fór á kynlífsfræðslu í vikunni. betra seint en aldrei sko.
sjöundi og áttundi bekkur háteigsskóla fékk yfirhalninguna og það var skyldumæting hjá foreldrum. þrettán og fjórtán á árinu.
hópur vaskra kvenna, eða tríó, kom og messaði yfir lýðnum enda alvanar og hafa gert í mörg ár.
annars voru þetta fabúleringar um hvenær stelpur byrjuðu á blæðingum og pælingar þeirra með það, kynsjúkdómar og kynlífsreynslur unglinga, klám á netinu og svo kom fram að há prósenta stelpna væru byrjaðar að lulla hjá fimmtán ára en heldur færri drengir. og færi auðvitað stigvaxandi uppúr því.
það komu geiflur á foreldra. svona hræðsluáhyggjuhrukkur og munnviprur.
svo var liðinu skipt í hópa og krakkarnir fóru fram og foreldrar urðu eftir. hópavinna og foreldrar áttu að nóta hjá sér hvað krakkar vildu vita og krakkarnir svo að koma með spurningar.
við vorum auðvitað ægilegir pjúrítanar og fólk nóteraði: hvenær væri eðlilegt að hefja ástundun kynlífs, virða hvert annað, þetta með blæðingar og hormóna og svona ditten og datten, ósköp sætar pælingar enda börnin okkar bara börn sko.
svo komu krakkarnir og spurðu hvert í kapp við annað, að vísu blóðrauð í framan og feimin en spurðu samt.
strákarnir vildu vita hvort ekki væri í lagi að putta og láta totta og stelpurnar hvort það væri gott að fá fullnægingu og hvort endaþarmsmök væru eðlileg.
skelfingarsvipurinn á mömmunum var eins í bíó. þegar ég sá the excorcist....
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
O m g.... það hefur sem sagt verið mjög lærdómsríkt að mæta á þessa fræðslu.. þó ekki væri nema til að uppgötva að börnin eru farin að pæla ansi mikið í kynlífi......Ég þakka mínu sæla fyrir að mín börn eru eru ekki lengur börn
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.2.2009 kl. 17:51
Soso Addi, hefði nú viljað fá betri útlistun, til dæmis að hverju nákvæmlega ÞÚ varst spurður og þinn hópur og hverju þið svöruðuð hinum mjög svo EÐLILEGU spurningum!?
Þetta var jú KYNFRÆÐSLA Haha!
En sigur ´gær minn mann, til lukku, "Play-off" sæti hlýtur í það minnsta að vera takmarkið!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.2.2009 kl. 18:02
Ég heyri að þessi mál eru í betri farvegi en í skóla dætra minna. Ég hef um skeið verið einstæður faðir tveggja á táningsaldri, 13 og 15 ára og ég verð að viðurkenna að sumar spurningar þeirra eru talsvert óþægilegar en maður reynir samt. Og ýmislegt þarf maður að taka sér fyrir hendur sem ekki hefur verið á mínu verksviði gegnum árin og ber þar helst að nefna brjóstahaldara og nærfatakaupin. Maður hefur nokkrum sinnum fengið nákvæmar fyrirskipanir um hvað þurfi að kaupa og gjarnan fengið skrítið augnaráð í undirfatadeildum verslananna þegar maður, í sakleysi sínu og einlægum vilja til að uppfylla óskir augasteinanna sinna, spyr um ákveðna tegund eða stærð.....
Jæja, stundum þarf að gera fleira en gott þykir
Hjalti Tómasson, 12.2.2009 kl. 12:40
Dásamlegt :D
Bullukolla, 12.2.2009 kl. 17:23
hef grun um að það reyni á hjalti, að vera einstæður faðir með þrettán og fimmtán ára dætur. djísúss maður. held ég sendi bara baráttukveðjur, finn engin önnur orð hehe.
já, arna. þú ert nú í svipuðum pakka og þarft væntanlega að svara álíka spurningum. nema þú hafir verið séð og sért búin að skipuleggja dæmið. enda kom fram að mæður eru duglegar að uppfræða dætur og pabbar standa sig ekki svo illa með syni.
en maður mátti vita að það kæmi að þessu. man þegar sá eldri sagði hinum yngri frá hvernig börnin yrðu til. það var fyrir átta árum og ristabrauðið hrökk aftur upp úr mér....
arnar valgeirsson, 12.2.2009 kl. 18:54
uhuuu . . . ég er vel undirbúin og má segja að fræðslan á mínu heimili sé heldur of mikil . . . í hina áttina sko! Ónefndur gaur kom bara heim með gúmmíið fullt til að sanna nokkuð fyrir móður sinni. Spurning hvort að ég ætti ekki að fara að koma mér í Krossinn eða Hvítasunnusöfnuð
Bullukolla, 16.2.2009 kl. 23:15
vona að dóttir komi ekki með svona sólid sönnun líka. bumbusönnun.... ættir að ganga í kvenfélag akureyrarkirkju og baka á sunnudögum. róa hugan og auðmjúk taka afleiðingum gjörða þinna. og barnanna.................................................
arnar valgeirsson, 18.2.2009 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.