sverð og orð

 

"Á sama tíma og aðrir lærðu að beita sverðum hafði Loftur lært að beita orðum. En í óbyggðum gerir það lítið gagn að vera vel máli farinn, erfitt er að telja héra á að ganga í snöru".

og,,,

"Ilkka hallaði sér fram til að horfa beint í augu hennar. En þá vildi ekki betur en svo til að á sama augnabliki stóð stúlkan upp til að spyrja kjötdeildina hvað eitthvað kostaði. Ilkka, sem nú var i óþægilega miklu návígi við brjóst hennar, dró andann djúpt og ávarpaði geirvörtuna eins og míkrófón".

 

úr bók sem ég er að lesa. jebbs, koma sér í gírinn.

 

 

 

annars minnti mig þetta á málshátt sem ég notaði einu sinni í fyrirsögn í viðtali, fyrir löngu. hann er samt flottur.

"vegur tunga þó vopn bresti"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

... og hvað heitir svo þessi athyglisverða bók..... er það kanski leyndó.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband