vúbbs, var einmitt að lesa núna rétt áðan viðtal við manninn í fréttablaðinu þar sem hann í bjartsýniskasti sagði engan bilbug á bauhaus að finna og þeir myndu sko opna. sem þeir ætla að gera.... seinna.
en að öðru. tengdu þó.
fjölmiðlar eru að standa sig ótrúlega illa í havaríinu og þó sérstaklega sjónvarpið. það eru blaðamannafundir í beinni og hálftíma fréttir um ósköpin og það er ekki ein jákvæð frétt, dag eftir dag. svo fylgir kastljósið á eftir og þar er vælt og skælt, enda kannski ekki annað hægt og t.d. í dag endaði það með viðtali við sálfræðing sem fræddi okkur um hvernig fólk ætti að reyna að plumma sig. sem er kannski jákvætt.
amatörar
öll þjóðin er á hliðini og hálf þjóðin algjörlega í losti. við þurfum eitthvað smá pósítívt hérna, inn á milli. kommon, fjölmiðlafólk á að vita þetta. en sjónvarpsliðið er í sínum amatörfíling og sér ekki nema í eina átt með sínum ferhyrnda haus. geðdeildir eru í viðbragðsstöðu. það er haugur af viðkvæmu fólki út um allt sem er annaðhvort alveg dofið eða að fara yfirum.
blöðin og netmiðlarnir hafa þó haft rænu á að koma að einhverri gleði inn á milli. dv til dæmis kemur með smá tjútt annað veifið, þó skrýtið sé, enda ritstjórinn hann reynir og fréttastjórinn hann tóti ekki frægir fyrir að trítla mikið um gleðinnar dyr. en ef þeir gera það er það með lúðraþyt og söng sem er annað mál... en smá satíra gleður þó mannsins litla hjarta.
ein frétt var gleðileg sem ég sá á vísi.is. KA vann stórsigur á HK í handboltanum. og þessi er svo undarleg að maður brosir út í bæði. jamm, gott að eiga góða inniskó.
en til að tapa sér ekki í gleðinni þá var ég einmitt að lesa um fermingargjafir undanfarinna ára. jebbs, verðbréfin. unglingar landsins eiga haug af verðbréfum. eða áttu.....
einhverjir eru að tapa milljón. og ekki komnir með bílpróf. takk fyrir það ríkisstjórn. takk fyrir það seðlabanki. takk fyrir það jakkafata pókerspilarar sem redobbluðu alla peningana okkar og rúmlega það. og töpuðu bigtæm.
en meðan bretar vilja senda tundurdufl á skerið okkar þá er húmor í dönum þar sem blaðamenn hjá vefsjónvarpi extabladet fóru íklæddir lopapeysum með söfnunarbauka, sem skreyttir voru íslenska fánanum, og stóðu fyrir utan magasin du nord (sem ég held að sé eiginlega eða kannski ennþá í eigu íslendinga, svona á pappírunum) og söfnuðu fyrir íslenska ríkið. söfnuðu 320 dönskum krónum, því margir gáfu nú smá til að rétta af skútuna. það gerir vel á fjórða þús.....nibbs, hvurslax vitleysa er þetta.
(ekki langt síðan maður reiknaði hundraðkall danskan svona þúsundkall íslenskan og rétt rúmlega það) þetta gerir sko sexþúsundogfimmhundruðkall. jamm, gengið maður, gengið.
dugar ekki en hjálpar til.
til að minna þig á það að gott er ævinlega að hugsa um geðheilsuna og kannski ekki síst núna, því það er verra ef hún fer. það er alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur á morgun og hátíð í perlunni frá fjögur til sex. tónlist og huggulegheit og þú finnur þetta á
á laugardaginn er þetta fína skákmót sem ég ætla að græja. sem komið hefur fram.
pistli lokið og farinn að lúlla, þakklátur fyrir að eiga ekki verðbréf.
Bauhaus frestar opnun á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jæja já kallinn minn. góður pistill og ekkert of snemma í því. heldur ekkert of seinn. raunverulega veit maður ekki í hvort að klígja. talaði við systur mína á íslandi núna í hádeginu, sem segir mér að menn á íslandi gerðu bezt í að skylja jakkafötinn hangandi á herðatrénu ef fari úr húsi þeas. einhver ands... verður að taka eitthverja ábyrgð. erfitt fyrir marga að hugsa hvað er hvort, en þeir sem alltaf hafa bara gengið í gúmmískóm, gallabuxum, og hafa næstum ekkert vit á verðbréfum yfir höfuð ? sumir sem meira að segja nefna bílinn sinn eitthvað sem minnir á rollu. út af því að maður hefur hugsað sér að eiga hann eitthvað. út af því að sumum eru hlutir eitthvers virði. já, að hugsa sér. en þeir ganga með höfuðið hátt sem eiga það skilið, og hinir ekki, en á gúmmískóm.
Maggi í Kattholti (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:15
Látum einhverja sæta ábyrgð - byrjum á Gordon Brown, sem stútaði síðasta einkarekna bankanum á klakanum með kjaftæði. Enda er hann kommúnisti.
Svo hengjum við Demókrataflokkinn í Júessoffei, sem komu á ríkisábyrgð húsnæðislána - sem hratt jú öllu dómínódraslinu af stað. Gó Repöbblíkans!
Nú skal huga að gjaldeyrisforðanum og velja íslenskt. Drekka brennivín, tindavodka, skjálfta og kalda. Sjá Reykjavík Rotterdam. Fá sér lopapeysu. Snæða harðfisk með smjöri og hangiket og skola því niður með ískaldri mysu. Brugga svo landa og rækta kókalauf til útflutnings.
Ingvar Valgeirsson, 10.10.2008 kl. 16:58
Ættir að taka í lurgin á lille bro!
GB nei ekki besti vinur Íslands, en ætli hann sé nú samt ekki álíka mikill kommúnisti og Geir Hilmar!?
En Leeds - Brighton 3-1! Gríðarleg gleðitíðindi fyrir þig og ég gleðst auðvitað með vegna Gary McAllister!
En Arnar minn, mitt í þeirri gleði, verð ég að slá á aðra, KA vann ekki HK, AKUREYRI vann Handknattleiksfélag Kópavogs!
Magnús Geir Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.