wanted... framsókn

 

jamm, bannað að breyta þjóðsöngnum og ungir framsóknarmenn í skammarkróknum. reyndar ekki í fyrsta sinn.

bannað að klæðast og bannað að breyta fánanum, eða bara fara illa með´ann. ogvodafone og doctor spock í skammarkróknum. ekki í fyrsta sinn.

ég sá wanted í gærkvöldi. hún er fín. þrátt fyrir að vera pínu óraunveruleg. óraunveruleg í byrjun, óraunveruleg í endann og óraunveruleg þar á milli. en fín.

hressandi kvekendi, kúlur sem beygja og vefstóll sem ræður öllu. jamm, og bílaatriðin töff.

en óraunveruleg.

angelina-jolie-wanted-movie-poster angelina jolie, morgan freeman og eilífðartöffarinn terence stamp. þessi hér í aðalhlutverkinu þó. sjáðana bara.

 

græddi bigtæm í gær. svefnpoka og sokka. köku og teygjubyssu. gjafakort í kringluna og lakkrískonfekt. nýja diskinn með rem og bol. og annan bol og tertu.

svo fæ ég í glös...

 

sirius bók annars var ég með smá fyrirlestur í morgun um sirius herdeildina dönsku á grænlandi. heimildir í sunnudagsblaði moggans og í þessari bók þarna --

 

fjallaði líka um ísbirni. heimildir voru úr bókinni minni "grönlands hvide björne" eftir erik w. born og hérna. takk kolgrímur...

byrjaði samt á því að lesa þetta_hérna upp afþví að það er fyndið. takk anna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Reyndar ertu að meina pönksveitina RASS en ekki Dr. Spock...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.7.2008 kl. 01:39

2 identicon

Dúllan mín. Hvernig get ég gleymt. Audda. 0807??. Hversu oft hef ég ekki pikkað þessa tölustafi.

HAMingjuóskir með þennan áfanga

björg (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 10:02

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jæja, þú ert farlama gamalmenni...

Atli Þór og Jóhannes Haukur þjóðsöngsmorðingjar komu við á Celtic á laugardagskvöldið og léku og sungu nokkur lög. Það var svakagaman og þeir voru nýkomnir frá því að skemmta annarsstaðar. Því hélt ég, þegar ég sá fréttina um þjóðsöngsmálið, að það hefði átt sér stað sl. laugardag. En, nei, þetta gerðist fyrir nokkrum vikum síðan og hafði lagið verið á jútjúb síðan þá. Fréttastofan eflaust vitað um málið allan tímann, en beðið með það. Gott að eiga frétt inni þegar það er gúrka.

Það er frétt þegar tveir menn grínast með þjóðsönginn í lokuðu einkasamkvæmi. Ekki jafnmikil frétt fyrir skemmstu þegar Spaugstofan grínaðist með sama lag í ríkisstyktum sjónvarpsþætti. Man ekki eftir að neinn hafi þá talað um sektir eða fangelsi.

Nenni ekki að sjá Wanted. Sá bara Morgan Frímann um daginn í Gone, baby, gone. Hún var frábær.

Svo hélt ég að síríus væri súkkulaði.

Ingvar Valgeirsson, 10.7.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband