þegar tiltölulega ungur piltur var að pæla í því hvort hann ætti kex eða eitthvert góðgæti til að hafa með núðlusúpunni i kvöldmat, heyrði hann í gömlum félaga símleiðis. án þess að minnst væri á núðlusúpu, nú eða kex, var pilti boðið að fyrra bragði í kvöldverð alla leið í grafarvog og þáði hann auðvitað boðið þó það kostaði bíltúr uppí sveit.
dagurinn hafði reyndar farið í að kíkja hingað sem honum þótti aldeilis skemmtilegt og svo hingað sem honum fannst líka gaman, en svo brunaði drengurinn í voginn. júníus guðni og sigga_guðna buðu honum upp á íslenskst eðallambalæri með frönskum, kokteilsósu.... nei djók, rjómalagaðri unaðssósu, saladalasigga og guðaveigum frá austur-evrópu sem hann gat auðvitað varla bragðað á vegna bíls sko. ha.
varð þetta auðvitað snilldar kvöldstund hjá þessum tiltölulega unga pilti sem sjaldan er boðinn í fínustu kvöldverði þar sem hann á enga tjellingu, svona til að fitta inn sko, en samræður snérust um mörg mikilvæg málefni eins og stangveiði, ástarsambönd, framhjáhald, tölvumál, ferðamál og barnauppeldi. smá pólítik og lítið minnst á trúmál, enda nánast edrú samkoma....
jú, svo var minnst á steggja- og gæsapartý. þar sem júnni hefur enn ekki lufsast á skeljarnar, þá hlakkar þessi ungi og tiltölulega ungi maður til þess að taka að sér steggjastjórnun. ekki þarf að leita langt yfir skammt, þarf ekki einu sinni í kópavoginn því óðal og vegas eru að fara að opna aftur með starfsfólk í júníformi. jess.
svo er stórafmæli hjá ungfrúnni - því ekki er hún frú erlensdsson - og þá mun júníus syngja til hennar eins og hún söng til hans á hans stórafmæli. að vísu ekki eins því hún kann að syngja og syngur inn á plötur og alles, en hann raular oní bringuna á sér í sturtu. og líka aðeins þegar hann er fullur. en auðvitað kann hann ekkert að syngja.
pilturinn vonar bara að hann júnni litli verði fullur í stórafmælinu. og taki hells bells og dancing queen.
afhverju ertu að klóra þér svona í eyranu júníus?
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehehehe verði þér að góðu minn kæri !!! þetta Tagged dæmi er að gera mig geðveika og fær maður allskonar lið að senda sér skilaboð - og hef ég því ekki gert meira en að svara uppáhalds matarboðsfólki og fjölskyldunni
Júnni á eftir að lesa þennann pistil þinn og mun hann örugglega urlast
Takk fyrir gærkveldið - mér var á orði við vin þinn Júníus hvað þú værir skemmtilegur og þú værir örugglega komin með konu ef þú væriri ekki svona flókinn hehehehheheh
knús úr Grafarvoginum
Sigga Guðna (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.