Öll helvítis járnhlið skjálfa
undrast myrkur, að ljós er styrkra.
Hlaupa fjandar og ætla undan,
ódæmi þeir sögðu að kæmi.
Hræðslan flaug um heljar byggðir.
Helga menn er fjötrar spenna,
hlaut óvinurinn lausa að láta,
lamdur og meiddur, er valdið beiddi.
Þetta orti munkur í reglu heilags Ágústíníusar um 1350. Heilmikill bálkur, kvæði númer 61.
og spurningin er: hvað heitir þessi piltur og hvað heitir allur bálkurinn ha??? veistu það?
Þess má geta að kveðið er af snilld og drottinn og helvíti koma við sögu saman eða til skiptis út í gegn. Og finnst manni að spádómur sé þarna kominn sveiattan.
hvert kvæði öðru magnaðra en númer 84:
Hræðist ég, að sárt muni svíða
samviskunnar byggð af grunni
sundruð öll, þá er syndir kalla
sína eign á hjarta mínu.
Dökkir munu þá fjandaflokkar
færast nær með ópi og kæru,
búnir mig að brenna og skeina,
bíta, kremja, rífa og slíta.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll minn góði Líddsari og til lukku með sigurinn um helgina!
Hafi munkur þessi ort svo já á íslenska tungu og vrið uppi á 14. öld, er svarið einfalt, en spurningin svo aftur hvað sé í verðlaun!?
Eysteinn Ásgrímsson og hans Lilja, sem allir upp frá því vildu kveðið hafa!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 23:23
Uppi VERIÐ, afsakaðu.
Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 23:24
verðlaunin eru heiðurinn meistari, heiðurinn. svo hefurðu fengið þín verðlaun þessa vikuna, átta-eitt og svo mun væntanlega aldrei aftur verða.
unni þér þessu enda líkar mér illa við real og bókstaflega þoli ekki skumsarana en ekki ofmetnast væni minn.
lilja er stórbrotið listaverk, svei mér þá og auðvitað hárrétt hjá pilti.
arnar valgeirsson, 16.3.2009 kl. 01:38
Hann gúgglaði þetta, mannhelvítið...
Ingvar Valgeirsson, 16.3.2009 kl. 08:49
Vegna þess hve mér hefur lengi þótt vænt um litlu bróðurómyndina þína og vorkennt honum fyrir dvergvöxtin, þá heyrði ég ekki hvað hann sagði hér að ofan og fyrirgef honum eins og alltaf!(og ef ég skildi hitta þig svo ólíklega á öldurhúsi, skal ég glaður gefa þér kókglas Ingvar minn!)
En ykkur báðum til fróðleiks, þá var ég nú í VMA forðum látin lesa einvherja fimm áfanga allavega í Íslensku og þar voru tveir allavega meir og minna ljoðalestur út og inn.Þar kom Liljan auðvitað við sögu og þetta var nú reyndar ekki mjög erfitt að kveikja á, ég tala nú ekki um vegna þess að ég veit um "Liljuna fögru í garðinum nálægt Adda" konuna sem sem best já gæti alveg orðið forsætisráðherra innan ekki of langs tíma!? Man enn í dag er hún var að taka kvennaskákina með trompi og hvað manni fannst hún sæt!
En takk Addi minn kærlega fyrir heiðurinn og kveðjurnar, hlýja mér um hjartaræturnar!
Og svo já til ykkar beggja, til lukku með vin ykkar þarna Numan, sá að þú varst að skamma lillan fyrir að muna ekki eftir afmælinu!
Magnús Geir Guðmundsson, 16.3.2009 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.