannsson, hinn geðfelldi akureyringur (allir svo næs að norðan sko) hjálpar okkur með vinninga fyrir alla, bækur og diska því hans yndislega útgáfa, BÆKUR, reyndar líka útgáfan SÖGUR, ætlar að styðja svo gott málefni. með í för eru forseti hróksins, hrafn jökulsson, viðskiptaráðherra sjálfur hann Björgvin g. sigurðsson, formaður hellis hann gunnar björnsson sem hægt er að klikka á hér til hliðar, björn þorfinns skákgúrú, svo kannski þau mummi og embla ásgeirsbörn en hún embla er nýráðinn yfirkokkur í grænlandsförinni ógurlegu í ágúst nk.
læt að öllum líkindum vita hvernig reisan gengur, svona þegar hún er búin. læt að öllum líkindum vita hvernig skákin gekk, nema það gangi ekki vel hjá arnari.... en svo er annað stórmót.
grænlandsmót verður haldið í vin, athvarfinu sem ég starfa i, á mánudaginn kl. 13:00. Myndir frá grænlandi þekja veggi, fánar á borðum og bara stemning. vonandi mæta sem flestir því allir fá vinning auðvitað, maður er nú búinn að læra að hafa það þannig því ekki komast allir á verðlaunapall hehe... og svo eru jú brilljant snilljant veitingar eftir mótið. Grænland er þvílíkt kúl og þangað fer vösk fimmtíu manna sveit í ágúst. jebbs...
kannski maður bjóði bara nýbökuðum heimsmeisturum ásamt þjálfara að mæta á mánudaginn og sjá til hvort þessir krakkar geti eitthvað...
vil samt sérstaklega óska honum hrannari baldurs þjálfara krakkanna til hamingju með að vera í heimsmeistaraliði - það má klikka á guttan hér til hliðar - en ég hafði einmitt nýverið sent honum glósu á bloggið að hann yrði aldrei heimsmeistari þó hann liti í bækur af og til. hann tók sig til, fór til útlanda i fylgd nokkurra unglinga undir fjórtán og varð heimsmeistari. gott hjá honum.
svartur á leik - eftir stefán mána....
jebbs, og myndin er tekin úr þyrlu yfir kulusuk. geggjaðir litir, hrikalegt land. allgjör snilld.
Bloggar | 19.7.2007 | 21:37 (breytt kl. 21:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
...og jebbs. mbl punktur is klikkar ekki.
ekkert klukk. bara blikk.
Krabbi: Þú heyrir útundan þér það sem fólk er að segja um seinustu afdrif þín. Nú ertu að verða sú eftirtektarverða manneskja sem þú vildir verða.
en það er ekki nóg að verða frægur. ég vil verða ríkur......
Bloggar | 18.7.2007 | 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
jebbs, vinkonur mínar... eða fyrrum vinkonur mínar.... linda ósk og little big lebowski klukkuðu mig hérna i beinni. Ég mun semsagt koma með eitthvað bull úr mínu lífi en sleppa öllu sem synir mínir, og þó sérstaklega mamma, mega alls ekki lesa. það mun þó allt koma fram í bókinni hvernig ég varð frægur og ógeðslega ríkur í seinni hálfleik, ævisögu minni sem ég byrja á um leið og ég verð ríkur. nú eða frægur.
eitt: axlarbraut jökul loga, son minn, þegar hann var tveggja. jebbs, vorum að vega salt og hann flaug eins og discovery no þrjú og lenti á öxl. grenjaði svakalega og ég fékk áfall. hann hefnir sín væntanlega þegar ég verð svona sjötíuogtveggja. en fyrirgefðu samt kæra barn..unglingur..gelgja. tvö: á erfitt með að henda dóti. er af safnarakynslóð eða ættbálk. bý í fjögurra herbergja íbúð og troðfullt af dóti. er með svona sextíu myndir á veggjum. þarf höll.þrjú: sá mann laminn með hafnarboltakylfu í hausinn og annan stunginn með hníf í kvið. þetta var í tijuana i mexico. við bjöggi félagi minn vorum þar eftir að hafa skannað júnætid steits uppúr og niðrúr. löggan gekk um með vélbyssur og þeir rændu okkur bévaðir. höfðu af okkur, ljóshærðum piltunum, fimmtíu dollars. bjöggi svo buffaður og við lufsuðumst heim, blankir og í henglum.
fjögur: þegar ég var ungur..yngri jebbs þessi með 60 cm sítt hár, flotta magavöðva og 10 kg léttari en nú, þótti ég nokkuð líkur axl rose. lítill töffari. var upp með mér þegar ég var kallaður axl hvað eftir annað í þessari téðu ameríkureisu. axl er ofsaflottur söngvari. ég kann ekki að syngja.
Fimm: er, eða var, einn allra harðasti aðdáandi gary numan hérlendis. heyrði cars í poppkorni eða skonrokki í gamla daga og fór að safna öllu, plakötum og svoleiðis og á einar 24 plötur með kappanum. var á akureyri um daginn og fór á rómaðan skemmtistað, vélsmiðjuna. þrír þar inni kölluðu mig numan og mér leið ofsavel.

hætti í vélskóla þegar ég var sautján. næstu fimm ár vann ég á svona þrjátíu vinnustöðum, í fiski eða sjó og ruslakall reyndar líka. grindavík, grundafjörður, vestmannaeyjar, færeyjar, bolungarvík, flateyri, hrísey, höfn, siglufjörður og ég man ekki hvað. stabílli nú. fór í skóla á gamalsaldri, hönnunarbraut og fékk bók og viðurkenningarskjöl því ég er svo klár. Varð ofsaglaður yfir að sellurnar virkuðu enn svona vel. báðar.
sjö: við kristján besti vinur minn ákváðum að detta i það kornungir. horfðum lengi vel á smirnoffflöskuna og pældum í hvað við ættum að vera lengi með þetta glundur. ákváðum korter. stjáni kláraði á 7 mínútum sinn helming og ég á tólf. fórum í dynheima á akureyri og keyrðir heim fljótlega.... ákváðum síðar að gefa okkur betri tíma. drukkum smirnoffið í canada dry á meðan áramótaskaupið var. áramótin voru sko ekkert grín.

átta: meiddi ingvar litla bróður þegar hann var svona fjögurra eða eitthvað... meiddi hann sosum oft en þetta var slæmt. skellti saman á honum skoltinum í einhverjum leik og hann beit næstum í sundur tunguna. mamma var ekki glöð og ég var skömmustulegur. ingvar grenjaði heilan dag. fyrirgefðu ingvar.
níu: átti íslandsmet í maraþondiskodansi sextán eða sautján vetra. vorum fjögur sem vorum eftir, af 83, þegar læknir stoppaði dansinn. tuttuguogfimmtímar... stanslaust. var dæmdur i fjórða sæti! fór heim og í bað. læsti ekki sem betur fer því mamma dró mig upp þegar hún heyrði blubb blubb og ég sofandi í kafi.
tíu: var í stórhljómsveitinni bónus bandið á flateyri fyrir nokkrum árum. duldið mörgum nokkrum árum. spiluðum um víðan völl og vorum hrikalegir. ég á hljómborð. roland júnó 106. seldi það. algjör kjáni. átti svo kassagítar. seldi hann. algjör kjáni. átti svo gibson sg, vínrauðan sextíu og sjö módel sem var eins og angus young AC/DC á. ingvar seldi hann. algjör kjáni.
ellefu: átti nótulaus viðskipti við hrannar björn arnarsson sem komst ekki á þing eitt sinn því hann var grunaður um fjármálaeitthvað. nú er hann aðstoðarmaður jóhönnu því hennar tími er kominn. við díluðum með kanínur þegar við vorum svona tólf.
tólf: veiddi þriðja stærsta þorsk við íslandsstrendur þegar ég var á rækjutogaranum sólrún ís 1. fimmtíuogsex kíló. útgerðin rændi gripnum. framkvæmdastjóri var einar k. guðfinnsson, nú sjávarútvegsráðherra. rændi af mér þorski. sjitt.
svo: er ekkert afleitur kokkur. hugfanginn af grænlandi. á tvo frábæra syni, jökul loga og atla sem eru sosum engar fréttir, ha.
klukka ekki nokkurn mann. þetta var samt ágætis æfing fyrir ævisöguna ha.
Bloggar | 16.7.2007 | 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
samfelld helvíti íklæðist holdi þriggja þátta:
ótruflaður tími
ótakmarkað rými
óendanlegar þjáningar
Lögbrjótar dauðasyndanna fimm, falla í helvíti um aldur og ævi, dæmdir í óendanlegar linnulausar þjáningar.
úr "infernal affairs 2" eða "mou gaan dou 2" sem olli mér vonbrigðum því númer eitt var algjör snilld. svo mikil snilld að Martin Scorsece sá ástæðu til að gera mynd eftir henni, "the departed" sem vann bara óskarinn takk fyrir.
en klukkið er á leiðinni. takk fyrir.
Bloggar | 16.7.2007 | 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mamma var lengi lengi lengi og lengi með litla frétt með mynd af honum arnari, hangandi uppá eldhúsvegg. allir fengu að sjá, voða voða voða og voða gaman.
Þegar ég var í gaggó þá semsagt var verið að byggja íþróttahöllina á akureyri. tveir smiðir voru að leggja einhverjar tréplötur, svona bognar, á þakið og blúbbs, ein brotnaði og steini þórarins, fótboltakall og smiður, hrapaði niður fjórtán metra og lenti á steinsteyptu gólfinu. stórslasaðist auðvitað. toni, hinn smiðurinn, hékk þarna uppi og slapp með naumindum. En allavega, ég og tveir skólabræður mínir, fórum að skoða dæmið og þar sem ég ráfa um í höllinni kemur ljósmyndari frá degi, hinu heimsfræga norðlenska blaði, og stillir mér upp til að sjá hve hátt fallið var.og þarna birtist hún myndin af mér, aulalegum með bláu skíðahúfuna, standandi undir gati og myndin yfir feitletraðri fyrirsögninni:
FRAMLEIÐSLUGALLIBloggar | 14.7.2007 | 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vil bara benda fólki á að kíkja á húsin þegar það labbar Laugaveginn, nú og vesturbæinn svona til dæmis, því það eru flottar byggingar út um allt. T.d. húsið sem verslun Guðsteins er í og mange mange fleiri.
Svo er snilldar krot á gamla MÍR húsinu við Vatnsstíg. ætlarðu að rífa mig? Það er búið að klukka mig bak og fyrir. Er ekki glaður en svara því um helgina. Flyt til Kuala Lumpur á mánudaginn!Bloggar | 13.7.2007 | 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fór í borgarfjörðinn í dag ásamt 26 öðrum og bílstjóra. Guðjóni. fórum á bjössaróló í borgarnesi, landnámssetrið og egilssýningu, rúlluðum í fossatún sem er flottur staður sem steinar berg er með og átum þar dýrindis mall. reykholt, kirkjan og snorrastofa þar sem haugur af útlendingum var að skoða, enda þetta dót miklu vinsælla í útlöndum en hér. miðgarðsormur og allt klabbið. las samt snorra eddu sem er ekkert annað en snilld...
vorum alltof lengi því ég var búinn að boða haug af fólki á grænlandsfund klukkan sex. rútan bilaði og ég mætti sjö. í stresskasti. var auðvitað búið að plana allt. hrafn jökuls með tölvuna. og blað og penna. hver fer hvenær, hver gerir hvað o.s.fr. ég fer ellefta ágúst og kem svona tuttugastaogfyrsta. þetta eru kannski fimmtíu manns. en það er auðvitað allverulega margt að græja fyrir ferðina. einhendum okkur í verkefnið...
fram til sigurs
Bloggar | 11.7.2007 | 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
hitti ungan mann í gær sem heitir pi. hann heitir reyndar eitthvað miklu meira en er kallaður pi. vinkona hans var með honum og hún heitir hin. þau eru frá taiwan og hann var að vinna hér á sólheimum en er á heimleið.
það búa 23 milljónir manna i taiwan. landið er þrisvar sinnum minna en ísland. miðað við það gætu búið hér léttilega 69 milljónir. ef helmingurinn væri í reykjavík, eins og nú væru hér næstum 35 millur. enda sagði pi að þegar hann færi á macdonalds eða starbucks (jebb, þetta er auðvitað allt komið þarna) þá settist fólk bara þar sem hægt var og hann snæddi oft með einhverjum sem hann þekkti ekki baun. og það er ekkert grín að fara í kringluna þar. maður bíður bara i klukkutíma eftir að einhver lufsast úr stæðinu og vabúmm.. stingur sér þangað.
búðir eru opnar þar frá sex á morgnana og til ellefu á kvöldin. sumar yfir nóttina. það er kannski 15-20% fólks sem vinnur á nóttunni. vill geta skotist út í búð að kaupa sér núðlur. eða jafnvel skó.
pi var kokkur í taiwanska hernum. eldaði fyrir 200 manna lið. hrærði í pottum og pönnum sem voru ekkert svona venjulegt eldhúsdæmi. hann og vinkona hans komu í vin í dag, vinnustað minn, og elduðu kínverkst..eða svona taiwanskt.. hrikalega gott. alveg ógeðslega gott. ekki fyrir tvöhundruð, samt fyrir tuttuguogfimm.
svo langar mig til tapei, nú eða taipei eða hvernig sem það er skrifað. höfuðborgar taiwans og þar vil ég læra kínversku. oh hvað mig langar að læra kínversku.
en á morgun fer ég í borgarfjörðinn. að læra eitthvað um víkinga og sveitirnar þar. borgarnesdeild rauða krossins býður mér í mat og reyndar miklu fleirum. þetta verður kúl. ekki samt eins kúl og taiwan og kínverska.
Bloggar | 10.7.2007 | 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar