"Ekki skal skifta um mark, nema að hálfnuðum leik. Hlé milli hálfleika má ekki standa lengur en 5 mínútur, nema að dómari leyfi.
Þegar mark hefur verið skorað, skal sá flokkur, sem undir varð, spyrna af stað, en eftir markaskifti að hálfnuðum leik, skal sá flokkur spyrna af stað, sem ekki gerði það í upphafi, en ávalt sem fyrir er mælt í 2. gr."
jamm, ég á sko knattspyrnulög íþróttasambands íslands, með lagaskýringum, frá 1928. Gutenberg prentsmiðjan prentaði og bæklingurinn kostaði þá eina krónu og fimmtíu aura. þetta er snilldarrit, þar sem enskt knattspyrnumál er m.a. íslenskað, nú eða eiginlega íslenzkað...
þetta skiptist í 30 greinar laga, mislangar og fyrri partur 4. greinar hljóðar svo:
"Þá er marki er náð, ef knötturinn fer milli marksúlna og undir markás, nema lög mæli öðruvísi fyrir, enda sé honum eigi hent, né heldur barinn eða borinn fram af neinum leikmanni sóknarflokksins.
Sú sveit vinnur leikinn sem skorar fleiri mörk. Ef engin mörk hafa verið skoruð, eða jafn mörg á báða bóga, að leikslokum, þá er jafntefli."
ég er svo sannarlega stoltur eigandi þessarar smábókar enda leynast auglýsingar þarna bæði í byrjun og við endann. ein er svona:
ALLIR sem íþróttir iðka, þarfnast íþróttavarnings.
Ég hefi ávalt alls konar íþróttaklæðnaði og áhöld.
Útvega fyrir íþróttafélög sérstaka búninga, merki og fleira.
Vörur sendar gegn póstkröfu hvert á land sem er.
Haraldur Árnason Reykjavík.
reyndar auglýsir verzlunin ÁFRAM, Laugaveg 18, líka og síminn þar er 919....
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hringi á morgun, er akkúrat búin með það sem ég átti af því sem þeir selja þarna í ÁFRAM
Guðríður Pétursdóttir, 22.5.2008 kl. 23:53
Hehe, skemmtilegt. Ómetanlegur safnggripur bara!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 10:19
Ég reyndi að hringja, en númerið virðist ekki lengur í gildi.
Ingvar Valgeirsson, 23.5.2008 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.