rapid eye movement

 

þið sem misstuð af þáttunum þarna..... seven ages of rock, sjitt, minnir að þeir hafi heitið það, sem voru í imbanum um daginn, ættuð að skammast ykkar.

í beinu framhaldi, nú eða á ská, þá er hér intró á plötu mánaðarins.

ég sá þætti þrjú og fjögur og fimm og sex og sjö en semsagt ekki fyrstu tvo.

no3: genesis, roxy music og listanemagáfumannafílingur og leikhúsið komið í tónlistina. nú, og bowie auðvitað.

no 4: pönkið. sex pistols og svo clash og stuð og læti. gefið skít. jamm, skítt með kerfið sko.

no5: rokkogról. ozzy, mötley crew, black sabbath, deep purple og nostalgían alveg lak af manni.

no: 6: stage rock. þegar liðið fór að græða farkíng big tæm. ekkert í smásölum heldur 150 þús kvekendi að borga haug og kaupa boli. queen, led zeppelin, police og fleiri.

accelerateno 7: seattle grungið. rem, nirvana og svoleiðis lið. áhugavert hvernig þolinmæði þrautir vinnur allar. nema kannski hjá honum kurt. varanleg lausn á tímabundnu vandamáli sko.

no 8: ... númer átta! sjitturinn er ég að ruglast. voru þeir ekki bara sjö. allavega var síðasti með indípoppinu breska. farkíng leiðinlegu oasis og svo the smiths og suede og stone roses og svona. og hann þarna pete dogherty dúd...

en: REM. þeir voru góðir og maður lærði mikið um þetta lið. átti bara eina plötu með þeim, monster. þangað til á þriðjudaginn. eignaðist þá accelerate. glæný og drullufín. ekkert helvítis væl, bara rokkogról.

ellefu lög og það er sko ekkert flóuð mjólk.

mæli með því að þú eignist hana sem fyrst og skrúfir upp í draslinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fyrst ekki var Rush í þáttunum voru þeir örugglega hommalegir.

Ingvar Valgeirsson, 15.7.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ussususs, hefur gleymst að stinga upp í lilleman! En Buck er semsagt að rífa aðeins í gítarinn ef ég skil þig rétt, eitthvað sem varið er í!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Hilmir Arnarson

Mér þótti þessir þættir aðeins of fínlegir, eiginlega of dæmigerðir.  Pönkið fínt en hefði viljað sjá eitthvað eins og glamúr, dauða, trash og hvað þetta heitir nú allt.  Eru sjö þættir ekki of lítið fyrir rokk í sjö áratugi?

Hljómsveitir eins og Slayer, Pantera, White Zombie, Beasty Boys, Dio, My dying Bride, Motorhead, Iron Maiden hefðu mátt fá smá pláss, ekki satt? Mjá!

Hilmir Arnarson, 16.7.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband