doddi og doddi

 

doddi og doddi. bæði gengu þau undir því nafni, félagarnir Þórður Sveinsso og Pauline Napatoqþetta eru þau doddi og doddi. þórður sveinsson, forseti hinna kátu biskupa og grænlandsfari og vinkona okkar, pauline napatoq, ein sex systkinanna napatoq sem urðu okkar bestu vinir. bróðir hennar, hann paulus, blindur og sextán ára, átti hvern stórleikinn af öðrum og vann stærsta skákmót ferðarinnar, sextíu manna mót, takk fyrir.

 

glaður sigurvegarin á 60 manna móti kennt við klæðninguhann var stoltur enda mátti hann vera það. tók okkur líka með i hundasleðaferð. og það á ísbjarnaslóðir. bróðir hans, josef, var með sem sérlegur aðstoðarmaður. hann er tólf...

en gott að þórður eignaðist nöfnu þarna.

arnar þýðir "en dame" á austur-grænlensku. þeim þótti það ekki leiðinlegt krökkunum enda gaf maður ófár eiginhandaráritanir við gríðarleg hlátrarsköll.

en það voru ekki allir jafn hrifnir af "dömunni"

ekki voru þeir allir jafn vinalegir sleðahundarnir


hitnar í kolum í koti jóns

 

ég sé að ég er í því að ala upp gítarhetjur og kvikmyndagerðamenn. drengirnir eru báðir gítarsjúkir og atli tók annað stigið í tónskóla sigursveins um daginn. rúllaði því upp.

jökull hyggur á nám í fræðunum austanfjalls, en glamrar sem óður sé á síðkvöldum fyrir hann gúnda.

gúndi er voffinn hans og er að ná sér eftir umferðarslys, en það var ekið á hann á stokkseyrinni hér um daginn.

en drengirnir hafa báðir gert stuttmyndir, leiknar sem og teiknaðar og  hérna er ein


fugl, fiskur eða ljón...

 

image_easter002hin árlega páskaeggjaleit fór fram að heimili minu í morgun. þó ekki fyrr en undir hádegi þar sem við piltarnir horfðum á batman begins í nótt, atli horfði og ég þangað til ég sofnaði....

en jökull er semsagt fyrir austan og fékk páskaeggið bara sent persónulega og prívat.

annars var stebbi stuð hér í gær, ingvarssonur. hann er dugnaðarpiltur svo ekki sé meira sagt, þó nokkuð uppátækjasamur og á það til að hlaupa upp veggi, en dundaði sér bara í gær enda kátur með að vera hjá frændum. búinn að fá leið á foreldrunum.

það er skemmst frá að segja að atli stúfur tók sér allverulega langan tíma í að finna eggið sitt og ég var sko orðinn svangur... en við óskum þér bara gleðilega páska.


blindur leidsøgumadur i hundasledaferd...

Forum i gær i 3ja timaog 15 km hundasledaferd. Stjornandinn er 16 ara. og blindur... Paulus Napatoq. Litli brodir hans, Josef, for med sem adstodarmadur. Hann er 12...

arnar-doddi-paulusPaulus var med riffil thvi isbirnir hafa verid ad trufla folk her um slodir ad undanfornu. thegar eg sagdi ad vid værum klaufar med riffla, sagdi hann thad allt i lagi, thvi hann kynni alveg a hann. hefur reyndar thurft ad nota thegar isbjørn kom. Tha var hann einn a ferd hann Paulus. Tvilikur snillingur. Og godur i skak lika.

Thad var kallt en vid vel bunir. yfir i veidimannathorpinu Kap Tobin var a.m.k. tuttugu stiga frost.

En skakin gekk vel i dag. Robert tefldi fjøltefli vid 50 manns og 8 nadu jøfnu. Paulus thar a medal. Buinn ad eta moskuxa. fæ sel og isbjorn a morgun...

er ad setja a www.godurgranni.blog.is

kvedja af 70. breiddargradu.


snjor og skak og hundasledar og læti

 

Benidorm my ass....

_MG_4791

Her i Ittoqqortoormiit hefur ekki verid svo mikill snjor i 40 ar. en vedrid er gjørsamlega frabært og bilud thyrluferd og snjosledavelta strax i byrjun. en thad eru allir æstir i skakina eins og ma sja a:

www.godurgranni.blog.is

var ad teflavid Paulus Napatoq, hann er blindur. algjør snilli sem ætlar med leidangursmenn i hundasledaferd.... jebbs.


í tuttugu stiga gaddi með frosið nef í föðurlandi

 

Hrókurinn á 70. breiddargráðu.

Þann 12. mars nk. fer fjögurra manna hópur á vegum Hróksins til nyrsta byggða bóls Austurstrandar Grænlands, Ittoqqortoormit, öðru nafni Scoresbysund.Í samvinnu við hið kornunga skákfélag á þessum ríflega 500 manna stað, Tårnet (Hrókurinn), verður skákkennsla í grunnskólanum á staðnum, auk þess sem í það minnsta þrjú skákmót verða haldin.

 

hús og snjór  Fyrir réttu ári síðan fór þriggja manna leiðangur þarna norðureftir og tókst ferðin í alla staði vonum framar. Börnin tóku hinu íslenska skákfólki opnum örmum, enda ekki um margt að vera í páskafríinu þar sem staðurinn er mjög einangraður, 800 km í næsta bæ sem er Kulusuk og ívið styttra að fara til Íslands.Peter von Staffeldt, skólastjóri grunnskólans, hefur lofað að hafa skólann opinn fyrir skáklistina þó börnin verði komin í páskafrí og þeir Knud Eliasen, formaður Tårnet og Jörgen Thomsen, stjórnarmaður og sérlegur aðstoðarmaður Hróksmanna, eru farnir að undirbúa komu ferðalanganna.

 

Heiðursfélagi Hróksins númer ellefu, Paulus Napatoq, blindur fjórtán ára piltur, verður að sjálfsögðu heimsóttur, en hann lærði að tefla í fyrra. Drengurinn er algjör snillingur og fer sinna ferða á hundasleða á veturna en á hjóli á sumrin og lætur sjónleysi ekki aftra sér frá því að taka fullan þátt í lífinu í Ittoqqortoormiit. á röltinu í ittoqqortoormiit  Þetta er tólfta ferðin til Grænlands á vegum Hróksins, þar sem skákgyðjan er kynnt innfæddum og samstarf landanna styrkt. Fyrsta ferðin var fyrir fimm árum síðan til Qaqortoq á sunnanverðu Grænlandi, en síðan þá hefur Hrókurinn einbeitt sér að austurströndinni þar sem lífið er nokkru harðara fyrir innfædda auk þess sem félagsleg vandamál eru töluverð og atvinnuleysi umtalsvert.Svona ferðir eru ekki mögulegar nema með hjálp einstaklinga og stuðnings fyrirtækja, en Flugfélag Íslands hefur frá fyrstu ferðinni, árið 2003, stutt dyggilega við Grænlandsferðir Hróksins. Klæðning ehf studdi ferðina glæsilega að þessu sinni og Glitnir, Henson, Húsasmiðjan og Borgarleikhúsið sjá til þess að allir fái glæsilega vinninga, bikara og verðlaunapeninga. Öll börnin í bænum fá einnig páskaegg frá Góu.

 

Leiðangursmenn að þessu sinni eru þeir Robert Lagerman, Þórður Sveinsson, Andri Thorstensen og Arnar Valgeirsson, en allir hafa þeir tekið þátt í Grænlandsverkefni Hróksins undanfarin ár. Munu þeir setja inn fréttir á Grænlandssíðu Hróksins, www.godurgranni.blog.is

og kíkið á það, jebbs

og líka. búinn að sjá rambó. jamm, við jökull kíktum á piltinn. bjútífúl mynd fyrir saumaklúbba.


respect, respect, þú fimmtugi heiðursmaður

 

"gary numan var víma. þegar við heyrðum are friends electric? var eins og geimverurnar hefðu lent í bronx. meira en hægt var að segja um kraftwerk og fleiri, þá var numan áhrifavaldurinn. hann er hetjan. án hans væri ekkert electro" segir hip hop frumkvöðullinn afrika bambaataa en í nýjasta mojo er skemmtilegt viðtal við numan sem einmitt ætlar að halda tónleika í englandi á næstu dögum.

nú, laugardaginn 8. mars 2008 er átrúnaðargoðið mitt, áhrifavaldur í tónlistarsögunni, flugmaðurinn og snillingurinn gary anthony james webb, eða gary numan, fimmtugur.

gary_numan_470x349  til hamingju með daginn.

hér er lagið sem afrika bambaataa fílaði svo vel, ég líka og milljónir manna, sugababes stældu og svo margir aðrir reyndar líka og var má segja upphafið að því að mér finnst, stórkostlegum ferli, með hæðum og lægðum þó, en það býttar ekki...

http://www.youtube.com/watch?v=6JQ70z6jU6A&feature=related

tubeway fyrst var numan reyndar pönkari en prófaði að hafa smá hljómborð einhverntíman með og kolféll. sá sem réði yfir tónlistarþættinum "the old grey whistle test" i sjónvarpinu hleypti hljómsveitinni hans, tubeway army, að í þættinum, svona í staðinn fyrir að velja simple minds, sem honum fannst ekki nógu kúl nafn.... en þeir spjöruðu sig sosum. þannig hófst þetta, jebbs, á are friends electric, svo kom cars og svona en þessi mynd var á úlpunni minni, teiknuð með túss, öll unglingsárin.

grrrr, nostalgía maður.....


today..

 

bingo er að fara á bingó með atla syni. jebbs, til styrktar ferðafélagsins víðsýn en ég er í því ásamt starfsfólki og gestum sem koma í atvhvarfið sem ég vinn í, vin.

erum sko að fara til danmerkur takk fyrir, afslappelsi, chill, sumarbústaður, cezanne-sýning, tívoli og öl....

jökull er á samfés í borginni og kemur síðar í dag.

scoresbysundsferðin alveg að bresta á og ég er hress með það. börnin í þessum einangraða 530 manna bæ fá sko fullt af gjöfum enda fyrirtæki og einstaklingar til í að hjálpa okkur.

skákfélögin hrókurinn og tårnet halda þrjú glæst skákmót. vetrarríkið dásamlegt. föðurland og lopasokkar...

um það má sjá á www.godurgranni.blog.is

og þetta verður sko updeitað alveg þvílíkt...


yesterday

 

í gær átti toppnáungi afmæli. hann pabbi minn. bráðum neyðist hann til að hætta að keyra leigubílinn sinn og ég veit að hann hlakkar ekki til þess. en hann á trillu þannig að þetta er svosem í orden.

í tuttuguogfjögurra stiga hita á fjögurra stjörnu hóteli á tenerife fékk hann sér kampavín í morgunmat, sem ég held reyndar að sé standardmorgunmatur þegar maður er á fínu hóteli á sólarströndum...

til hamingju með daginn í gær, pabbi.

í kvöld....

var ég að vinna til átta og fór svo á leiksýningu hjá halaleikhópnum sem er að sýna gaukshreiðrið. þvi miður féll sýningin niður á allra síðustu stundu vegna óviðráðanlegra orsaka eins og maður segir. bömmer skömmer, en ég hef séð sýningu hjá hópnum sem í eru áhugaleikarar héðan og þaðan og einnig fatlað fólk, en sýnt er í sjálfsbjargarhúsinu.

ása hildur vinkona mín er sýningarstjóri, og eitthvað fullt annað líka, öddi maðurinn hennar leikur og gunni gunn, gamli félagi, er í aðalhlutverkinu. sjitt, en svona er þetta bara.

en ég kíkti á kiljuna og er með annað augað á tinna í imbanum.

med venlig hilsen, arnar......


no country og big country. erfitt báðum megin..

 

fór í bíó. no country for old men. jamm, óskarsverðlaunin barasta hjá cohen bræðrum. myndin var auðvitað drullufín en þegar búið er að hæpa eitthvað svona upp þá býst maður við einhverju óviðjafnanlegu. en auðvitað eiga allir að sjá myndina, ekki kvestjón. líka þeir sem eru hræddir við nálar. líka þeir sem falla í yfirlið ef þeir sjá blóð. líka þeir sem... vúbbs, ekki segja meir.

en ég er orðinn heitur. það er rambo næst...

sá reyndar mynd í tjarnarbíói á sunnudagskvöldið, fjalakötturinn með kvikmyndaveislu.  sá "mannaland" - myndin mín um grænland -, heimildarmynd eftir anne regitze wivel þar sem nútímasamfélagi grænlendinga er lýst. farið ofan í áhrif nýlendustefnunnar á land og þjóð og fortíðin skoðuð og rýnt í væntingar um framtíð. kosin besta heimildarmynd dana á sl ári.

hún var auðvitað gríðarlega áhugaverð en fullmikið staldrað við í þinginu að mér fannst, bæði landsþingi grænlendinga og líka aðeins hjá rasmussen og co í danmörku. svo var hún tekin á vesturströndinni þar sem ég hef aldrei verið... en það var heldur betur skotið á baunana sem ætluðu að breyta þessu veiðimannasamfélagi í eitthvað annað á mettíma með því að henda öllum í ógeðslegar blokkir. og þeim mistókst bigtæm, desværre.

en afhverju í fjandanum fer ég alltaf einn í bíó??? er ég eitthvað leiðinlegur eða? djísús


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband