það vill svo ótrúlega skemmtilega og yndislega til að ég er í fríi þessa vikuna líka. en samt bara þessa sko, svo alltbú.
en þetta er ekki létt, horfði á eina mynd i gær og tvær í dag.
byrjaði reyndar á að koma eldri drengnum í skólann, já framhaldsskólann sko.... dji, hvað tíminn líður. og skólinn er á selfossi þannig að þetta var ekkert djók.
en í gær var það beowolf. fílaði hana bara fínt þó hún væri ekki í þrívídd í sjónvarpinu. komst bara í ævintýrafíling og það er hollt og gott.
í dag var það hafið hans baltasars. diskurinn verið lengi í hillunni og ekkert stuð að glápa en hún var bara helvedde góð. stundum fyndin, stundum óþægileg. en góð.
í kvöld var það downfall sem heitir eitthvað allt annað á þýsku. bruno gantz var hitler. og stóð sig vel. eitthvað á þriðja tíma en þess virði.
semsagt erfiður dagur. barn í skóla útálandi, lesa fréttablaðið og dv, poppa og horfa á tvær myndir.
jamm, það er sko ekkert létt að vera í sumarfríi sko. hardwork.
Bloggar | 26.8.2008 | 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sé að haugur af fólki, köllum..... aðallega, hefur kommentað á þetta.
ekki skrýtið svosem.
en hann fjensen í ammríkunni kom með þetta hérna og var langfyrstur með fréttirnar.
og svo er smá brot af ólympíu... eða píueitthvað þannig lagað séð, hjá henni ingveldi.
það er sko bara fyndið enda hefur ingveldur aldrei fylgst vel með íþróttaviðburðum.
en djö.... fyrirgefðu jensen, djöfulli asskollans er ég sammála þér maður.
![]() |
Fallegasti ólympíukeppandinn valinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.8.2008 | 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1940 fæddist stúlkubarn fyrir norðan. númer fjögur í röð níu systkina, jamm.
hún hefur unnið mörg störf á sinni ævi, svona meðan hún var að koma þremur sonum á legg. KEA, ríkið, kom nánast vinnumiðlun á akureyri á laggirnar og svo heillengi hjá akureyrarbæ. svo eitthvað sé upp talið.
hún vill allt fyrir syni sína gera, og ekki síður barnabörn, sem eru allt piltar, sex stykki og svo á hún kall sem alltaf hefur unnið mikið en þau eru nú farin að skreppa annað veifið í frí saman, tvö, sem betur fer.
obba hljóp heim í hádeginu til að elda ofan í kallana sína og svo aftur í vinnuna til að byrja klukkan eitt, ár eftir ár. hver nennir því í dag.
það þarf varla að taka það fram að Obba, eða Sigrún Björnsdóttir, Svarfdælingur, er besta móðir í heimi.
til hamingju með afmælið mamma.
Bloggar | 23.8.2008 | 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
norðurlandið var fínt og veðrið auðvitað alltaf best á akureyri. engin lygi. engin helvítis lygi.
veiði í svarfaðardalsá, skíðadalsmeginn. fékk ekkert en tveir stubbar á land.
veiði í hörgá en veiddi ekkert. atli náði einum stúf.
svo fór hann á sjó með afa sínum og veiddi ýsu.
ég skrapp á kaffí amour og kaffi akureyri. rétt kíkti í vélsmiðjuna þar sem geirmundur var arfahress.
eins og litli bró sagði: staður fyrir kalla með bindi og konur sem eru hættar með bindi....
jamm, mývatnsferð með mútter und fatter í bongóblíðu. goðafoss og svona og safnasafnið á svalbarðseyri sem var ferlega gaman.
át hammara í síðasta skipti í staðarskála. á að loka honum. jebbs, loka bara. og flytja veginn.
en rauðu ljósin fyrir norðan eru hjörtu. hjartalaga og rauð. stoppaði á rauðu og skoðaði píurnar sem löbbuðu yfir. alltaf sama rómantíkin.
Bloggar | 22.8.2008 | 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrirsögn dagsins er ÞESSI_H'ER
og greinin ekki svo vitlaus. dario fo gæti ekki skrifað svona bull eins og er að gerast fyrir framan nebbann á manni. sjitt, flyt á borðeyri eða eitthvað.
Bloggar | 14.8.2008 | 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sá í fréttablaðinu að það eru blómstrandi dagar í hveragerði með tilheyrandi tónleikum og grillveislum.
svo eru danskir dagar í stykkishólmi með tívolí og þorramat.... bryggjuballi og almennum ólifnaði.
kántrídagar eru á skagaströnd og þar verður dansað diskó. eða reif....
en það eru sko byssudagar í sportbúðinni og veiðihorninu, stoeger p350 og stoeger 2000 þar sem hægt er að velja um 10% staðgreiðsluafslátt eða vaxtalausar raðgreiðslur.
en halló akureyri, hér kem ég. strax á morgun. eða var allt búið???
Bloggar | 14.8.2008 | 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
nibbs, helvedde. þetta kom upp þegar ég gúgglaði skrapp út.
meina þarf að drífa mig á þessa....
nebb, sjitturinn, þetta kom upp þegar ég gúgglaði back soon.
segi eina setningu. hún er reyndar stutt.
en bömmer skrömmer, ekki getið á imdb. en geira er getið sem gaffer. ósanngjarnt og ég verð að taka að mér stærra hlutverk. algjörlega.
Bloggar | 13.8.2008 | 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
eftirfarandi grein birtum við á góðumgranna og skák punktur blog punktur is. að enda á fyrsta borði í níu umferða móti er snilld og bara varð að koma fram. súperdúper árangur. jebbs.
en semsagt kominn heim, ekki kveikt á sjónvarpi í tíu daga, varla kíkt á netið því það tekur ótrúlegan tíma þar sem netsambandið er lásí en ferðin fín, veiddi silung í vatni og þorsk á sjó, borðaði grænlenskt lamb og smá ísbjörn, og synirnir fíluðu sig í botn og vilja aftur. eru meira að segja að pæla í að ganga í skákfélag, jebbs. ótrúlegar framfarir hjá þeim á tíu dögum.
en sjitt hvað það var mikil bongóblíða, og ég með dúnúlpuna. svo fyrir þá sem nenna að kíkja á www.godurgranni.blog.is má sjá grein um landsleikinn þar sem atli skoraði eftir glæsta sendingu frá föður sínum. þrír feðgar í landsliðinu í fótbolta. ekkert kjaftæði sko.
Róbert Lagerman hampaði bikarnum á Greenland Open 2008
Sextíu og fjórir þátttakendur skráðu sig til leiks á sjötta Greenland Open mótinu á austurströnd Grænlands sem fram fór í gær, laugardaginn 9. ágúst í íþróttahöllinni í Tasiilaq. Gríðarlega skemmtileg stemning myndaðist á mótinu þar sem íslenskir meistarar og áhugamenn, grænlenskir krakkar og nokkrir harðir danir börðust við borðin. Yngsti þátttakandinn var Aqqa Larsen sem er fimm ára og mætti í hverja skák eins og sannur veiðimaður, lék af miklum krafti og náði að leggja nokkra.
Mótið var að þessu sinni til heiðurs Sigurði ísmanni Péturssyni, sem verður sextugur í haust. Hann hefur um árabil búið í Kuummiut, fimm hundruð manna þorpi og siglt með sendinefndir Hróksins ófáar ferðirnar milli bæja, auk þess að hýsa þá sem haldið hafa uppi skáklífinu i Kuummiut.
Fyrir mótið var stjórn Löberen biskupsins skákfélaginu i Tasiilaq, þökkuð samvinnan og góðar mótttökur. Fengu stjórnarmenn íslenska tónlist í boði Smekkleysu og glæsilegt eðaltaflsett að gjöf, sem greinilega fyllti þá krafti því þeir veittu Íslendingunum harða keppni.
Tefldar voru níu umferðir eftir Monradkerfi þar sem umhugsunartíminn var 7 mínútur. Fyrir síðustu umferð var svo Sigurður kallaður á svið og hann hlaðinn gjöfum, íþróttagalla frá Henson, konfekti frá Sandholt, íslenskri tónlist og að auki fékk hann taflborð áritað af sjálfum Garry Kasparov.
Þegar upp var staðið voru þeir Róbert og Einar K. Einarsson efstir með 8,5 vinninga en Róbert nokkru hærri á stigum. Lagði hann Arnar Valgeirsson á fyrsta borði í síðustu umferð en Einar hafði sigur gegn Pétri Atla Lárussyni á öðru borði.
Veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti hjá dömunum en þar kom í þriðja sæti Ingrid Kalia, í því öðru Saga Kjartansdóttir, andlit Hróksins í ferðinni og sú sem afhenti vinningana. Efst stúlkna varð Lea Ignatiussen og fékk hún glæsilega skáktölvu auk verðlaunapenings auðvitað.
Veitt voru verðlaun fyrir þá sem ekki voru í leiðangri Hróksins og þriðji varð Gaba Taunajik, annar hinn eitilharði kennari og meðstjórnandi Löberen, Hans Erik Larsen og efstur á palli sjálfur formaðurinn, Polle Lindt, sem stoltur tók á móti Kasparovborði og eðalköllum með gullmedalíu um háls. Náði hann fjórða sæti í mótinu sem er stórgóður árangur því margir öflugir skákmenn tóku þátt.
En þá voru það verðlaun fyrir efstu sætin: Spánverjinn öflugi Jorge Rodrigez Foncega náði bronsinu með sigri á Gunnari Frey Rúnarssyni í síðustu umferðinni, Einar K. Einarsson fékk silfrið og Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, fagnaði gullinu og lyfti glæsilegum bikar á loft við gríðarlegar undirtektir.
Svo var dregið um fimmtán happadrættisvinninga sem komu frá Henson, Smekkleysu og Sandholt, en ungur piltur hreppti þó glæsilega skáktölvu og brosti breitt.
Er Róbert þá sá eini sem hampað hefur bikarnum tvisvar á Greenland Open, en hann vann einnig 2005. Englendingurinn Luke McShane vann 2003, Jóhann Hjartarson 2004, Henrik Danielsen 2006 og forseti skáksambands Íslands, Björn Þorfinnsson í fyrra.
Ótrúleg veðurblíða hefur verið í Tasiilaq alla vikuna og engin lát eru á. Leiðangursmenn nota sunnudaginn til að fara í göngutúra um nágrennið þar sem náttúrufegurðin er engu lík, pakka niður og tefla við grænlensku krakkana sem koma í heimsókn og vilja meiri skák.
Eldsnemma í fyrramálið verður svo hoppað um borð í Þyt, fley Sigurðar ísmanns, sem kemur leiðangursmönnum til Kulusuk þar sem flogið verður með Flugfélagi Íslands, helsta styrktaraðila ferða Hróksins til Grænlands, heim til Reykjavíkur.
1-2 Róbert Lagerman (1) 2364 8.5
Einar K. Einarsson (3) 2100 8.5
3 Jorge Fonseqa (4) 2040 7
4 Polle Lind (38) 6.5
5-14 Gunnar Freyr Rúnarsson (2) 2120 6
Pétur Atli Lárusson (5) 2000 6
Arnar Valgeirsson (59) 6
Ásgeir Sandholt (48) 6
Hans Erik Larsen (36) 6
Guðmundur Valdimar Guðmundsson (14) 6
Gaba Taunajik (56) 6
Anders Pivat (47) 6
Konrad Larsen (34) 6
Mathias Kunuk (33) 6
15-17 Toby Sigurðsson (50) 5.5
Aqqaluk Johansen (19) 5.5
Hákon Svavarsson (53) 5.5
18-27 Atli Viðar Thorstensen (57) 5
Sigurður Ismand (61) 5
Jökull Arnarsson (8) 5
Dines Ignatiussen (15) 5
Age Konelionsen (27) 5
Josva Jörgensen (21) 5
Ásgeir Bergmann (11) 5
Ferdinand Mikaelsen (43) 5
Andri Thorstensen (58) 5
Hans Ib Kuitse (30) 5
Bloggar | 11.8.2008 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
veistu.... nei, ok, veist ekki neitt.
en hvað eiga stórkostleg austurlensk kvikmyndalist og stórkostleg akureyrsk tónlist sameiginlegt?
KLIKKAÐU_BARA og þú kemst að því. algjörlega frábært.
annars máttu gjarna fylgjast með laufabrauðinu næstu dagana hédddnasko
Bloggar | 2.8.2008 | 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
nei, ég er ekki hræddur um það. ekki einu sinni búinn að sjá batman. en sá samt mamma mía.....
en sendi hér afmæliskveðjur: Eddi Invars, frændi, tveggja mánaða á mánudaginn. Móðir hans, Helga Ólsen Ólsen, dirty years á þriðjudaginn. Viðar litli bróðir á afmæli á miðvikudaginn og hann hlýtur að vera eitthvað svona sjö fyrst að hann er fjórtán árum yngri en ég. samt á hann barn sko.
en aftur að upphafinu. það sem mér finnst skemmtilegt og svei, hef bara þörf fyrir sveiattan, það er að skreppa westur og skella upp barnaskákmótum og svona. fer á laugardaginn og atli sonur með. búnn að lána íbúðina og alles. reyndar átján manna ferð sko, með hróknum. undirbúningur gengur vel og sautján kassar af dóti fyrir krakkana á leiðinni, gjafir frá fyrirtækjum, takk fyrir og takk fyrir.
Krabbi: Ertu hræddur um að missa af einhverju ef þú segir ekki já við öllum áhugaverðum tilboðum? Treystu því að þú upplifir það sem hentar þér og þú hefur þörf fyrir.
verðum í kuummiut, kulusuk og tasiilaq og höldum upp á sextugsafmæli ísmannsins sem siglir okkur dittinn dattinn. og svona eru auglýsingarnar sem við hengjum um víðan völl og afraksturinn má sjá á www.godurgranni.blog.is
SKAK-IMIK UMAMMINEQ
Meeqqanut arfinilinniit attaninut ukiullit ilanngullugit.
Tallimanngorneq nal. 15.00 - 17.00
Katersortafimmi
Ajugaassunut akissarsiatssarqarluarpoq
Aamma Lotteriiqarpoq
Kukkulluuniit tikilluaqussaapput
Þetta þýðir semsagt: Skakturnering for börn 6-18 år. Fredag kl. 15.00-17.00. Vældige Premierer. Også Lotteri. Alle er velkomne.
Hrókurinn Island.
Bloggar | 31.7.2008 | 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar