lilja og coverdale, töffarar

 

whitesnake2wið winir og feðgar fórum á whitesnake í kvöld. jökull með frænda sínum, atli með mér. það var þokkalegt stuð og fjör, gítarsóló í mónó og steríó, trommusóló og læti. og coverdale er eilífðartöffari með tennur sem búið er að spartsla í og mála....

stuðið var þó mest í uppklappinu þegar kallinn sögn soldier of fortune án undirleiks - eða kannski ekki stuð, bara svona nostalgíufílingur sko - og svo tóku þeir burn í lokin sem var aldeilis hressandi.

skákmótið í vin til heiðurs lilju tókst hrikalega vel. tuttuguogsjö kvekendi skráðu sig en metið þar áður var átján á morgan kane skákmótini í fyrra. þá fengu allir þátttakendur morgan kane bók sko.

liljumotið aron inginú fengu allir bækur, sérvaldar af þeim braga kristjóns og ara gísla í bókinni ehf. og það var happadrætti þar sem aron ingi græddi skákborð signaterað af sjálfum kasparov. og flotta kalla með. finnur kr. fékk miða í borgarleikhúsið.

 

liljumótið 1björn þorfinns, nýkjörinn forseti skáksambandsins vann þetta. ekki ég. svo ógeðslega langt því frá...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, skemmtileg athugasend hér að ofan! En þú segir ekki, skreytti karlinn sig bara með Deep Purple aukalögum, eins og Whitesnake eigi ekki nægan sjóð frá sínum fyrri árum! En Soldier Of Fortune tvímælalaust eitt af fallegri lögum rokksins, sem og Child IN Time auðvitað og When A Blind Man Cries svo tvær aðrar Purpleballöður séu nefndar!

Og Björn er FRÆNDI MINN, því má ekki gleyma!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: arnar valgeirsson

það er ungmennafélagsandinn sem gildir. er skynsamur og geri mér grein fyrir  að afrek mín þar sem skákgyðjan kemur við sögu verða ekki færð í bækur. en get samt kennt grænlenskum börnum, sem og jafnvel íslenskum. þeim sem ekkert kunna sko.

hef þó átt eina og eina en þó dáldið fáar bara.....

arnar valgeirsson, 11.6.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

þú heldur stærsta mót ársins þegar ég er að sóla mig við Spánarstrendur  Maður þyrfti að komast í stjórn skákklúbbsins Vinjar til að komast á næsta mót.  Eða er þetta bara eins manns stjórn hjá þér.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 15.6.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband