Hvítasunna og kvæði við

 

Sigrún Björnsdóttir, kölluð Obba: til hamingju með daginn...

Hún Sigrún Björnsdóttir, kölluð Obba, er sko mamma mín. Og í dag er mömmudagur.

En þar sem það er líka Hvítasunnudagur, háheilagur, þó ég hafi verið að vinna í bókabúðinni í dag - og seldi reyndar slatta af mæðradagsgjöfum sem og fermingargjöfum - þá set ég inn eitt lítið og sætt kvæði af trúarlegum toga.

Hefur það einhverntíma verið sungið við jarðarför???

Textinn er eftir Gunnar Ægisson.

 

Svartir sauðir glatað fé,
týndur hirðir, háð og spé.
Kirkjan öll úr plasti er,
kross úr áli, Kristur úr tré.


Biblían á míkró-filmu,
tölvustýrðar hugvekjur,
boðskapurinn rúllar eins og valtari.
Jón, - Jón pönkari þjónar fyrir altari.



Sóknarbörnin sitja í leðurstólum
með stillanlegu baki og dæsa við.
Bryðja saltkex, smella fingrum
í takt við innbyggt diskóið.


Jón er í steik, hvað á hann að segja,
hverju má hér bæta við.
Liðið ropar, strýkur um kviðinn
Jón, Jón, Jón, Jón pönkari þjónar fyrir altari.



Orð hans mælast óðar illa fyrir,
hann svívirðir okkur, ég segi það með,
hann rakkar niður samfélagið,
öryggi, tekjur og fasteignaveð.


Neglum hann, neglum hann fastan á krossinn
og brosum meðan honum blæðir út.
Dauðans gefum honum kossinn
Jón pönkari hangir fyrir altari.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Í mínu jarðarfjöri verður aðeins spilað eitt lag; komdu og skoðaðu í kistuna mína, í útfærslu Megasar.

Haraldur Davíðsson, 13.5.2008 kl. 03:42

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eða Farin með Skímó...

Sjálfur myndi ég þiggja Closer to the Heart með Rush. Biðja strákana í Dúndurfréttum að spila það fyrir mig, ég skuli bjóða þeim út að borða þegar og ef við hittumst aftur.

Þú hefur það bak við eyrað, Arnljótur minn. Gott að þú hafir þetta ef fallhlífin opnast ekki eða ég festi hreðjarnar í mismunadrifi.

Ingvar Valgeirsson, 13.5.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fínt ljóð, hef ekki heyrt það í jarðarförum, en stunda þær satt best að segja ekki. Ég ætla að láta spila Final count down hjá mér.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 13.5.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Helgi Már Barðason

Er hún Obba mamma þín? Ja, hérna, svona veit maður lítið!

Helgi Már Barðason, 14.5.2008 kl. 15:29

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég hef alltaf stefnt ljóst og leynt að 'Ne je ne regrettez' sem Edith Píaf söng og 'Shine on you Crazy Diamond' með Pink Floyd.

Annars væri 'If you don't know me by now' með Simply Red líka í góðum fíling. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 16:00

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Fyrirgefðu, það heitir 'Je ne regrettez/rien de rien'.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband