vinir frjálslyndra

 

æi, það er náttúrulega búið að skrifa heil ósköp um bangsann fyrir norðan, sem er kannski ekki skrýtið sosum. sjaldan að mórauður ísbjörn trilli um dali skagafjarðar, eða þar um kring...

baggalúturinn var fljótur til og setti saman snilldar_drápu sem matthías jochumson hefði verið stoltur af.

en magnús þór hafsteins, formaður félagsmálasviðs akraness... eða kannski fyrrum, hvernig var það? setur saman heljarinnar kálf á eyjunnipunkturis og húðskammar umhverfisráðherra. hefði sko viljað deyfa bangsa og senda hann fjörutíu sjómílur út á haf og viss um að alheimur hefði hampað okkur þvílíkt.

einn sem kommentaði sagði: er þá loksins kominn innflytjandi sem þér þykir vænt um?

góður...

 

annars finnst mér bangsi góður. hef oft étið hann, eldaðan á allskyns máta. bestur í karrý með hrísgrjónum...

og hjartað maður. jebbs. eins og lambalifur barasta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skemmtilega öfugsnúið að fyllast heilagri reiði yfir drápi á ísbirni en styðja hvalveiðar fram í rauðan dauðann.

Þórður (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband