birna björns og tvíbbarnir

 

ég veit að ég er húkkt á þessu og öfunda þessa skrattakolla en set bara færsluna hans róberts hér, með myndinni og alles, enda spennandi staður:

af godurgranni.blog.is

Róbert Harðarson skrifar:

Fréttin fór eins og eldur í sinu um þorpið: Birna með tvo húna spókar sig nú við bæjarmörkin hér í Ittoqqortoormit.

birna litlaÞetta vekur óttablandna virðingu í hjörtum skáktrúboða Hróksins, því það er ekki á hverjum degi sem við komust í nánd við konung norðursins -- eða í þessu tilviki drottninguna og peðin hennar.

Og þótt íbúar Ittoqqortoormit hafi kvóta upp á 30 ísbirni eru birnur með húna friðhelgar.

Ísbjörninn olli því að ekki var hægt að ná í okkur félagana á vélsleða á flugvöllinn á laugardaginn, en í staðinn fengum við dýrðlegt útsýnisflug með þyrlu.

Við reynum að láta birnuna ekki raska ró okkar. Framundan er skákhátíð Hróksins: Listasmiðja, þrjú skákmót, fjöltefli, kennsla og skáklottó!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

flott mynd af fallegum dýrum

Guðríður Pétursdóttir, 14.4.2009 kl. 00:05

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ahh, þú ekki á svæðinu, synd!

Og Leeds í dag, önnur synd!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.4.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Birnan hefur skákað ykkur.  

Marinó Már Marinósson, 15.4.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband