tvær, reyndar mjög myndarlegar.... konur, voru að spyrja um bókina female brain i bókabúðinni í dag. það er örugglega hægt að fabúlera um female brain fram og tilbaka en ég get ekki ímyndað mér að það sé einhver lógísk niðurstaða í enda bókarinnar. sem þó er örugglega ofsa áhugaverð. datt þetta bara svona í hug þegar ég sá stjörnuspána mína á mbl.is sko.
Krabbi: Sættu þig við að sumt sé óskiljanlegt. Þegar þú reynir ekki að skilja það, getur þú neytt það til að hlýta þínum vilja. Þannig verða undur veraldar skiljanlegri.
i wish...
Bloggar | 2.3.2008 | 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
jebbs, tók mína fyrstu skák á íslandsmóti skákfélaga í kvöld. ætlaði bara að kíkja við en var vélaður því það vantaði mann. kátu biskuparnir sko, hinir hafnfirsku sem eru langneðstir í annarri deild. og deildirnar eru fjórar.
vorum á móti haukum b. félagi minn hann aðalsteinn sem er miklu miklu betri en ég teflir með haukum d......
en ég barðist eins og mús í baráttu við kyrkislöngu. spriklaði og sparkaði og beit. en var étinn á endanum.
dúddinn með 2100 elo stig sem er um það bil tvöþúsundogeitthundrað stigum meira en ég er með. maður er ekkert að byrja á botninum og vinna sig upp. byrjar bara á toppnum og vinnur sig niður sko.
skutlaði svo honum þórði forseta kátu biskupanna á hljómsveitaræfingu. hann gleymdi bara að segja að það var á völlunum í hafnarfirði. sem er rétt við keflavíkurflugvöll. en hann verður að æfa sig að syngja pilturinn, enda troða þeir upp í afmæli á morgun skilst mér.
félag þungra jafnaðarmanna í hafnarfirði og vinir þeirra. veit ekki hvað ég er að þvælast með þessu miðjumoðsliði.
Bloggar | 1.3.2008 | 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ef þú smellir á myndina geturðu séð enn betur hve snyrtilegur þessi dúddi er en hann hans rétta nafn var john yates. hafði þó ýmislegt að fela kallinn því stundum kallaði hann sig john hewitt, nú eða patrick hines, john miller og jafnel john roy..........
þann 18. mars á því herrans.. 1921 kom hann fram fyrir dómara á lögreglustöðinni í leedsborg, sem einmitt hið stórkostlega knattspyrnulið leeds united kemur frá og allir ættu að hvetja af hjartans og líka sálarkröftum, ákærður fyrir stuld á slatta af fötum og var dæmdur jamm. dæmdur í sex mánaða erfiðisvinnu innan veggja fangelsis. jebbs, borgar sig ekki að stela fötum sko. þó maður vilji vera svona ofboðslega snyrtilegur, vel greiddur og fallega til fara.
|
Bloggar | 27.2.2008 | 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
var á fyrirlestri/fræðslu hjá henni annettu ingimundardóttur, verkefnisstjóra og yfiriðjuþjálfa á geðsviði landspítala í kvöld. viðhorf og virðing. jebbs.
þetta var býsna fróðlegt og skemmtilegt og þarna fór maður í smá naflaskoðun því ég komst til dæmis að því að ef maður hittir einhvern og tjattar, þá er eru það ekki orðin sem skipta máli heldur hvernig maður segir þau og hvernig maður kemur fram sem er aðalatriðið. algjörlega.
svo var farið í foreldra ég, eða kannski foreldrasjálf, fullorðins- og barna- líka. hversvegna í asskollanum allir eru að reyna að hafa vit fyrir öðrum, hvers vegna fólk fer í vörn o.s.fr.
jamm, nýr og betri maður bara held ég. svei mér þá. allavega þangað til ég gleymi að haga mér eftir hugrenningum annettu, reyndar lærðum hugrenningum og pælingum.
en svo rúllaði ég til jófý frænku og fékk brauðtertu. var þó aðallega að hitta mömmu og pabba sem eru sko að fara í sólina.
nei, ekki til akureyrar, þau búa þar. heldur til tenerife... ógeðslega gott hjá þeim bara.
Bloggar | 27.2.2008 | 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
var að lesa hér á yahoo síðunni um ónafngreindan dúdda sem í einhverju gríni setti 50 pens undir, eða sextíuogeitthvaðkrónur, og veðjaði á býsna ólíklega kandídata í átta hestahlaupum, nú eða race-um, í gær.... nú eða föstudag þannig lagað séð....
hann hefði betur sett heilt pund undir, eða jafnvel tvö, því líkurnar voru tvær milljónir á móti einum, enda fáránlega ólíklegt að þessar aflóga bikkjur myndu hafa þetta í öllum þessum átta hlaupum. en þær gerðu þær nú samt og dúddinn, þessi ónafngreindi, sem á örugglega alltíeinu ótrúlega marga vini, halaði inn milljón pundum.
þetta byrjaði með að "isn´t that lucky" trillaði fram úr öllum og kom fyrst og svo koll af kolli þangað til "a dream come true" valhoppaði í fyrsta sæti á wolverhamton hlaupabrautinni í miðju englandinu og þá voru pundin milljón í höfn.
en í dag hélt hinn ónafngreindi dúddi bara áfram að gambla og setti fimm sinnum hálft pund undir fimm mismunandi hlaup og tapaði auðvitað í öllum fimm, heilum tveimur og hálfu pundi.....
graham sharpe, hjá william hill gambling félaginu sem er með tvö þúsund veðj.... halló, veðjútibú... í landinu segist vonast eftir að maðurinn haldi þessu áfram því ef hann geri þetta fjögurhundruðþúsundsinnum í viðbót nái þeir öllu af honum aftur..... sénsinn bensinn.
Bloggar | 24.2.2008 | 02:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langar að segja litla sögu.
Þannig er að ég hef í gegnum árin aðeins kynnst landi á vesturströnd afríku, frekar litlu og fátæku landi. þekki fólk sem hefur farið þangað og hitt nokkra innfædda sem komið hafa hingað.
man ekki hve stórt landið er, allavega frekar litið á afríkanskan mælikvarða, þarna búa þó á aðra milljón manns og almenningur dansar í gegnum lífið, í orðsins fyllstu, enda yfir 50% atvinnuleysi og ríkið sér ekki beinlínis um sína, í sambandi við heilsu og heilbrigði og þarna eru ekki ruslabílar og sjúkrahús í lange baner og rafmagn bara stundum o.s.fr.
en, þetta litla land hefur reynt að koma sér upp ferðamannabissniss, enda paradís þarna við ströndina, og til að það gangi eftir er einfaldlega bannað að stela af túristum. ekkert flóknara en það. frá landinu sem í raun umlykur þetta litla land koma mjög margir, sumir flóttamenn, og tekst misvel að fóta sig. einn þeirra semsagt rændi myndavél af ungri konu sem var þarna við störf. ungri og myndarlegri evrópskri konu. íslenskri barasta.
vinir hennar sáu þjófnaðinn og eltu þjófinn. náðu honum á endanum.
refsingin var aðeins öðruvísi en hér á klaka sko. öllu meiri refsing myndi ég segja.
gaurinn var semsagt laminn á staðnum. af mörgum og það illa. bara alveg buffaður. svo fluttur á sjúkrahús "til aðhlynningar". eftir það settur í fangelsi.
jamm, í fangelsi sko. í nokkur ár.....
það er nokkuð ljóst að það borgar sig ekki að stela. nema kannski á íslandi.
Bloggar | 21.2.2008 | 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
djí hvað maður steinlá. held að hitinn hafi farið í 47 gráður og maður lá í svitabaði eina mínútuna og kuldakasti þá næstu. með fötuna við rúmið bara....
sunnudagurinn i móki, mánudagurinn skárri og vinna í dag. ekki ferskur en ferskari samt.
þetta var sko ekki þynnka takk fyrir. þorrablót hjá svarfdælingum á föstudag og kíkt á tjúttið með litlu bræðrunum valgeirsson en mál og menning ten o´clock sjarp sko á laugardaginn. ferskur.
en flensann náði í skottið á stráknum. missti af afmælisskákmóti vinjar í gær sem var fámennt en góðmennt og penninn splæsti bókavinningum www.skak.blog.is
en á sunnudaginn er hrókurinn með barnaskákmót í ráðhúsinu þar sem maður tjillar eitthvað með og annars er það bara scoresbysund 12. mars. jamm, nyrsta byggða ból austurstrandar grænlands. þar sem veturinn hefur verið í glimrandi fíling, meira og minna ófært og ísbirnirnir að hvekkja íbúana. ég þangað, ekkert helv benidorm dæmi sko. verður gert skil á www.godurgranni.blog.is
ekki spurning
Bloggar | 19.2.2008 | 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
... að borða nammi sko.
keypti mér buxur. nú og skyrtu líka. buxur númer 32 eru minni nú en síðast þegar ég keypti buxur númer 32. ótrúlegt helvíti.
og magavöðvarnir voru svo ógeðslega slappir að ég þurfti að troða skyrtunni með lagni oní buxurnar. þessar númer 32. það var bara erfitt að anda..
hættur að borða nammi semsagt. minna gos, meira vatn. hættur að dre.... nei, fokk, dónt óverdú it ha.
þorrablót um helgina. svarfdælingar í borginni. sjitt hvað þetta lið þarf alltaf að syngja samt. maður hefur ekki séns á að éta þennan ógeðsmat og rétt nær litlum súp milli laga.
en þetta er allt í lagi, syng ekki baun. fyrr en ég er búinn með marga súpa...súp súp.
Yngveldur bróðurómynd er kasólétt en mætir líka. Helga konan hennar líka.
verði stuð.
Bloggar | 14.2.2008 | 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | 12.2.2008 | 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
tónleikar í dag hjá tónskóla sigursveins. fiðlur, píanó, klarínett og ég veit ekki hvað. atli sonur og vésteinn félagi hans spiluðu á gítar og rúlluðu þessu upp. símon ívars kennari fékk að vera með, svona rythmaleikari sko.
annars heyrði ég aðeins úr lögum unga fólksins í útvarpinu áðan á leiðinni heim. viðtal við hressa stelpu, dj. flugvél og geimskip. gefur út hjá melar records.
snilld.
sló henni inn á google og fékk þessa mynd. held þetta sé ekki hún. passar ekki við röddina sko.
Bloggar | 11.2.2008 | 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar