skírn og gifting - enn og aftur

 

jamm, stúfur frændi skírður í hóla og fellakirkju barasta. kominn í hjörðina hjá drottni sjálfum og fékk opinberlega nafn, svona í leiðinni. sem var ekkert leyndarmál því hann hefur heitið Edvard Þór frá því hann fæddist.

Ómar Guðjóns spilaði á gítar og Ingi Valur söng og rúlluðu þeir því upp. skórnir hans ingvars - aka ingveldur - vöktu þó mesta athygli og ef ég fæ mynd af þeim skelli ég henni inn.

atli sonur minn fékk kvittun hjá prestinum, staðfesting á komu..... enda að fara að fermast sko. jökull þurfti enga staðfestingu, enda fermdur borgaralega. haugur af gjöfum og engar skuldbindingar. snilld.

glæst kaffi í hólabrekkuskóla og eddi boy fékk haug af gjöfum. haug.

síðast þegar þau helga og ingvar skírðu barnið sitt, hann stebba stuð júníor, giftu þau sig í leiðinni og tárin flóðu í kirkjunni. gátu það ekki aftur, auðvitað, en hefðu slegið í gegn hefðu þau skilið.

það hefði verið flott konsept sem ingvari fannst skemmtileg hugmynd en helgu fannst það svo innilega ófyndið. þessar stelpur sko....

en ég skellti mér þá bara í brúðkaup annarsstaðar. í bíóhöllinni með mömmu og pabba - sem rúlluðu suður á bóg auðvitað - og jófý frænku. sveitabrúðkaup í bíósal í breiðholti.

fyndið en langdregið, eins og reyndar flestar giftingar eru yfirleitt. stundum fyndið og stundum langdregið að vera giftur.

gifti mig aldrei.

aldrei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En Arnar, maður á aldrei að segja aldrei! Hvað myndir þú annars geta sagt þegar og ef Judit polgar birtist og bæði um hönd þína til EILÍFÐARTAFLMENNSKU!?

SEgðir þú nei?

Neineinei, þú segðir ekki nei ALDREI!

Og ég sagði aldrei já!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þú gleymdir að taka fram hversu ógeðslega góður Ómar var á gítarinn. Alveg Nóbels.

Ingvar Valgeirsson, 14.9.2008 kl. 23:34

3 identicon

Ef þú giftir þig þá hefur þú aftur tækifæri og ástæðu til að dansa non stop í 25 tíma , spáðu í það maður.

Gulla (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Iss, ég dansaði í 28 tíma og sló metið hans Adda bróður. Enda er hann kelling.

Ingvar Valgeirsson, 15.9.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: arnar valgeirsson

en ingveldur. þú slóst metið en það var sko ekki nonstop. læknir fyrirskipaði hlé á klukkustundarfresti. hlé....

hlé er fyrir tjellingar.

ingveldur = tjelling

arnar valgeirsson, 15.9.2008 kl. 22:27

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ekki vera vondur við litlu systur Arnar...

Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 01:42

7 identicon

Hvað er að , ég bjó nú bara í næsta sveitafélagi við ykkur á þessum árum og hafði ekki þörf fyrir að dansa svo dögum skipti, you dance fool´s .  Ég væri til í að boga mig inn á sýningu þar sem þið væruð að dansa í 25 - 28 tíma , ekki svo viss um að þið gætuð það í dag ( það er það skemmtilega við þetta ). múhahahahah 

Gulla (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:28

8 identicon

Þarna átti að koma fram að ég væri til í að BORGA mig inn á sýningu .

Gulla (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband