misskilningur, því er nú aldeilis miður, kæri vinur sveinbjörn...

 

tvö skákmót í dag sko, tvö stykki. gekk hvorki vel né illa en lufsaðist í kvöld á hraðskákmót hjá helli í breiðholtinu. þrír af sjö á móti efnilegustu unglingum landsins, ekki svo slæmt. tefldi þó ekki við sigurvegarann, omar shalama.

sem betur fer....

annars gætir hér örlítils misskilnings hjá honum sveinbirni i. baldvinssyni.

því miður....

úr bókinni "allt fram streymir" sem geymir íslensk sumarljóð. fallegt en yfirvaldið búið að rústa allri fegurðinni sko.

Ég þekki land

Ég þekki land

þar sem fuglar fljúga

yfir klettóttri strönd.

 

Ég þekki land

þar sem sólin sest aldrei

alveg.

 

Ég þekki land

þar sem sjórinn

er ennþá blár.

 

Ég þekki land

þar sem himinn og haf

mætast í sumarnóttinni.

 

Og samt

er það ekki til sölu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mjög flott ljóð !!!!

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 20.5.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og það er eftir SVeinbjörn I ef vér skiljum þig rétt?

Könnumst nú við að hann er ´´ur Ólafsfirðinum ef minnið brestur þá ekki og gamall kunningi þinn, "Hálft í hvoru" rithöfundurinn með meiru?

Annars hélt ég nú að þú værir að ávarpa annan SVeinbjörn fyrst skák ber á góma, Sigurðsson, sem ég sjálfur telfdi nú ósjaldan við á mótum hjá S.A. í gamla daga! VAr nú allnokkuð í skákinni já, gamlir kunningjar margir þar, sem gert hafa það bara bærilegt, Jón Garðar, ARnar Þorsteins, Áskell Örn, Rúnar Berg skólafélagi minn utan af SAndi (eða Strönd, man það ekki núna) Óli sjóari Kristjáns o.m. fl.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 18:41

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Arnljótur bróðurómynd - mig langaði bara að senda þér samúðarkveðjur vegna ótímabærs fráfalls John Rutsey, sem lést í svefni á heimili sínu í Toronto fyrir rúmri viku. Var að frétta áðan að hann væri allur og setti að sjálfsögðu plötu með honum á fóninn - ekki margar sem koma til greina, en hann spilaði bara inn á eina LP-plötu, en sú markaði líka tímamót. Án þeirrar plötu væri líf mitt talsvert öðruvísi og rokkið bragðlausara.

Ingvar Valgeirsson, 21.5.2008 kl. 22:55

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

fallegt ljóð.... þú ert greinilega mikill smekkmaður Arnar.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Síðbúnar dánarfregnir verður nú að segjast og það á þessum tíma háhraðans!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 01:26

6 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Fórst þú á tvö mót?  Þú meinar að hitt mótið hafi verið í Vin.  Annars er alltaf gaman þegar menn muna eftir félag okkar Sveinbirni Sigurðssyni Sjallaskrímslinu hrikalega.  Hann er mjög skemmtilegur skákmaður

Gunnar Freyr Rúnarsson, 22.5.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband