lundúnarhreppur er ekki afleitur staður. þarna getur maður túristast eins og bilaður..... túristi. var þarna í fimmtán manna hópi og eiginlega fararstjóri þó ég þekki staðinn ekki neitt sérlega vel. en allt blessaðist enda átti iceland express heiðurinn af skipulagningu, utan þess að ég - í samstarfi við ferðalanga sosum - bauð upp á snilldarferðir.
en við sáum leik, west ham og hull og það var mögnuð stemning. tvö núll og allt kreisí. og flestir fóru í tate modern þar sem dali og miro, picasso og mondrian voru upp um alla veggi. og skruppum í leikhús að sjá we will rock you sem er queenshow, pínu undarlegt en stuð og fjör.
tók þátt í skákeinvígi um miðja nótt eftir nokkra kalda og gekk bara vel. svaf lítið og trillaði í heljarinnar hóp að big ben og skrapp eina lauflétta ferð í london eye og fór alveg ógeðslega hátt upp í loft. sá næstum því til seyðisfjarðar.
ferðin var fyrsta ferð í sameiginlegu verkefni rauða krossins og iceland express þar sem farþegar gefa klinkið sitt í poka, því safnað saman og búnar til hópferðir fyrir fólk með geðraskanir. allir þvílíkt sáttir og magnað framtak. flugfreyjurnar innrömmuðu ferðina með frábærri þjónustu báðar leiðir og rútur komu okkur til og frá bæði fótbolta- og flugvelli. sem var aldeilis ekki verra því þetta er fremur stór hreppur sko.
bara magnað og ég lítið hvíldur en bara hress í máli og menningu þessa helgina, sem er nú alltaf fínt. nema að bíllinn minn fer ekki í gang og það er ekki fínt.
óska sjálfum mér, og þér líka, til hamingju með vinstra vorið sem byrjar að blása hlýjum vindum umsvifalaust. og sjallarnir farnir úr stjórn. og beint í fýlu. sem var viðbúið.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fróðlegur pistill, Arnar! Lundúnahreppur er góður heim að sækja.
Hlédís, 1.2.2009 kl. 22:01
Londonsýsla er á bannlista núna og England allt. Hef ekki einu sinni séð Bond og ætla aldrei aftur til Londonkjördæmis fyrr en Brown er dauður og helst dysjaður utangarðs.
Ingvar Valgeirsson, 1.2.2009 kl. 22:42
flott keis hjá ykkur og RK. bara smá áhyggjur af því að fara með geðraskaða á fótboltaleik í London. er það ekki eins og að bera í bakkafullan lækinn ?
'An gríns alveg frábært hjá ykkur. er stoltur af þér.
en hvernig gengur í gítarnum, kanntu eitthvað santana solo ennþá ? og kíktu svo á dæmið að kíkja við hérna á eitthverjum af þessum reisum :o)
bless og til hamingju með byltinguna. að þetta tókst án þess að nokkur yrði skotinn er alveg geggjað.
enn er notturlega ekkert úti voninn að hægt sé að skjóta eitthvern svona útrásarjöfur.
ha det....
hvutti, 3.2.2009 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.