þann tíunda mai setti ég inn nokkrar uppáhaldsplötur. ætlaði sko að setja topp tíu en þær urðu svo margar að ég náði með naumindum að skera í tuttuguogsex. fjórtán á þeim lista en hér kemur top dösin semsagt lox.
flestar eru þarna vegna þess að þær eru viðbjóðslega góðar en aðrar vegna persónulegs gildis eins og maður segir og þess vegna uppáhalds sko.
röðin ekkert endilega akkúrat rétt enda erfitt að segja hver er bestust af þeim bestustu ha...
Talk Talk. it´s my life. Tvítugsafmælið mitt dróst á langinn því kristján og svenni voru með headfón í marga tíma og fíluðu sig. Fórum samt í sjallan og sáum: Dave dee, Dozy, Beaky, Mick and Titch. Held að Titch hafi verið með en ekki viss. áfengi haft um hönd og mörg ár síðan. eða allavega nokkur. Þokkaleg grúppa í tvítugsafmæli ha?
Gary Numan, Pleasure Principle. Frá fermingu til tvítugs komst fátt annað að. Geðveikt smeðveikt. "here in my car, i feel safest of all, i can look all my doors".....
Bubbi, Ísbjarnarblús. Bubbi ber að ofan og ég man eftir sukkinu á þessum dúdum. vil ekki segja sögurnar því allir fara í mál á þessum síðustu sko. En þetta voru pönk og ról ár. Þó margt hafi verið í gangi, Þeyr og hitt og þetta þá var þetta tímamótaverk. jamm, algjört. Jón pönkari sem hangir fyrir altari og slagsmál, ríðingar, fyllerí á meðan Jack London horfir barasta á klabbið.
David Bowie. Alladin Sane eða A lad in sane... Auður barnsmóðir og þáverandi sambýliskona gaf mér og held alltaf uppá plötuna sem reyndar er diskur. Lady grinning soul er með betri lögum heims. ekkert annað sko. Svo hlustaði maður haug á Low, Scary Monsters, Heroes og allt jukkið bara.
Rush, Grace under Pressure. Djöfull hlustaði maður á þetta á rúntinum með téi á Akureyri. Grace under Pressure og Signals. Skapti kynnti mig fyrir Rush, ég kynnti Ingvar fyrir Rush og hann hefur ekki borið þess bætur. og mun aldrei.
Black Sabbath, Heaven and Hell. Lagið heaven and hell bara settist að í heilanum mínum í marga mánuði og átti þar heima. Grundarfjörður fyrir löngu, verbúðarlíf og rokk og ról. og landi....
Pink Floyd, The Wall. Var lengi að taka við Pink Floyd en tók þeim fagnandi þegar þeir náðu mér. Svo var ég auðvitað á tónleikunum með Roger Waters og Scorpions og öllu liðinu við Brandenburgerhliðið í Berlín, ágúst 1990. Seldust held ég 180.000 miðar en hliðið brotið niður og 220 þúsund snarklikkuð kvekendi á svæðinu. sjitt, upplifun.
Uriah Heep, Demonds and Wizards. Jamm, maður tók sko Heep árin nokkur. átti haug af plötum með þeim en ekki lengur. Þessi held ég best þó ekki væri nema fyrir The Wizard. Margir sem skilja af hverju. snilld.
BeeGees, Greatest hits. bara vegna þess að Úlli og Árni frændur mínir gáfu mér þegar ég var tólf eða eitthvað. Fyrsta platan sem ég eignaðist fyrir utan eitthvað barnastöff. Gáfu mér reyndar Andy Gibb en ég skipti í þessa vegna "nights on Broadway". Var húkkt á þessum dúdum lengi. Gerðu margt svakagott áður en þeir urðu vibbafrægir.
Tangerine Dream, Underwater Sunlight. Keypti hana ´86 þegar ég leigði í breiðholti. Borgaði 17 þúsundkall í leigu og var með 23 þús á mánuði í Hampiðjunni. Það var ekki lúxuslífið á manni þá. En að hlusta á góða tónlist er góð skemmtun. Svo fattaði ég gott ráð því ég átti ekki fyrir mat. Keypti bara campariflösku og fékk mér einn hressandi. Varð ekki svangur fyrr en næsta dag. þá fékk maður sér bara camparíglas og...... Þessi plata er rafræn symphonía. bjútífúl. Og svo er þetta flottasta plötunafn ever.
Baraflokkurinn, Baraflokkurinn. Fyrst platan bara best. 45 snúninga dæmi og lagið Fog. Eftir Balla bassa. Hann spilaði þetta einu sinni á skemmtarann minn sem enn er lifandi og býr á Stokkseyri. Það er skemmtarinn. Held að Balli sé í borginni bara. fann ekki mynd en þeir voru í þessari mynd sko. algjörlega.
AC/DC, Back in Black. Hells bells, back in black, you shook me all night long.. yeeeahh. þarf að fara nánar út í það eða?
Ozzy, Numan, Megas, Tom Waits, Japan, Dylan, Propoganda, tangerine Dream, Neil Young, Jethro Tull, Blue Öyster Cult, Iron Maiden, Kraftwerk og Ham áttu plötur 13-26.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man eftir tvítugsafmælinu, held ég. Allavega man ég eftir Svenna og Kristjáni með heddfóninn, syngjandi It´s my life. Sungu reyndar meira af tilfinningu en getu. Fín plata.
Rush breyttu lífi mínu gersamlega. Vonandi til hins betra. Besta band í heimi, punktur og spaghettí. Demons and Wizards með Heep er líka í uppáhaldi. Er svo heppinn að hafa séð bæði Heep og Ken Hensleigh (sem sá ekki spaugileg ahliðina á því þegar ég kallaði hann alltaf Ben Kingsley) flytja það lífs hér á landi á.
Svo man ég eftir Bee Gees-plötunni. Langbesta stöffið er síðan kringum sjötíu. Svaðafínt hjá hálsbólgubræðrunum frá Isle of Man.
Ingvar Valgeirsson, 27.7.2008 kl. 23:52
Jamm, seint koma sumir listar en koma þó! En
asskoti skemmtilegt hjá þér og Heep, AC/DC, PF, SAbbath, Bubbi, að ég tali nú ekki um BARA flokkin, allt hluti af minni æsku og unglingsárum!
ER ekki stóraðdáandi Rush, en veit alveg í hverju snilldin felst hjá kanadiska þríeykinu. Ingvar litli tekur þó 2112 fram yfir þessar tvær sem þú nefnir minnir mig!?
Magnús Geir Guðmundsson, 29.7.2008 kl. 21:19
Þú hefur eins tónlistasmekk og ég. þs ægir öllu saman. Allt frá Abba til Judas Priest. Ég skammast mín ekkert fyrir það lengur, enda enginn til að gera grín að þessu. Kannast við að hlusta a Bowie, Hepp í bland við Talk Talk. En ég er alæta og þá meina ég alæta. Vantar Jusse Björling.
Hvað hefur orðið af öllum bloggvinunum, þs bloggvinakerfinu hjá mbl? Gengið sér til húðar? Hef ekkert fylgst með þessu.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 30.7.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.