knúsumstumstund

 

lyfta upp huga.

menning og listir.  sniðugt að kíkja td HINGAÐ sem ég gerði í dag. þar var einmitt bloggari og akureyringur, nú eða akureyrskur pólítiskt þenkjandi bloggari að sýna innan um verk í eigu safnsins. smá gestaþraut en gaman að því sko.

fór líka á  tutti bene á skólavörðustígnum. þar er ungt myndlistafólk að sýna allskyns myndir, þ.á.m. arnljótur sigurðsson sem er bassaleikari, myndlistarmaður og leynivopn skákfélags vinjar sem ætlar sér á íslandsmótið, leynt og ljóst. fullt af vinum og vandamönnum okkar sem koma að tefla á mánudögum og ganga í skákfélagið sko.

langar að kíkja á skrapp út en nenni varla, ógeðslega latur. sjitt. samt búinn að vaska upp og setja í þvottavél en sófinn alveg argar á mig: koddu, koddu, koddu, koddu og knúsaðumig.

svona eins og nýja platan hjá hvanndalsbræðrum, knúsumstumstund....

 

djö maður. genginn í staðfasta sambúð með sófanum mínum og við horfum saman á tíufréttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband