skákfélag vinjar er að brillera í fjórðu deild íslandsmóts skákfélaga. jebbs, hrókurinn kom á fót skákfélagi í vin, athvarfinu sem ég starfa í, fyrir fimm árum og skírði það vinaskákklúbbinn. flott hjá þeim.
þróunin varð sú að hann arnar sjálfur fór að halda utanum klúbbinn og góðir menn og konur hafa komið og hjálpað okkur með æfingar og mót. nú er þetta skákfélag vinjar, formlega komið í skáksamband íslands og skráð til leiks í fjórðu deild þar sem þrjátíu lið héðan og þaðan keppa.
helgin fór fram í rimaskóla að mestu, enda teflt föstudagskvöld, tvisvar laugardag og síðasta umferð í morgun. við erum í sjöunda sæti með 62% vinningshlutfall eða fimmtán vinninga af tuttuguogfjórum.
ég tók þó bara eina skák, enda umsvifamikill liðsstjóri. en ég vann. jamm, vann mína fyrstu skák á íslandsmóti og nú er bara ein leið. uppávið.
en snilldin er að í liðinu eru menn sem hafa teflt lengi en aldrei verið með á mótum, kannski vegna þess að þeir hafa þjáðst af geðröskunum. svo líka gamlir jálkar sem voru ógeðslega góðir í gamla daga en ekkert verið með í áratugi, einmitt, vegna þess að þeir hafa verið veikir á geði.
svo eru þarna vinir okkar og vandamenn, þeir sem hafa komið í vin og teflt á mótum og hjálpað til við ýmislegt.
djöfull erum við að brillera maður. og seinni hlutinn er á akureyri í mars.
hef ráðið félaga minn, hrannar jóns, sem einmitt fer fyrir liðinu á fyrsta borði og hefur unnið allar fjórar hingað til, sem skákþjálfara minn næstu mánuði. hann fær fríkeypis kaffi og kannski bjór þegar ég hef tekið gríðarlegum framförum.
þannig að hann þarf að bíða aðeins eftir bjórnum....
er samt með smá móral yfir að hafa ekki sinnt drengjunum mínum sem skyldi um helgina. en þeir eru stórir og það er tölva og dvd á heimilinu. og mastermind og skák........
bjarga sér sko, bjarga sér
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.