fimmtíuogsex

 

Smábókaútgáfa

HELGAFELLS OG ÍSAFOLDAR

mun marka tímamót í sögu íslenzkrar bókaútgáfu og bókmennta. Tilgangur útgefenda er raunhæf bókmenntakynning meðal æskufólks og allrar þjóðarinnar í bæ og borg. Tugum úrvalsverka ísl. bókmennta, fornsagna, skáldverka, ljóða, leikrita og perlum heimsbókmenntanna, mun verða dreyft, ekki aðeins inn á hvert heimili, heldur og gerðar að persónulegri eign, allra unglinga, jafnt ríkra sem snauðra. Markmið forlaganna er að innan tveggja ára eiga allir Íslendingar nokkurt safn úrvalsbóka, sem enginn, sem teljast vill maður með mönnum, má án vera, né þeir sem eru það, geta án verið.

Fylgist með útgáfunni. Kaupið bækurnar jafnótt og þær koma út. Hjálpið til að útbreiða þær.

Haldið vörð um íslenskan menningararf. Takið þátt í  baráttunni gegn gervibókmenntunum.

Eigið þér Jónasarljóð?

jonasHallgrimssonþetta stendur semsagt á baksíðu bókarinnar Jónas Hallgrímsson, Ljóðmæli. ég á fimmtu útgáfu sem tómas guðmundsson, þá hjá helgafelli, gaf út 1956 og markmiðin greinilega skýr.

en bókin er stútfull af ljóðum og heilu bálkunum þar sem hann annaðhvort blótar mönnum, fátækt eða veðri, nú eða talar undur fallega um menn, ríkidæmi sitt í fátæktinni eða þá veðrið...

oft fallega um konur líka. lífs eða liðnar.

meðal annars níu kvæði um veðrið í sínum ólíkustu myndum. flottast er um mollu:

Veðrið er hvorki vont né gott,

varla kalt og ekki heitt.

Það er hvorki þurrt né vott,

það er svo sem ekki neitt.

 

æ, var í máli og menningu um helgina. slatti að gera bara og vonandi að þetta verði bókajól. sem betur fer eru íslensku bækurnar að fara ágætlega, margar allavega.

engar gervibókmenntir sko....

 

er að lufsast við að klára eitt stykki sem hefur tekið ótrúlega langan tíma miðað við að hún er skemmitleg. byrja svo á varginum hans jóns halls á morgun. absólúttttt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

bæti við link hér með haug af ljóðum JÓNASAR  fyrir þá sem vilja teljast menn með mönnum, mega án vera.....

arnar valgeirsson, 9.11.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: arnar valgeirsson

mega sko ekki án vera. djössins. sjitt hvað ég hata að gleyma svona.

arnar valgeirsson, 9.11.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Pálína Ásbjörnsdóttir

Ég kíkti á linkinn og datt beint í þetta:)  Á við í dag....en eg svo sem skil ekki síðustu línu, viltu útskýra hana fyrir mér? 

SPARNAÐUR

Eg er kominn upp á það,
allra þakka varðast,
að sitja kyrr í sama stað,
og samt að vera að ferðast.
Ef enginn talar orð við þig,
- á það skylduð hlýða! -
þá er að tala við sjálfan sig,
og svo er um það að ríða.

Pálína Ásbjörnsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband