nú er semsagt þessi indæla ríkisstjórn að makka um að vígsla ráðherraembættum og auðvitað ráðherrum með þeim formerkjum að ekki verði boðað til kosninga. ætla semsagt að sitja áfram og halda áfram að gera ekki baun í bala svo ég og kannski þú förum endanlega á hausinn.
ingibjörg getur ekki staðið í svona miklum ferðum og færir sig í menntamál og svo fram og til baka með hitt gengið, jóhanna hættir "með reisn" því nú þarf að skera niður og bjarni kemur inn fyrir björn og árni hættir sennilega því honum bauðst víst að vera forstjóri landsvirkjunnar. tek fram að það var sko ekki í mínu umboði. enda helvítis spilling hvort sem hann fer þangað eða í annað vænt djobb.
meira um_þetta_hér
"meginástæðan fyrir því að St. Jósepsspítala í Hafnarfirði er lokað og starfsemin flutt annað sé einbeittur vilji Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra og frjálshyggjumanns að koma fótum undir hugmyndir auðmannsins Róberts Wessman og fyrirtækis hans Salt Investment um einkarekstur á heilbrigðissviði. Sérstakan áhuga hefur Róbert á því að búa til öfluga einkarekna skurðstofu."
heilmikil grein um þetta á eyjunnipunkturis og þar kemur einnig fram "að Róbert hafi víðtækra hagsmuna að gæta í rekstri tengdum heilbrigðismálum, m.a. í tengslum við lyfjafyrirtækið Actavis og stóran eignarhlut í Háskólanum í Reykjavík. Í skólanum er nú lýðheilsudeild en áhugi á því að færa út kvíarnar á heilbrigðissviði."
nei nei, þetta er ekki spilling. þetta er bara svona nett form að einkavæðingu sjálfstæðisflokksins. jebbs, hvað er maður að kvarta.
meira um_þetta_hér
aðalhagrfræðingur den danske bank skilaði skýrslu tvöþúsundogsex og sagði að þetta færi nákvæmlega allt til andskotans, hélt að vísu að það yrði fyrr. ráðamenn sögðu hann ekki með réttu ráði.
þessi sami hagfræðingur sagði ráðamenn ekki hafa haft hugmynd um hvernig ætti að bregðast við kreppunni og að setja fyrrum forsætisráðherra sem seðlabankastjóra ekkert annað en stórslys. hann sagði þetta; stórslys.
maðurinn var greinilega með réttu ráði en ráðamennirnir okkar, þessi sömu og eru að býtta á stólum svo þeir missi ekki völdin eru idiotar og landráðamenn í hrikalega neikvæðri merkingu að mínu mati. að mínu mati sko.
bæjarstjórinn á seyðisfirði sagði í nýársávarpi til sveitunga sinna að það væri betra að hætta að borga lánin fremur en reyna að borga eitthvað sem aldrei gengi upp. hætta bara og byrja upp á nýtt fremur en henda öllu í hýtina.
þegar maður tekur ofan fyrir bæjarstjóra sem talar svona þá er maður í helvítis fokking fokki og býr í sorglegasta landi í heimi. eða fallegu landi með sorglegum ráðamönnum.
farinn..... en vonandi ekki á hausinn.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert röfl, skýrthugsandi skákmenn fara ekkert nema kannski til Grænlands, alls ekki á hausinn!
Ágætur pistill!
Magnús Geir Guðmundsson, 11.1.2009 kl. 21:40
Sammála. Þessar hrókeringar ráðherranna eru algjör móðgun við kjósendur. Eins og við séum ekkert annað en grasasnar og trúum að með þessu séu þeir að AXLA ÁBYRGÐ !! Fokk.
Anna Einarsdóttir, 11.1.2009 kl. 22:30
. . svo satt, svo satt og sorglegt.
Þökk fyrir fallegu bókina sem ég ætla að gleypa í mig . . . ja líklega bara í kvöld þar sem ég lagði mig í dag. Mig dreymir bara snjó og er búin að fá nóg.
Kveðjur að norðan
Bullukolla, 11.1.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.