djísús kræst.
eftir fréttir voru auglýsingar. alveg ógeðslega lengi og sjónvarpið auglýsti sjálft sig endalaust, þórhallur malaði og malaði um hvað það væri mikið af frábæru íslensku efni í imbanum í vetur. svo kom önnur og þórhallur malaði endalaust um hvað það væri ótrúlega magnað erlent efni í sjónvarpinu í vetur. og svo kom aftur auglýsingaskilti og bling, það var kynnt endalaust barnaefni, innlent og þýtt og stundin okkar og ég veit ekki hvað.
allt frábært. og svo auglýsingar í fokking langan tíma og svo kom þáttur.
spaugstofan. SPAUGSTOFAN..... sjitt.
djísús kræst tvö:
fyrir ekki svo löngu hringdi ég í stúlkukind - sem ég þekki, júnó, ekki alveg sljór - og bauð upp á erótíkst nudd með ívafi. hún hló og sagðist ætla í bíó. Í BÍÓ.......
kannastu við höfnunartilfinningu ha. já, HÖFNUNARTILFINNINGU.
leið eins og þegar ég mojaðist með stelpu og var varla búinn að segja gúddnæt þegar hún byrjaði með gamla kærastanum aftur.
eða í gamla daga á vertíðarárunum þegar ég sló fram öllu því karma sem fyrirfannst og náði að véla píu sem var rosalega kúl stelpa. fannst að ég hefði staðið mig þvílíkt vel. varla búinn að segja gúddnæt þegar hún var komin í sambúð. MEÐ STELPU.....
þetta fer að jaðra við einelti þetta helvíti. sjitturinn titturinn.
eins gott að maður var ekki fæddur 1790 þegar meðalaldur íslenskra karlmanna var 30 ár. þá væri ég bara hreinlega dauður eða aldraður hreppsómagi.
nú, eða fæddur í malavi. þar er meðalaldur karlmanna rétt um fertugt. maður væri á útopnu við að lifa síðustu andartökin og rembast við að kreista eitthvað út úr lífinu ha.
en þar eru tjellingarnar þó ekki alltaf í bíó.
fokking bíó.
Þórhallur laug og það er drasl í sjónvarpinu. farinn að lesa góða bók eða hlusta á tónlist.
Bíó my ass.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er viss um að stelpan ætlaði á ABBA :-)
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.9.2008 kl. 23:16
Hallæri heitir það maður!
Er þá "Holdvasaljósið" ekki síðasta hálmstráið eða rússneskur pöntunarbæklingur!?
Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 00:16
Þú stendur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Konur sjá þetta sama við mig, ég veit ekki hvað það er en þær fara eitthvert annað þegar ég sting upp á einhverju næs tú dú.
Þú varst kannski of fljótur á þér að opna bókina í gær. Það var ágætis efni eftir spaugstofuna. Bíómynd sem hét Kinky Boots og fjallaði um fólk í skóverksmiðju og svo var önnur þar á eftir, Children of Men sem fjallaði um ófrjósemi. Ég entist ekki yfir henni því ég varð að sofna snemma til að mæta í vinnu og ég er ekkert smá syfjaður núna.
Hilmir Arnarson, 28.9.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.