ég hef verið kallaður heiðinn kommúnisti. finnst það nú bara hrós. en nú er ég semsagt orðinn kirkjurækinn heiðinn kommúnisti. svo er nú það.
fór í messu í morgun á þessum drottinsdegi á þessu herrans ári. aðallega vegna þess að atli er að fara að fermast og þarf að skila inn ákveðnum kirkjukvóta. og ég með semsagt.
fór reyndar í kirkju líka um síðustu helgi. en það var í breiðholti og þá í skírn. nú í háteigskirkju og bara í venjulega messu sko.
presturinn talaði um hitt og þetta. blóm og grasagarð og lykt og upplifanir og hugarástand og auðvitað eitthvað um jesú og guð og svona. hann sagði líka að maður ætti að vinna og vera duglegur en taka einn vikudag sem hvíldardag og þá mætti maður ekki vinna og ekki láta neinn vinna. hvorki börn né þræla né ambáttir. bara iðka sína trú.
ég er semsagt búinn að vera í helgarvinnu í bókabúðum í tíu ár. jebbs, tíu ár. og er þ.a.l. þvílíkt syndugur að ég fer straight down sko. engir vængir bara tómur arineldur. held nú það.
(við atli tókum hvíldardaginn í gær, spiluðum mastermind og skák og rétt hlupum útí búð að kaupa laugardsagsnammi. tvær myndir...)
hann sagði líka að maður mætti ekki stela, ekki morð fremja og ekki girnast eigur náungans. hvorki eiginkonu, peninga, hús né asna. halló, þetta er nú dáldið of mikið á mann lagt sko.
þetta var sosum hugljúf stund og tónlist og söngur en kirkjan full af unglingum sem voru bara að stælast og töffast. enda að fara að fermast og þurfa að fylla kvótann.
en svo fórum við atli bara í bíó og sáum "skrapp út" sem gengur út á grasreykjandi lið, sveppabökur og gemsa á ferðalagi. hún var fyndin og skemmtileg fannst mér. íslensk fyndni sem er að virka í útlöndum en ekki eins mikið hér. ég sagði alls sex orð í myndinni og lék eitt aðalhlutverkið af aukaaukaaukaleikurunum enda sögðu sumir ekki neitt sko. "jæja, komdu stebbi, bíllinn er kominn" og það var sagt með mikilli sannfæringu, bara eins og allt væri í alvöru. ekkert feik. jamm, snilldarinnkoma......
helgin búin, sjitt. mánudagur á morgun, sjitt.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.