pisst, pisstari og pisstastur

 

bara að pæla.

hvers vegna þurfum við að hafa sextíuogþrjá þingmenn þegar þeir eru að dinglast á þinginu að fjalla um vorfrí?

það eru tíu ráðherrar, einhverjir þeirra en sko örugglega ekki allir, að lufsast við að reyna að fá yfirdrátt hjá kínverjum og norðmönnum. sömu ráðherrarnir og sögðu að hagfræðingarnir væru annaðhvort öfundsjúkir eða þyrftu að fara í endurmenntun ef þeir minntust á að við værum að detta í djúpan skít.

færeyingar og pólverjar lána bara óumbeðnir og ráðherrarnir fatta það ekki einu sinni.

og svo þarf þingið ekki að fjalla um lánið frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum því það rúmast innan ramma ríkissjóðs!!!! halló, hvað getur þetta lið eiginlega skuldsett mann í viðbót ha?

horfði á silfur egils í nótt og mörður árna frá samfylkingu og ragnheiður ríkharðs frá sjöllunum sögðu svona frá þinginu, og þau eru í ríkisstjórnarflokkunum. er eitthvað skrýtið að fólk sé að verða pínu pisst?

 

og það undarlegasta við allt saman er að geir og björgvin eru að slá einhver vinsældarmet þessa dagana. JÓNAS segir réttilega að fólk sé meira fífl en meira að segja hann hefði nokkru sinni haldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég held reyndar að Jónas sé síðasti maðurinn á landinu sem hafi efni á að kalla einhvern fífl...

Ingvar Valgeirsson, 12.11.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband