júguð og sigguð

 

þegar tiltölulega ungur piltur var að pæla í því hvort hann ætti kex eða eitthvert góðgæti til að hafa með núðlusúpunni i kvöldmat, heyrði hann í gömlum félaga símleiðis. án þess að minnst væri á núðlusúpu, nú eða kex, var pilti boðið að fyrra bragði í kvöldverð alla leið í grafarvog og þáði hann auðvitað boðið þó það kostaði bíltúr uppí sveit.

dagurinn hafði reyndar farið í að kíkja hingað sem honum þótti aldeilis skemmtilegt og svo hingað sem honum fannst líka gaman, en svo brunaði drengurinn í voginn.  júníus guðni og sigga_guðna buðu honum upp á íslenskst eðallambalæri með frönskum, kokteilsósu.... nei djók, rjómalagaðri unaðssósu, saladalasigga og guðaveigum frá austur-evrópu sem hann gat auðvitað varla bragðað á vegna bíls sko. ha.

sigga guðnavarð þetta auðvitað snilldar kvöldstund hjá þessum tiltölulega unga pilti sem sjaldan er boðinn í fínustu kvöldverði þar sem hann á enga tjellingu, svona til að fitta inn sko, en samræður snérust um mörg mikilvæg málefni eins og stangveiði, ástarsambönd, framhjáhald, tölvumál, ferðamál og barnauppeldi. smá pólítik og lítið minnst á trúmál, enda nánast edrú samkoma....

jú, svo var minnst á steggja- og gæsapartý. þar sem júnni hefur enn ekki lufsast á skeljarnar, þá hlakkar þessi ungi og tiltölulega ungi maður til þess að taka að sér steggjastjórnun. ekki þarf að leita langt yfir skammt, þarf ekki einu sinni í kópavoginn því óðal og vegas eru að fara að opna aftur með starfsfólk í júníformi. jess.

júnnisvo er stórafmæli hjá ungfrúnni - því ekki er hún frú erlensdsson - og þá mun júníus syngja til hennar eins og hún söng til hans á hans stórafmæli. að vísu ekki eins því hún kann að syngja og syngur inn á plötur og alles, en hann raular oní bringuna á sér í sturtu. og líka aðeins þegar hann er fullur. en auðvitað kann hann ekkert að syngja.

pilturinn vonar bara að hann júnni litli verði fullur í stórafmælinu. og taki hells bells og dancing queen.

afhverju ertu að klóra þér svona í eyranu júníus?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehe verði þér að góðu minn kæri !!!  þetta Tagged dæmi er að gera mig geðveika og fær maður allskonar lið að senda sér skilaboð - og hef ég því ekki gert meira en að svara uppáhalds matarboðsfólki og fjölskyldunni

Júnni á eftir að lesa þennann pistil þinn og mun hann örugglega urlast

Takk fyrir gærkveldið - mér var á orði við vin þinn Júníus hvað þú værir skemmtilegur og þú værir örugglega komin með konu ef þú væriri ekki svona flókinn hehehehheheh

knús úr Grafarvoginum

Sigga Guðna (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband