Þetta eru hrikalegar tölur og ömurlegt til að vita. á grænlandi búa um 56.000 manns og um og yfir 50 sem fara fyrir eigin hendi á ári, þar af næstum tuttugu manns, já tuttugu manns, á austurströndinni. þar búa fjögur þúsund.
nú hef ég nokkrum sinnum komið til grænlands, þó alltaf til austurstrandarinnar þar sem fólk býr í bæjum sem eru frá 100-1700 manns. það segir sig sjálft að búa á litlum einangruðum stað þar sem fátækt er mikil og því miður alkóhólismi líka, gerir framtíðarpælingar ekkert sérlega bjartar. öll veiði hefur minnkað gríðarlega undanfarin ár og nú er svo komið að grænlendingar mega ekki selja nokkurn skapaðan hlut úr landi, engin skinn eða klær, ísbjarnar td, ekki náhvalstennur og kvóti á allt klabbið. og það sem þeir veiða er nýtt, alveg upp til agna.
held að við íslendingar ættum og gætum svo sannarlega gert ýmislegt til að gera líf okkar næstu granna aðeins auðveldara. sérstaklega barnanna. það eru 400 km stystu leið frá vestfjörðum til grænlands. 400 km. ísbjörn getur nánast synt þetta.
það eru 390 km frá reykjavíkur til akureyrar ef þú keyrir. þetta er bara handan við sundið og þá blasir við ævintýraheimur. flottasta land í heimi og þrátt fyrir allt er þetta upp til hópa besta fólk í heimi. það kann bara ekki á hraðann og vesenið í vestrænum samfélögum og vill bara lifa í núinu. fara í göngutúra með nesti. út á ísinn og veiða fisk eða sel. þetta eru náttúrubörn og veiðisamfélag.
sem má þó varla veiða.
nú í september koma einmitt 28 börn á tólfta ári, frá litlu bæjum austurstrandarinnar, og dvelja í kópavogi í 10 daga og læra að synda. já, það er ein sundlaug á grænlandi og hún er í nuuk, höfuðborginni á vesturströndinni. sumir læra að synda í stöðuvötnum þegar ísinn bráðnar. og kvartaðu svo bara yfir kulda í laugunum hér.... og sturtuaðstöðunni!
þetta er þriðja árið sem krökkum á tólfta ári er boðið til íslands og það voru skákfélagið hrókurinn, sem farið hefur fimmtán sinnum westureftir að kenna krökkum að tefla, og KALAK, vinafélag íslands og grænlands sem stóðu fyrir þessu í byrjun.
hrókurinn var að koma, átján manns sem fóru og flestir voru í 10 daga og settu upp fullt af barnaskákmótum og stofnuðu eitt félag. riddarann í kulusuk en biskupinn í tasiilaq - ammassaliq -og hrókurinn í ittoqqortoormitt eða scoresbysundi eru til og standa fyrir æfingum.
í ágúst 2006 féll ung stúlka fyrir eigin hendi í tasiilaq. hún var sextánda fórnarlamb erfiðra aðstæðna og ein af þeim sem sá ekki fram á bjarta framtíð á austurströndinni - það árið. og það var bara ágúst. 16 af 4000 og árið hálfnað.
þess má geta að aðeins um 15 grænlendingar búa á íslandi og ég held þeim farnist býsna vel. sem betur fer. það búa um 15 þúsund... grænlendingar í danmörku og sem betur fer farnast mörgum vel en aldeilis ekki öllum. og sem betur fer er unga fólkið að fara í auknum mæli að mennta sig til þess að starfa sem kennarar og annað sambærilegt í sínum heimabæjum.
ég hef trú á grænlandi. langlangfallegasta land í víðri veröld. og þó danir hafi gert ýmislegt gott þá hefur þeim líka tekið að gera ýmislegt slæmt þarna undanfarna áratugi.
aukum samstarf við grænland. veit það er ýmislegt í deiglunni en betur má ef duga skal. grænlendingar fíla íslendinga.
vona að við getum með sanni sagt það sama um þá. allavega ég, allavega ég.
Ein af hverjum fjórum reynir að taka eigið líf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Danska ríkið og umhverfisfasismi bera nú töluverða ábyrgð á þessu ástandi.
Haraldur Davíðsson, 27.8.2008 kl. 17:13
Þetta eru sláandi tölur sem þarna eru nefndar.
Þið skákfélagar eruð að gera frábæra hluti á Grænlandi og ég er viss um að það er nú þegar búið að létta á mörgum börnum þar sem þið hafið farið um og kennt skák. Ferðir barnanna til Íslands ekki síður mikilvægar.
Marinó Már Marinósson, 27.8.2008 kl. 21:42
Frábært að þið séuð að gera svona góða hluti með grænlendingum. Maður hefur svo sem heyrt að alkóhólismi og tengt vesen sé landlægt en þessar tölur eru hrikalegar. Eins og þið sannið, þarf ekki mikla peninga til að breyta lífi margra til hins betra. Það sem þarf er fólk sem lætur sig málin skipta. Ef ég væri búsettur heima myndi ég setja upp kvikmyndasmiðju fyrir grænleska krakka. Leyfa þeim að koma með hugmynd, vinna hana, kvikmynda og klippa. Þá hugmynd fékk ég allavega þegar ég las færsluna. Ef fleiri gera svona hluti, komast krakkarnir í burtu í smá tíma, sjá menninguna í öðru landi og fara vonandi heim með fullt af hugmyndum og orku sem gagnast Grænlandi.
Villi Asgeirsson, 28.8.2008 kl. 07:36
flottar pælingar villi. einmitt það sem þarf og kostar ekkert endilega brjálað... þegar þú ert alinn upp í hundrað manna bæjarfélagi og kemst ekkert i burtu, nema í bát yfir hásumarið eða þyrlu yfir veturinn sem kostar svo mikið að enginn hefur efni á, þá er merkilegt að sjá eitthvað annað.
og reykjavík er fyrir þau eins og sjöföld new york fyrir íslensk börn. gott að sjá að lífið hefur uppá eitthvað að bjóða. og þetta er ótrúlega frábært fólk, upp til hópa.
arnar valgeirsson, 28.8.2008 kl. 13:10
Þetta er góð hugmynd og eins og þú segir Arnar, þetta þarf ekki að kosta mikið.Vert að skoða nánar.
Haraldur Davíðsson, 28.8.2008 kl. 15:16
Takk fyrir kommentið snúlli minn ! jú ég er búin að draga karlinn ýmislegt en ekki svo mikið um fjöll
hafðu það gott og hlakka til að hittast næst - vonandi sem fyrst !
Sigga Guðna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.